„Hvaðan komu þau, hvert fóru þau?“

Alþingiskosningar 2024 | 10. desember 2024

„Hvaðan komu þau, hvert fóru þau?“

Vigdís Hauksdóttir, umboðsmaður Miðflokksins í nýafstöðnum þingkosningum, hefur sent landskjörstjórn bréf þar sem hún gerir athugasemdir við vinnubrögð yfirkjörstjórnar í Reykjavík í tengslum við póstatkvæði í Reykjavíkurkjördæmi.

„Hvaðan komu þau, hvert fóru þau?“

Alþingiskosningar 2024 | 10. desember 2024

Ríflega 49 þúsund utankjörfundaratkvæði voru greidd í nýafstöðnum kosningum.
Ríflega 49 þúsund utankjörfundaratkvæði voru greidd í nýafstöðnum kosningum. Samsett mynd

Vigdís Hauksdóttir, umboðsmaður Miðflokksins í nýafstöðnum þingkosningum, hefur sent landskjörstjórn bréf þar sem hún gerir athugasemdir við vinnubrögð yfirkjörstjórnar í Reykjavík í tengslum við póstatkvæði í Reykjavíkurkjördæmi.

Vigdís Hauksdóttir, umboðsmaður Miðflokksins í nýafstöðnum þingkosningum, hefur sent landskjörstjórn bréf þar sem hún gerir athugasemdir við vinnubrögð yfirkjörstjórnar í Reykjavík í tengslum við póstatkvæði í Reykjavíkurkjördæmi.

Segir hún að 2.500 - 2.700 póstatkvæðum hafi verið bætt við utankjörfundaratkvæði án þess að umboðsmenn flokkanna hafi verið meðvitaðir um það. „Hvaðan komu þau og hvert fóru þau,“ spyr Vigdís. 

Þá hafi innsigli á utankjörfundaratkvæðum verið rofin þremur og hálfum sólarhring áður en kjörstöðum lokaði klukkan 22.00 þann 30. nóvember. Telur hún það ámælisvert og skapa tortryggni. 

Kom flatt upp á umboðsmenn

Í bréfinu lýsir Vigdís því þegar umboðsmönnum hafi verið tilkynnt um að búið væri að telja 12.500 atkvæði þegar skyndilega bættust aukalega 2.500 atkvæði við í miðri talningu. Var þeim tilkynnt að það væru 2.500 póstatkvæði sem búið væri að telja og búið að úrskurða um það hvort seðlarnir væru gildir eða ógildir. Kom þessi tilkynning yfirkjörstjórnar í Reykjavík flatt upp á umboðsmennina að sögn Vigdísar.

„Vanalega væru póstatkvði eins og utankjörfundaratkvæði. Við vorum kölluð tvívegis í ráðhúsið til að fara yfir utankjörfundaratkvæði en við sáum aldrei neina yfirferð eða rannsókn kjörstjórnanna í Reykjavík á þessum póstatkvæðum. Þess vegna spyrjum við; hvaðan komu þau og hvert fóru þau,“ segir Vigdís.

Til þess fallið að skapa tortryggni 

Þá telur hún sérstakt að utankjörfundarkassar og ytri umslög utankjörfundaratkvæða hafi verið rofin á miðvikudegi í Reykjavík.

„Þá voru þau byrjuð að flokka niður í kjördeildir og stemma af. Sagt var að það væri vegna þess hve utankjörfundaratkvæði eru mörg í Reykjavík, en þá er betra að skipta þessari kosningavinnu upp í tvö kjördæmi, Reykjavík Norður og Reykjavík Suður,“ segir Vigdís.

„Atkvæðin voru sett í óinnsiglaða plastkassa merktum kjörstöðum og kjördeildum. Að sögn voru þeir geymdir í innsigluðu herbergi í ráðhúsinu fram að kosningum. Þetta fyrirkomulag er fallið til þess að skapa mikla tortryggni og öryggi kjósandans er ekki tryggt,“ segir í bréfi Vigdísar til landskjörstjórnar.

mbl.is