Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að vinna sé í gangi að hækka varnargarðana við Svartsengi verulega.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að vinna sé í gangi að hækka varnargarðana við Svartsengi verulega.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að vinna sé í gangi að hækka varnargarðana við Svartsengi verulega.
Þetta eru varnargarðar sem eru norðaustan og norðvestan við orkuverið í Svartsengi.
„Þetta er eingöngu gert til að vernda orkuverið. Eftir hvern einasta atburð þurfum við að endurmeta stöðuna og nú eru okkar færustu sérfræðingar búnir að gera hraunflæðilíkön og öll þessi líkön benda til þess að ef við fáum sambærilegan atburð og síðast að þá sé orkuverið í hættu,“ sagði Guðrún við mbl.is eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun.
Guðrún segir að allt verði gert til að verja orkuverið og þetta sé viðbragð til að gera það. Hún segir að hækka eigi varnargarðana um fjóra til sex metra.
„Við erum að fara með varnargarðana upp í gríðarlega hæð og 250 þúsund rúmmetrar að efni sem fara í þessa viðbót sem er kostnaður upp á 1.000-1.250 milljónir króna,“ segir hún.
Dómsmálaráðherra segir að kostnaðurinn við gerð varnargarðana sé þegar kominn yfir 10 milljarða og nú bætist rúmlega milljarður til viðbótar.
„Ég ítreka það að ef við missum út orkuverið í einhverja daga þá mun kostnaðurinn sem fylgir því hlaupa á milljörðum á degi hverjum. Ég met það svo að þetta sé nauðsynlegt varnarviðbragð almannavarna til þess að tryggja bæði líf og starfsemi fyrirtækja geti átt sér stað með eðlilegum hætti á Reykjanesi,“ segir Guðrún.