Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna eldgossins austur af Stóra-Skógfelli, sem er lokið.
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna eldgossins austur af Stóra-Skógfelli, sem er lokið.
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna eldgossins austur af Stóra-Skógfelli, sem er lokið.
Þetta segir í tilkynningu frá almannavörnum.
Segir þar enn fremur að starfsmaður almannavarnasviðs hafi flogið dróna yfir eldstöðvarnar í dag og þar hafi engin sjáanleg virkni sést í gígnum.
Tekið er þá fram í tilkynningunni að skýr merki um að landris sé hafið á ný á Svartsengissvæðinu komi nú fram á vef Veðurstofu Íslands.