Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segja að núna um helgina verði fundað og farið yfir þau ágreiningsmál sem eftir eru.
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segja að núna um helgina verði fundað og farið yfir þau ágreiningsmál sem eftir eru.
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segja að núna um helgina verði fundað og farið yfir þau ágreiningsmál sem eftir eru.
Formennirnir vilja lítið segja til um hvort það verði utanþingsráðherrar í mögulegri ríkisstjórn flokkanna.
Þetta kemur fram á blaðamannafundi Kristrúnar Frostadóttur, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland.
Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, segir að eðlilega séu einhver ágreiningsmál. Tillögur vinnuhópanna gefi til kynna að það sé ekki samhljómur um allt.
„Samtalið er ekki búið. Við stefnum að því að fara skrifa stjórnarsáttmála strax eftir helgi,“ segir Þorgerður og bætir við að þær ætli að funda um ágreiningsmálin yfir helgina.
„Og það er alveg eitt og annað, stór sem lítil mál. En það eru ekkert mörg eftir,“ segir hún. Hún vill þó ekki hvaða mál það séu.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gefur ekki mikið fyrir að ágreiningur sé á milli þeirra í viðræðunum.
„Ég held að við séum ekki í neinum ágreiningi hér, eins og þið sjáið ljómum við eins og sólin og allt gengur vel.“
Þær voru spurðar um hvort þær hefðu leitað ráðgjafar hjá mögulegum utanþingsráðherrum. Inga Sæland skaut þá á fjölmiðlamanninn Björn Inga Hrafnsson.
„Ég verð nú að segja það að til dæmis er ég bendluð við eitthvað fólk sem ég hef aldrei hitt og aldrei talað við í lífinu. Ég veit ekki á hvaða vegferð Björn Ingi Hrafnsson er, en hann er greinilega að verða eitthvað villtur í aðventunni.“
Kristrún Frostadóttir sagði að á þessum tímapunkti væru þær fyrst og fremst búnar að vera í málefnavinnu.
„En það er engin mynd komin á hver endanleg mönnun verður á í slík ráðuneyti,“ segir hún.