Efast ekki um 48 daga til strandveiða

Strandveiðar | 27. mars 2025

Efast ekki um 48 daga til strandveiða

Það styttist óðum í að strandveiðar hefjist, en upphafsdagur verður líklega 5. maí. Ríkisstjórnin hefur heitið því að tryggja öllum strandveiðibátum 48 veiðidaga, það er að segja 12 veiðidaga í hverjum mánuði maí til og með ágúst. Til þess er þörf á meiri veiðiheimildum en veiðunum hefur verið ráðstafað undanfarin ár og hefur hingað til ekki verið sýnt fram á hvernig staðið verður við þessi fyrirheit, en Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur greint frá því að lagafrumvarp um strandveiðar verði ekki afgreitt í tæka tíð til að breyta tilhögun veiða sumarsins.

Efast ekki um 48 daga til strandveiða

Strandveiðar | 27. mars 2025

Kjartan Páll Sveinsson kveðst ekki í vafa um fyrirheit ríkisstjórnar.
Kjartan Páll Sveinsson kveðst ekki í vafa um fyrirheit ríkisstjórnar. Morgunblaðið/Eggert

Það stytt­ist óðum í að strand­veiðar hefj­ist, en upp­hafs­dag­ur verður lík­lega 5. maí. Rík­is­stjórn­in hef­ur heitið því að tryggja öll­um strand­veiðibát­um 48 veiðidaga, það er að segja 12 veiðidaga í hverj­um mánuði maí til og með ág­úst. Til þess er þörf á meiri veiðiheim­ild­um en veiðunum hef­ur verið ráðstafað und­an­far­in ár og hef­ur hingað til ekki verið sýnt fram á hvernig staðið verður við þessi fyr­ir­heit, en Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra hef­ur greint frá því að laga­frum­varp um strand­veiðar verði ekki af­greitt í tæka tíð til að breyta til­hög­un veiða sum­ars­ins.

Það stytt­ist óðum í að strand­veiðar hefj­ist, en upp­hafs­dag­ur verður lík­lega 5. maí. Rík­is­stjórn­in hef­ur heitið því að tryggja öll­um strand­veiðibát­um 48 veiðidaga, það er að segja 12 veiðidaga í hverj­um mánuði maí til og með ág­úst. Til þess er þörf á meiri veiðiheim­ild­um en veiðunum hef­ur verið ráðstafað und­an­far­in ár og hef­ur hingað til ekki verið sýnt fram á hvernig staðið verður við þessi fyr­ir­heit, en Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra hef­ur greint frá því að laga­frum­varp um strand­veiðar verði ekki af­greitt í tæka tíð til að breyta til­hög­un veiða sum­ars­ins.

„Þau hafa sagt að það verði 48 dag­ar í sum­ar. Ég hef ekki séð ná­kvæm­lega hvernig það verður gert, en ég hef enga ástæðu til ann­ars en að trúa að þau standi við það,“ seg­ir Kjart­an Páll Sveins­son, formaður Strand­veiðifé­lags Íslands, innt­ur álits á því hvernig hann sjái fyr­ir sér að rík­is­stjórn­in geti staðið við lof­orðið.

„Það er líka klókt að hafa um­sókn­ar­frest svo þau geti haft vaðið fyr­ir neðan sig,“ seg­ir hann og vís­ar til þess að reglu­gerðardrög sem birt voru fyrr í mánuðinum kveða á um að frest­ur til að sækja um strand­veiðileyfi verði 15. apríl ár hvert.

„Við stung­um upp á því við ráðuneytið að skella sept­em­ber inn í strand­veiðivertíðina. Það mun hafa þau áhrif að jafna hlut C-svæðis­ins – það hef­ur hallað mest á þetta svæði á Norðaust­ur­landi og Aust­ur­landi. Það myndi hafa þau áhrif að hluti afl­ans kæmi inn á nýju fisk­veiðiári og þannig væri hægt að kaupa sér ákveðinn tíma til að fara ekki fram úr heim­ild­um og ég held að fólk fyr­ir aust­an væri miklu frek­ar til í að veiða í sept­em­ber en í maí,“ seg­ir Kjart­an.

Nán­ar má lesa í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is