Umboðsmaður segir 89 atkvæði vanta

Alþingiskosningar 2024 | 10. desember 2024

Umboðsmaður segir 89 atkvæði vanta

Kristján Sveinbjörnsson, umboðsmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, lagði fram bókun á úthlutunarfundi Landskjörstjórnar sem lauk rétt í þessu og gerði þar athugasemdir við ýmis atriði er varða framkvæmd alþingiskosninganna í síðasta mánuði. 

Umboðsmaður segir 89 atkvæði vanta

Alþingiskosningar 2024 | 10. desember 2024

Kristján Sveinbjörnsson, umboðsmaður Samfylkingarinnar.
Kristján Sveinbjörnsson, umboðsmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Sveinbjörnsson, umboðsmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, lagði fram bókun á úthlutunarfundi Landskjörstjórnar sem lauk rétt í þessu og gerði þar athugasemdir við ýmis atriði er varða framkvæmd alþingiskosninganna í síðasta mánuði. 

Kristján Sveinbjörnsson, umboðsmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, lagði fram bókun á úthlutunarfundi Landskjörstjórnar sem lauk rétt í þessu og gerði þar athugasemdir við ýmis atriði er varða framkvæmd alþingiskosninganna í síðasta mánuði. 

Hélt hann því meðal annars fram að niðurstöður atkvæðatalningarinnar í Suðvesturkjördæmi væru rangar og að það vanti alls 89 atkvæði.

Þá taldi hann hugsanlegt að 17 atkvæði hefðu dagað uppi hjá landskjörstjórn. Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, tók fyrir það strax og sagði að engin atkvæði hefðu dagað uppi hjá landskjörstjórninni.

Úthlutunarfundi frestað í síðustu viku

Á fundinum úthlutaði Landskjörstjórn þingsætum á grundvelli úrslita alþingiskosninganna 30. nóvember.

Halda átti úthlutunarfundinn í síðustu viku en honum var frestað til dagsins í dag vegna beiðni yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis.

Fundurinn hófst klukkan ellefu. Eftir að Kristín hafði lokið sínu máli gafst umboðsmönnum lista tækifæri til að koma bókunum á framfæri.

Tólf athugasemdir

Kristján lagði fram minnisblað með tólf athugasemdum sem varða ýmis atriði sem hann telur að þurfi að skoða, flestar athugasemdir snúa að talningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi.

„Alvarlegasta athugasemdin snýr að rangri atkvæðaniðurstöðu kosninganna en svo virðist sem vanti um 89 atkvæði sem talin voru ógild af yfirkjörstjórn en umboðsmenn telja þau gild,“ sagði Kristján og bætti við:

„Þá eru fjölmargir aðrir annmarkar nefndir sem sumir tengjast óskýrðum og gölluðum kosningalögum svo sem að frambjóðendur, þingmenn, úrskurði sjálfir um gildi sinna eigin atkvæða.“

Strikað yfir Bjarna

Kristján sagði atkvæðin 89 sýna skýrt vilja kjósenda en að þau hefðu verið úrskurðuð ógild af því að kjósendur hefðu strikað yfir frambjóðendur eða gert athugasemdir við aðra lista. Að sögn Kristjáns ógildir það ekki atkvæðin samkvæmt lögum, þó það sé tekið fram að slíkt megi ekki. 

„Því vildum við nokkrir láta á það reyna hvort að það sé ógildingar ástæða að kjósandi sem að veit væntanlega ekki betur strikar út, eins og í þessu tilfelli gjarnan Bjarna Benediktsson, en kaus aðra lista.“

Landskjörstjórn.
Landskjörstjórn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is