Bláa lónið opnaði dyr sínar fyrir gestum á nýjan leik á föstudaginn eftir rúma tveggja vikna lokun.
Bláa lónið opnaði dyr sínar fyrir gestum á nýjan leik á föstudaginn eftir rúma tveggja vikna lokun.
Bláa lónið opnaði dyr sínar fyrir gestum á nýjan leik á föstudaginn eftir rúma tveggja vikna lokun.
Hótelið Retreat opnaði síðan í dag.
Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu, í samtali við mbl.is. Hún segir opnunina hafa gengið mjög vel.
„Það sem við höfum þurft að aðlaga okkur að er að koma gestum til okkar í gegnum Grindavík,“ segir framkvæmdastjórinn en greint var frá því á sínum tíma þegar allt bílaplan Bláa lónsins fór undir hraun.
„Fyrir vikið erum við þá að taka á móti öllum gestum í Grindavík og ferjum þá yfir til okkar með skutlum.“
Hún segir fyrirtækið ekki hafa fundið fyrir afbókunum í neinum mæli og að ekki sé annað að sjá en að gestir séu ánægðir með opnunina og sýni því skilning að þeir séu ferjaðir frá Grindavík.
Þá nefnir hún að öll starfsemi innan varnargarða á svæðinu sé óbreytt og að starfsemin sé nú komin í eðlilegt horf á ný.