Bjarni: „Lítil tíðindi í þessum tölum“

Alþingiskosningar 2024 | 13. desember 2024

Bjarni: „Lítil tíðindi í þessum tölum“

„Þetta skiptir máli þegar menn eru að velta fyrir sér hvaða áhrif þetta kann að hafa inn í næstu 5 ár og ég segi bara að það eru lítil tíðindi í þessum tölum en það er verið að gefa sér margar forsendur sem er vafasamt að gera á þessum tímapunkti,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisætisráðherra um nýja afkomuspá ríkissjóðs.

Bjarni: „Lítil tíðindi í þessum tölum“

Alþingiskosningar 2024 | 13. desember 2024

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Karítas

„Þetta skiptir máli þegar menn eru að velta fyrir sér hvaða áhrif þetta kann að hafa inn í næstu 5 ár og ég segi bara að það eru lítil tíðindi í þessum tölum en það er verið að gefa sér margar forsendur sem er vafasamt að gera á þessum tímapunkti,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisætisráðherra um nýja afkomuspá ríkissjóðs.

„Þetta skiptir máli þegar menn eru að velta fyrir sér hvaða áhrif þetta kann að hafa inn í næstu 5 ár og ég segi bara að það eru lítil tíðindi í þessum tölum en það er verið að gefa sér margar forsendur sem er vafasamt að gera á þessum tímapunkti,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisætisráðherra um nýja afkomuspá ríkissjóðs.

Bjarni sagði í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að afkomuspáin beri ekki með sér neinar nýjar fréttir.

„Eftir að þingið afgreiddi fjárlög fyrir næsta ár og við erum komin með nýja hagspá, þá eru í sjálfu sér engar nýjar fréttir í þessum tölum.

Það sem fjármálaráðuneytið virðist hafa gert er að gefa sér að, ef ekki verður gripið til neinna ráðstafana að þá muni hlutir geta með einhverjum hætti farið inn í framtíðina,“ segir Bjarni og tekur fram að við það sé margt athugunarvert.

Hefur þurft að endurskoða hagspá sína nánast á hverju einasta ári

Nefnir hann að í fyrsta lagi vanti allar forsendur sem fjármálaráðuneytið hafi gefið sér að baki í málinu og að í öðru lagi hafi Hagstofa þurft að endurskoða hagspár og hagvaxtartölur sínar nánast á hverju einasta ári sem og hverjum einasta ársfjórðungi, mörg ár aftur í tímann.

„Við höfum séð vanspá um hagvöxt ítrekað af hálfu hagstofunnar og það eru uppi áleitnar spurningar t.d. um spá um hagvöxt á árinu 2024 þegar við sjáum bæði fjölda starfandi og við sjáum heildarvinnustundafjöldann á árinu.“

Spurning hvort verið sé að vanmeta hagvöxt

Þá nefnir forsætisráðherrann að það vakni upp spurningar eins og hvernig það geti á því staðið að hagvöxtur sé jafn lítill og Hagstofan greini frá.

„Það eru uppi spurningar um það hvort framleiðni hafi fallið svona hratt á árinu eða hvort að menn séu bara hreinlega að vanmeta hagvöxt ársins 2024.“

Hlutverk stjórnvalda að gera ráðstafanir

Þá segir hann að það skipti einnig máli þegar velt er fyrir sér áhrifum sem þetta kunni að hafa næstu 5 árin og að verið sé að gefa sér margar forsendur sem sé vafasamt á þessum tímapunkti.

„Það er bara einfaldlega hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma að gera ráðstafanir og þar sem þingið frestaði t.d. kerfisbreytingum varðandi ökutæki og eldsneyti þá bara blasir við að það er eitt af því sem eftir á að gera á nýju kjörtímabili sem mun, ásamt öðru, breyta þessari mynd.“

mbl.is