Jólahald á flestum stöðum tengist fallegum skreytingum, gjöfum, kertaljósum og huggulegheitum. Því er þó öðru farið í austurrísku ölpunum, en ár hvert stígur á stokk svokallaður Krampus sem er eins konar púki, hálfur maður og hálf geit, og á rætur sínar að rekja til heiðinna tíma.
Jólahald á flestum stöðum tengist fallegum skreytingum, gjöfum, kertaljósum og huggulegheitum. Því er þó öðru farið í austurrísku ölpunum, en ár hvert stígur á stokk svokallaður Krampus sem er eins konar púki, hálfur maður og hálf geit, og á rætur sínar að rekja til heiðinna tíma.
Jólahald á flestum stöðum tengist fallegum skreytingum, gjöfum, kertaljósum og huggulegheitum. Því er þó öðru farið í austurrísku ölpunum, en ár hvert stígur á stokk svokallaður Krampus sem er eins konar púki, hálfur maður og hálf geit, og á rætur sínar að rekja til heiðinna tíma.
Þorpsbúar til forna trúðu því að Krampus og vondu álfarnir hans reikuðu um Týról-fjöllin í Ölpunum og yllu þar allsherjarringulreið. Álfarnir eru sagðir hafa haft unun af að veita lötu fólki, óstýrilátum ungmennum og fyllibyttum svipuhögg.
Foreldrar hræddu óstýrlát börn með því að Krampus kæmi til að ná í skottið á þeim ef þau myndu ekki haga sér. Kannski eitthvað svipað því sem hefur verið gert með Jólaköttinn, Grýlu og Leppalúða hér heima.
Ár og aldir liðu og kristni tók við og heiðni varð undir. Hins vegar er sagt að fólk í smáþorpum alpanna hafi haldið fast í sögu Krampus. Og í dag eru jólasveinninn og Krampus eins og teymi, þar sem sá fyrrnefndi verðlaunar góðu börnin en hinn síðarnefndi refsar þeim óþekku.
Enn í dag eru haldnar skrúðgöngur og hátíðir víða í bæjum til heiðurs Krampus, allt frá enda nóvember og út aðventuna. Skrúðgöngurnar fara alla jafna fram að næturlagi og klæðast menn skelfilegum búningum. Þátttakendur í skrúðgöngunni eyða mörgum mánuðum í undirbúninginn.
Svo það er spurning hvort spennufíklar sjái akkur í að fara til Austurríkis á aðventunni til að upplifa einn af þessum viðburðum.