„Menn eiga alltaf að fá annað tækifæri“

Alþingiskosningar 2024 | 10. desember 2024

„Menn eiga alltaf að fá annað tækifæri“

Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi og verðandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Þórður Snær Júlíusson sé maður að meiri fyrir að afþakka þingsæti.

„Menn eiga alltaf að fá annað tækifæri“

Alþingiskosningar 2024 | 10. desember 2024

Sigmundur Ernir kemst inn á þing þar sem Þórður afþakkaði …
Sigmundur Ernir kemst inn á þing þar sem Þórður afþakkaði sæti sitt. mbl.is/María

Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi og verðandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Þórður Snær Júlíusson sé maður að meiri fyrir að afþakka þingsæti.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi og verðandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Þórður Snær Júlíusson sé maður að meiri fyrir að afþakka þingsæti.

Hann segir ummæli Þórðar ekki hafa verið heppileg en hann kveðst vilja búa í samfélagi þar sem menn fá tækifæri til þess að bæta sitt ráð og telur Þórð því eiga möguleika á að snúa aftur í stjórnmálin einn daginn. 

Þetta kemur fram í samtali Sigmundar við mbl.is. 

Ekki heppileg ummæli

Samfylkingin fékk fjóra menn kjörna í Reykjavíkurkjördæmi norður en Þórður Snær Júlíusson, sem skipaði 3. sæti á listanum og er réttkjörinn, tilkynnti að hann myndi afþakka sæti, yrði hann kjörinn, í kjölfar hneykslismáls sem varðaði gömul skrif hans undir dulnefni um konur.

Sigmundur, sem skipar 5. sæti á listanum, kemst því inn á þing.

„Mér finnst hann maður að meiri að hafa stigið til hliðar og auðvitað sat hann uppi með þessi gömlu ummæli, sem voru ekki heppileg. Hvorki þá né núna,“ segir Sigmundur.

Sigmundur segir að ummæli Þórðar hafi ekki verið heppileg.
Sigmundur segir að ummæli Þórðar hafi ekki verið heppileg. Ljósmynd/Ernir

„Það verður öllum á í lífinu“

Göm­ul skrif Þórðar Snæs á blogg­inu „Þess­ar elsk­ur“, sem haldið var uppi af hon­um og fé­lög­um á ár­un­um 2004-2007, voru dreg­in fram í þætti Spurs­mála á mbl.is í kosningabaráttunni.

Skrif­in vöktu sterk viðbrögð en hann gerði kon­ur gjarn­an að um­fjöll­un­ar­efni á blogg­inu sínu, oft á mjög niðrandi hátt. Hann baðst afsökunar og tilkynnti að hann myndi ekki þiggja þingsæti, yrði hann kjörinn.

„Menn eiga alltaf að fá annað tækifæri, það verður öllum á í lífinu. Við erum búin að mestu til úr mótvindi en ekki meðvindi og mér finnst að við eigum að lifa í samfélagi þar sem fólk fær möguleika á að bæta sitt ráð. Ég held að hann eigi alveg aftur endurkomu inn í stjórnmálin þegar þar að kemur,“ segir Sigmundur og bendir á afsökunarbeiðni Þórðar.

Ekki náðist í Þórð Snæ við vinnslu fréttarinnar. 

mbl.is