Fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson bjóst ekki við því að hann væri á leiðinni inn á þing þegar hann þáði 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Núna er hann þó á leiðinni á sinn gamla vinnustað.
Fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson bjóst ekki við því að hann væri á leiðinni inn á þing þegar hann þáði 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Núna er hann þó á leiðinni á sinn gamla vinnustað.
Fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson bjóst ekki við því að hann væri á leiðinni inn á þing þegar hann þáði 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Núna er hann þó á leiðinni á sinn gamla vinnustað.
Þetta segir hann í samtali við mbl.is.
Samfylkingin fékk fjóra menn kjörna í kjördæminu en Þórður Snær Júlíusson, sem skipaði 3. sæti á listanum og er réttkjörinn, tilkynnti að hann myndi afþakka sætið í kjölfar hneykslismáls sem varðaði gömul skrif hans undir dulnefni um konur.
Sigmundur kemst því inn á þing.
„Ég gerði mér í besta falli vonir um að verða varaþingmaður og taldi það mjög gott vegna þess að ég er í mörgum öðrum verkefnum,“ segir hann og nefnir sjónvarpsverkefni sem hann og konan hans eru að vinna að, fyrirhuguð bókaskrif langt fram í tímann og frí sem hann ætlaði í með konunni.
„Þannig að plönin voru allt önnur.“
Hann segir að nú þurfi hann að endurskipuleggja sig í ljósi þess að hann er að fara inn á þing. Hann ætlaði í vetrarfrí með konunni á Tenerife frá janúar til mars en núna – í ljósi þess að hann er að fara taka þingsæti – hefur hann slaufað ferðinni.
„Maður verður bara að eiga það inni.“
Hvernig ætlarðu að halda öllum þessum boltum [bókaskrif og sjónvarpsverkefni] á lofti núna?
„Ég hef nú alltaf verið vinnusamur þó ég segi sjálfur frá og alltaf skrifað bækur með öðrum verkefnum, hvort sem ég hef verið fréttamaður, fréttastjóri, ritstjóri eða hvað þetta allt saman heitir. En ég þarf aðeins að hægja á. Þingmennskan verður mitt aðalstarf eðli málsins samkvæmt og rúmlega það, eins og ég þekki,“ segir Sigmundur en hann var þingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009-2013.
„Þá mun ég bara nota kvöld, nætur og helgar í hitt. Ég tek þetta alvarlega, ég ætla að standa mína plikt og rúmlega það á þingi.“
Eftir þingsetu hans árið 2013 útilokaði hann aldrei að bjóða sig fram aftur til þings en hann taldi þetta alltaf vera fjarlægan veruleika.
Hann segir að þegar Bjarni Benediktsson ákvað að leggja fram þingrofsbeiðni þá hafi hann aftur á móti hugsað sig um ákveðið að bjóða Samfylkingunni starfskrafta sína, en þó ekki of ofarlega á lista.
„En niðurstaðan var þessi og sannast það aftur að enginn veit sína ævina fyrr en öll er,“ segir Sigmundur.