Þingmenn á nýliðakynningu Alþingis voru spenntir fyrir því að taka til starfa.
Þingmenn á nýliðakynningu Alþingis voru spenntir fyrir því að taka til starfa.
Þingmenn á nýliðakynningu Alþingis voru spenntir fyrir því að taka til starfa.
Blaðamaður mbl.is fékk að fylgjast með og ræddi við nokkra þeirra.
„Þetta svona er að raungerast í hausnum á manni að maður sé að fara setjast á þing og það er mjög ánægjuleg tilfinning. Mikill heiður að vera í þessu hlutverki,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins.
Nýliðarnir fengu kynningu á hagnýtum atriðum sem varða allt frá tækjabúnaði og aðgengi að Alþingi yfir í starfskjör þeirra. Þá var einnig farið yfir helstu atriði varðandi þingstörfin.
„Það er auðvitað gaman að koma í þessi húsakynni. Bæði Smiðju, sem er nýtt og glæsilegt húsnæði, og gaman að koma hingað líka í [Alþingis]salinn og sjá allt. Þannig það er auðvitað bara búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir Alma Möller, þingmaður Samfylkingarinnar.
Nýir þingmenn verða meirihluti þingmanna á komandi þingi, en samtals 33 af 63 þingmönnum sátu ekki á Alþingi síðasta kjörtímabili.
Fimm þeirra hafa þó setið á þingi.
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og borgarfulltrúi, er einn af þeim en hann var þingmaður árin 2016-2017.
„Mér líst náttúrulega prýðilega á að vera kominn aftur. Ég finn fyrst og fremst fyrir ábyrgðartilfinningu. Ábyrgðartilfinningu fyrir að vera treyst fyrir þessu hlutverki, að móta lög landsins og framtíð,“ segir Pawel.