Vonast eftir stjórn fyrir áramót „ef ekki fyrr“

Alþingiskosningar 2024 | 13. desember 2024

Vonast eftir stjórn fyrir áramót „ef ekki fyrr“

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins vonast til þess að mynda ríkisstjórn fyrir áramót „ef ekki fyrr“.

Vonast eftir stjórn fyrir áramót „ef ekki fyrr“

Alþingiskosningar 2024 | 13. desember 2024

Formennirnir munu funda um helgina.
Formennirnir munu funda um helgina. mbl.is/Egill

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins vonast til þess að mynda ríkisstjórn fyrir áramót „ef ekki fyrr“.

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins vonast til þess að mynda ríkisstjórn fyrir áramót „ef ekki fyrr“.

Þetta kem­ur fram á blaðamanna­fundi Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur og Ingu Sæ­land.

„Þið verðið fyrst að fá að frétta það þegar við erum búin að skrifa undir og það verður svo spennandi fyrir ykkur að lesa þennan frábæra sáttmála sem við stefnum allar að því að skila, vonandi fyrir áramót að minnsta kosti, ef ekki fyrr,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. 

Tekur tíma að skrifa stjórnarsáttmála

Á fundinum tilkynntu formennirnir að þeir myndu byrja að rita stjórnarsáttmála eftir helgi og að vinnuhópar sem hafa verið að störfum í stjórnarmyndunarviðræðunum væru búnir að skila inn sínum tillögum.

Þorgerður tók undir orð Ingu en galt líka varhug við því að vera of bjartsýnn í ljósi eigin reynslu.

„Ég vona að þetta takist einmitt fyrir áramót, það stefnir allt í það. Samtölin undanfarna daga ýta undir þá bjartsýni mína að það náist. En ég þekki það líka af fyrri reynslu að það tekur tíma að skrifa stjórnarsáttmála og orð skipta máli,“ segir Þorgerður.

mbl.is