Vinnuhópar með fulltrúum frá Samfylkingunni, Viðreisn og Flokki fólksins fóru af stað í dag í Smiðju og fleiri hópar taka til starfa á morgun.
Vinnuhópar með fulltrúum frá Samfylkingunni, Viðreisn og Flokki fólksins fóru af stað í dag í Smiðju og fleiri hópar taka til starfa á morgun.
Vinnuhópar með fulltrúum frá Samfylkingunni, Viðreisn og Flokki fólksins fóru af stað í dag í Smiðju og fleiri hópar taka til starfa á morgun.
Þetta segir Ólafur Kjaran, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttir formanns Samfylkingarinnar, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.
Ekki kemur fram í svarinu hver málefnasvið hópanna eru en þó segir Ólafur að þeir séu að vinna að lykilmálum.
Ólafur segir að þrír vinnuhópar bætist við á morgun. Kristrún veitir svo viðtöl seinnipartinn í dag til að fara yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðunum.
Inga Sæland sagði samtali mbl.is í gær að vinnuhóparnir myndu fara yfir mál eins og efnahagsmálin, heilbrigðismálin og húsnæðismálin.
Þá kvaðst hún einnig vonast til þess að ríkisstjórn yrði mynduð fyrir jól.
„Það ríkir alveg ofboðslega mikið traust á milli okkar og kærleikur og við eigum gott með að tala saman. Okkur líður vel saman og ég er bjartsýn og brosandi. Það má eitthvað einkennilegt koma upp á ef þetta fer í skrúfuna,“ sagði Inga.