Ein villtasta á Evrópu laðar til sín ferðamenn

Á ferðalagi | 5. desember 2024

Ein villtasta á Evrópu laðar til sín ferðamenn

Ein af villtustu ám Evrópu, Vjosa, hlykkjast um 272 kílómetra frá Pindus-fjöllum í Grikklandi til Adríahafsstrandar í Albaníu, í gegnum þröng gljúfur og víðáttumikla dali, fram hjá gömlum þorpsrústum og hrikalegum fjallgörðum. Hægt er að stunda alls kyns afþreyingu á ánni t.d. kajaksiglingu.

Ein villtasta á Evrópu laðar til sín ferðamenn

Á ferðalagi | 5. desember 2024

Hægt er að fara í flúðasiglingu á ánni Vjosa með …
Hægt er að fara í flúðasiglingu á ánni Vjosa með stórbrotna náttúru allt um kring. Abenteuer Albanien/Unsplash

Ein af villtustu ám Evrópu, Vjosa, hlykkjast um 272 kílómetra frá Pindus-fjöllum í Grikklandi til Adríahafsstrandar í Albaníu, í gegnum þröng gljúfur og víðáttumikla dali, fram hjá gömlum þorpsrústum og hrikalegum fjallgörðum. Hægt er að stunda alls kyns afþreyingu á ánni t.d. kajaksiglingu.

Ein af villtustu ám Evrópu, Vjosa, hlykkjast um 272 kílómetra frá Pindus-fjöllum í Grikklandi til Adríahafsstrandar í Albaníu, í gegnum þröng gljúfur og víðáttumikla dali, fram hjá gömlum þorpsrústum og hrikalegum fjallgörðum. Hægt er að stunda alls kyns afþreyingu á ánni t.d. kajaksiglingu.

Í Vojsa finnast fleiri en 1.100 tegundir dýra og er hún líflína samfélaganna við árbakkann og tákn um albanska arfleifð og endurnýjun.

Tekið var sögulegt skref árið 2023 þegar stofnaður var þjóðgarður um Vjosa, eða Wild River National Park, sá fyrsti í Evrópu sem miðar að því að vernda einstakt vistkerfi árinnar.

Landslagið er eins og fegursta málverk.
Landslagið er eins og fegursta málverk. Albina Shehetila/Unsplash

Ýmiss konar afþreying

Samkvæmt BBC Travel er apríl til október besti tíminn til að heimsækja Vjosa. Mælt er með sunnanverðum hluta árinnar fyrir ferðamenn en þar eru vel þróaðir innviðir með hótelum, veitingastöðum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 

Þá er bent á ferðaþjónustufyrirtækin Vjosa Explorer í Permet, sem býður upp á flúðasiglingar, og Albania Rafting Group, sem býður upp á ýmsa utandyraafþreyingu eins og kayak-ferðir, gljúfragöngur, fjallahjól og tjaldgistingu með sérstakri þjónustu (glamping).

Þar sem áin er „rólegri“ eða straumminni er hægt að …
Þar sem áin er „rólegri“ eða straumminni er hægt að vaða út í. Eni Lale/Unsplash

Í einni af kajakferðunum líður ferðalangurinn með straumnum niður ána, með viðkomu í þorpunum Kanikol, Strembec og Kaludh. Heimamenn baða sig í laugum við ána, ungir menn stökkva fram af klettum út í ána og menn standa einnig við veiðar á árbakkanum. 

Hægt er að hafa viðkomu í Benje og baða sig í heitum náttúrulaugum, fara á meira krefjandi staði eins og þar sem áin streymir í gegnum klettagljúfur eða minna krefjandi staði þar sem áin breikkar og straumurinn verður minni. 

Það er hægt að hafa viðkomu í þorpum við ána, eins og Carshove, og fá sér hressingu á veitingastað þar sem boðið er upp á gúllas og ferskt tzatziki, heimabakað brauð og nýveiddan fisk svo eitthvað sé nefnt. 

Þegar staðið er á bökkum Vjosa er víst að áin er algjörlega óspillt; engar stíflur, uppistöðulón eða steyptir bakkar. Heimamenn fagna verndun árinnar en hafa stöðugar áhyggjur af framtíð lífríkisins og ágangi stórra fyrirtækja sem vilja virkja, gera út lúxusferðamennsku eða jafnvel byggja alþjóðaflugvöll í nálægð við ána.

Bærinn Premet sem stendur við bakka Vjosa.
Bærinn Premet sem stendur við bakka Vjosa. Abenteuer Albanien/Unsplash
Áin Vojsa er um 272 kílómetra löng og liðast um …
Áin Vojsa er um 272 kílómetra löng og liðast um fallegt landslag alla leið frá Grikklandi til Albaníu. Nicolas Jehly/Unsplash

BBC News

mbl.is