Vinnuhópar hefja störf og Kristrún veitir viðtöl

Alþingiskosningar 2024 | 10. desember 2024

Vinnuhópar hefja störf og Kristrún veitir viðtöl

Vinnuhópar með fulltrúum frá Samfylkingunni, Viðreisn og Flokki fólksins fóru af stað í dag í Smiðju og fleiri hópar taka til starfa á morgun.

Vinnuhópar hefja störf og Kristrún veitir viðtöl

Alþingiskosningar 2024 | 10. desember 2024

Stjórnarmyndunarviðræður eru í fullum gangi.
Stjórnarmyndunarviðræður eru í fullum gangi. mbl.is/Karítas

Vinnuhópar með fulltrúum frá Samfylkingunni, Viðreisn og Flokki fólksins fóru af stað í dag í Smiðju og fleiri hópar taka til starfa á morgun.

Vinnuhópar með fulltrúum frá Samfylkingunni, Viðreisn og Flokki fólksins fóru af stað í dag í Smiðju og fleiri hópar taka til starfa á morgun.

Þetta segir Ólafur Kjaran, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttir formanns Samfylkingarinnar, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is. 

Ekki kemur fram í svarinu hver málefnasvið hópanna eru en þó segir Ólafur að þeir séu að vinna að lykilmálum.

Kristrún veitir viðtöl í dag

Ólafur segir að þrír vinnuhópar bætist við á morgun. Kristrún veitir svo viðtöl seinnipartinn í dag til að fara yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Inga Sæland sagði samtali mbl.is í gær að vinnuhóparnir myndu fara yfir mál eins og efna­hags­mál­in, heil­brigðismál­in og hús­næðismál­in.

Þá kvaðst hún einnig vonast til þess að ríkisstjórn yrði mynduð fyrir jól. 

„Það rík­ir al­veg ofboðslega mikið traust á milli okk­ar og kær­leik­ur og við eig­um gott með að tala sam­an. Okk­ur líður vel sam­an og ég er bjart­sýn og bros­andi. Það má eitt­hvað ein­kenni­legt koma upp á ef þetta fer í skrúf­una,“ sagði Inga. 

mbl.is