Skattar og gjöld á matseðli

Alþingi | 11. apríl 2025

Skattar og gjöld á matseðli

Boðið var upp á hlaðborð skatta og gjalda á ferðaþjónustu í minnisblaði sem menningar- og viðskiptaráðuneytið, sem þá var enn starfandi, tók saman vegna stjórnarmyndunarviðræðna fyrir núverandi ríkisstjórnarflokka í desember sl.

Skattar og gjöld á matseðli

Alþingi | 11. apríl 2025

Formenn ríkisstjórnarflokkanna í árdaga samstarfsins.
Formenn ríkisstjórnarflokkanna í árdaga samstarfsins. mbl.is/Árni Sæberg

Boðið var upp á hlaðborð skatta og gjalda á ferðaþjón­ustu í minn­is­blaði sem menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið, sem þá var enn starf­andi, tók sam­an vegna stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna fyr­ir nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar­flokka í des­em­ber sl.

Boðið var upp á hlaðborð skatta og gjalda á ferðaþjón­ustu í minn­is­blaði sem menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið, sem þá var enn starf­andi, tók sam­an vegna stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna fyr­ir nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar­flokka í des­em­ber sl.

Ekki er komið í ljós hvort eða að hve miklu leyti rík­is­stjórn­in hyggst gera sér mat úr hug­mynd­un­um, en þær eru þó sett­ar fram í formi mat­seðils.

Í minn­is­blaðinu seg­ir að um sé að ræða „fjöl­breytt­an mat­seðil“, en að ekki sé hægt að velja allt.

Á hlaðborði rík­is­stjórn­ar­inn­ar er meðal ann­ars boðið upp á gistinátta­gjald á alla gist­ingu, víðtæk­ari bíla­stæðagjöld, aðgangs­eyri að þjóðgörðum, um­hverf­is­skatta og gistinátta­gjald á skemmti­ferðaskip, um­hverf­is­skatt á flug­f­arþega, vara­flug­vall­ar­gjald og um­hverf­is­skatt á óvist­væna bíla­leigu­bíla.

Þá er fjallað um til­færslu ferðaþjón­ustu yfir í al­mennt virðis­auka­skattsþrep, en ráðuneyti grein­ir á um hvort það sé fýsi­leg­ur kost­ur. Ráðuneytið tel­ur slíka breyt­ingu geta skaðað sam­keppn­is­hæfni á meðan fjár­málaráðuneytið sér tæki­færi í af­námi íviln­ana til ferðaþjón­ustu svo lækka megi skatta á at­vinnu­starf­semi al­mennt. 

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

mbl.is