Ása og Leo greindu frá kyninu

Frægir fjölga sér | 4. apríl 2025

Ása og Leo greindu frá kyninu

Í lok febrúarmánaðar greindu Ása Steinars, ferðaljósmyndari og samfélagsmiðlastjarna, og eiginmaður hennar, Leo Alsved, frá því að þau ættu von á sínu öðru barni saman. Nú hafa hjónin tilkynnt kyn barnsins með einstaklega skemmtilegu myndbandi.

Ása og Leo greindu frá kyninu

Frægir fjölga sér | 4. apríl 2025

Fjölskyldan deildi þessu skemmtilega augnabliki með fylgjendum sínum.
Fjölskyldan deildi þessu skemmtilega augnabliki með fylgjendum sínum. Samsett mynd

Í lok fe­brú­ar­mánaðar greindu Ása Stein­ars, ferðaljós­mynd­ari og sam­fé­lags­miðlastjarna, og eig­inmaður henn­ar, Leo Als­ved, frá því að þau ættu von á sínu öðru barni sam­an. Nú hafa hjón­in til­kynnt kyn barns­ins með ein­stak­lega skemmti­legu mynd­bandi.

Í lok fe­brú­ar­mánaðar greindu Ása Stein­ars, ferðaljós­mynd­ari og sam­fé­lags­miðlastjarna, og eig­inmaður henn­ar, Leo Als­ved, frá því að þau ættu von á sínu öðru barni sam­an. Nú hafa hjón­in til­kynnt kyn barns­ins með ein­stak­lega skemmti­legu mynd­bandi.

Fyr­ir eiga Ása og Leo son­inn Atlas sem fædd­ist í árs­byrj­un 2022.

Í mynd­band­inu sit­ur fjöl­skyld­an við borð, að sjálf­sögðu úti í nátt­úr­unni, en fjöl­skyld­an er stödd á Vest­fjörðum, með svo­kallaða kynja­köku fyr­ir fram­an sig.

Ása er sann­færð um að þau eigi von á öðrum dreng en Leo gisk­ar að þau eigi von á stúlku.

Það var Ása sem hafði rétt fyr­ir sér, en þegar parið skar í kök­una þá var hún full af bláu smjörkremi.

Smart­land ósk­ar fjöl­skyld­unni hjart­an­lega til ham­ingju!

View this post on In­sta­gram

A post shared by Asa Stein­ars (@asa­stein­ars)

mbl.is