Spursmál: „Byrjar sem harmleikur og endar sem farsi“

Spursmál | 6. desember 2024

Spursmál: „Byrjar sem harmleikur og endar sem farsi“

Miðflokk­ur­inn vann sig­ur í kosn­ing­un­um en hef­ur þó ekki verið hleypt að borðinu við mynd­un rík­is­stjórn­ar. For­svars­menn flokks­ins halla sér þó aft­ur og það á einnig við um formann Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Spursmál: „Byrjar sem harmleikur og endar sem farsi“

Spursmál | 6. desember 2024

Miðflokk­ur­inn vann sig­ur í kosn­ing­un­um en hef­ur þó ekki verið hleypt að borðinu við mynd­un rík­is­stjórn­ar. For­svars­menn flokks­ins halla sér þó aft­ur og það á einnig við um formann Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Miðflokk­ur­inn vann sig­ur í kosn­ing­un­um en hef­ur þó ekki verið hleypt að borðinu við mynd­un rík­is­stjórn­ar. For­svars­menn flokks­ins halla sér þó aft­ur og það á einnig við um formann Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Á sama tíma velta menn vöng­um yfir því hvernig ný rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins verður sam­sett, ef tekst að koma henni á kopp­inn.

Möguleg stjórnarmyndun rædd

Í nýjasta þætti Spursmála, sem sýndur var hér á mbl.is fyrr í dag, var sviðsmynd­um um það varpað fram. Þar var einnig rætt við þing­menn­ina Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, sem nú er að búa sig und­ir að hverfa úr ráðuneyti sínu til síðustu þriggja ára og Karl Gauta Hjalta­son sem kem­ur að nýju inn á þing eft­ir nokk­urra ára fjar­veru.

Ræddu þau mögu­lega stjórn­ar­mynd­un og hvort flokk­ar þeirra, Sjálf­stæðis­flokk­ur og Miðflokk­ur muni eiga aðkomu að slík­um viðræðum áður en yfir lýk­ur. Verða þau beðin um að spá fyr­ir um úr­slit þeirra mála.

Upptöku af þættinum má nálgast í spil­ar­an­um hér að ofan, á Spotify og YouTube og er hún öll­um aðgengi­leg­.

Vara­borg­ar­full­trú­ar sleikja sár­in

Áður en þau Áslaug og Karl Gauti mættu til leiks ræddi Stefán Ein­ar við vara­borg­ar­full­trú­ana Söndru Hlíf Ocares, sem er í Sjálf­stæðis­flokki og Stefán Páls­son sem sit­ur fyr­ir VG í borg­ar­stjórn. Flokk­ar þeirra beggja urðu fyr­ir þungu áfalli í kosn­ing­un­um og óvíst hvernig þeir hyggj­ast bregðast við.

Þeim til fullting­is við grein­ing­ar­vinn­una mætti á svæðið Val­geir Magnús­son, oft nefnd­ur Valli sport, en hann er í hópi reynd­ustu aug­lýs­inga- og markaðsmanna lands­ins.

Fylgstu með Spursmálum alla föstudaga kl. 14 hér á mbl.is.

Sandra Hlíf Ocares, Valgeir Magnússon, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Karl Gauti …
Sandra Hlíf Ocares, Valgeir Magnússon, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Karl Gauti Hjaltason og Stefán Pálsson mæta til leiks í Spursmálum að þessu sinni. Samsett mynd/María Matthíasdóttir
mbl.is