Sandra Peet, eigandi og stofnandi skíðafatamerkisins Goldbergh, var stödd á Íslandi í síðustu viku þegar nýjasta skíðalína hennar var afhjúpuð í versluninni Hjá Hrafnhildi. Skíðafötin frá Goldbergh hafa vakið athygli fyrir góð snið og áberandi liti enda er betra að vera sýnileg en ósýnileg í skíðabrekkum heimsins. Peet stofnaði Goldbergh árið 2009 og í dag er merkið selt í verslunum í 70 löndum.
Sandra Peet, eigandi og stofnandi skíðafatamerkisins Goldbergh, var stödd á Íslandi í síðustu viku þegar nýjasta skíðalína hennar var afhjúpuð í versluninni Hjá Hrafnhildi. Skíðafötin frá Goldbergh hafa vakið athygli fyrir góð snið og áberandi liti enda er betra að vera sýnileg en ósýnileg í skíðabrekkum heimsins. Peet stofnaði Goldbergh árið 2009 og í dag er merkið selt í verslunum í 70 löndum.
Sandra Peet, eigandi og stofnandi skíðafatamerkisins Goldbergh, var stödd á Íslandi í síðustu viku þegar nýjasta skíðalína hennar var afhjúpuð í versluninni Hjá Hrafnhildi. Skíðafötin frá Goldbergh hafa vakið athygli fyrir góð snið og áberandi liti enda er betra að vera sýnileg en ósýnileg í skíðabrekkum heimsins. Peet stofnaði Goldbergh árið 2009 og í dag er merkið selt í verslunum í 70 löndum.
Í línunni er lögð áhersla á hver og ein fái að njóta sín og sé ekki að fela sig inni í stórum og búralegum útivistarfötum. Í línunni eru nokkrar útgáfur af aðsniðnum skíðagöllum og sannaði Magnea Björg Jónsdóttir, áhrifavaldur og yfirskvísa, það að appelsínugulur er einstaklega eigulegur. Skíðagallinn sem hún mátaði var með fúr-loðkraga meðfram hettu og á ermum sem minnti á tískustrauma áttunda áratugarins.
Það var þó ekki bara þessi fallegi appelsínuguli litur sem heillaði upp úr skónum því í línunni eru skærbleik skíðaföt, blágræn og gyllt svo einhverjir litur séu nefndir. Í línunni eru líka eigulegur mittistöskur, húfur, lúffur og allt það helsta sem drottningar fjallanna þurfa í sinn skíðaskáp áður en Bláfjöll, Tindastóll og Hlíðarfjall opna svo einhver skemmtileg skíðasvæði séu nefnd.
Í dag er Goldbergh með dömuskíðaföt en árið 2026 er herralína væntanleg.