Sagður hafa deilt leyndarmálum í öðru spjalli

Hegseth sagður hafa deilt leyndarmálum í öðru spjalli

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa deilt viðkvæmum upplýsingum um yfirvofandi árás Bandaríkjahers á Jemen með eiginkonu sinni, bróður sínum og lögfræðingi sínum á spjallrás á samskiptaforritinu Signal.

Hegseth sagður hafa deilt leyndarmálum í öðru spjalli

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 20. apríl 2025

Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa deilt viðkvæmum upplýsingum …
Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa deilt viðkvæmum upplýsingum um árás hersins á Húta í annarri spjallrás á Signal. AFP/Brendan Smialowski

Pete Heg­seth, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, er sagður hafa deilt viðkvæm­um upp­lýs­ing­um um yf­ir­vof­andi árás Banda­ríkja­hers á Jemen með eig­in­konu sinni, bróður sín­um og lög­fræðingi sín­um á spjall­rás á sam­skipta­for­rit­inu Signal.

Pete Heg­seth, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, er sagður hafa deilt viðkvæm­um upp­lýs­ing­um um yf­ir­vof­andi árás Banda­ríkja­hers á Jemen með eig­in­konu sinni, bróður sín­um og lög­fræðingi sín­um á spjall­rás á sam­skipta­for­rit­inu Signal.

Banda­ríski miðill­inn New York Times grein­ir frá þessu. 

Áður hef­ur verið greint frá því að árás­in hafi verið rædd á milli Heg­seth og fleiri í rík­is­stjórn Don­alds Trump á ann­arri spjall­rás á Signal. Spjall­rás­in með eig­in­konu Heg­seth, bróður og lög­fræðingi er því önn­ur slík spjall­rás sem varn­ar­málaráðherr­ann deildi viðkvæm­um upp­lýs­ing­um um áform Banda­ríkja­hers á. 

Deildi flugáætl­un

Á meðal þeirra upp­lýs­inga sem Heg­seth deildi á spjall­rás­inni eru flugáætlan­ir árásaþotn­anna sem síðar gerðu árás á Húta í Jemen 15. mars. 

Banda­ríska tíma­ritið Atlantic greindi frá fyrsta Signal-spjall­hópn­um í mars, en rit­stjóra tíma­rits­ins, Jef­f­erey Gold­berg, var fyr­ir mis­tök bætt við í spjallið. Hann gat því fylgst með öll­um sam­skipt­un­um er þau áttu sér stað dag­ana fyr­ir 15. mars. Mike Waltz, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Don­alds Trumps, stofnaði það spjall.

Heg­seth sjálf­ur stofnaði spjall­rás­ina sem New York Times grein­ir frá. Inni á þeirri spjall­rás var fjöldi fólks sem Heg­seth þekk­ir per­sónu­lega og í gegn­um vinnu sína, áður en hann tók við embætti varn­ar­málaráðherra í rík­is­stjórn Trumps. 

Eig­in­kona Heg­seth er blaðamaður

Jenni­fer Heg­seth, eig­in­kona hans er blaðamaður og fyrr­ver­andi fram­leiðandi fyr­ir Fox News. Phil Heg­seth, bróðir varn­ar­málaráðherr­ans, vinn­ur fyr­ir Pentagon og það ger­ir líka Tim Par­latore, en hann er einnig lög­fræðing­ur varn­ar­málaráðherr­ans. 

Don­ald Trump for­seti kenndi Waltz að mestu um að umræðuefni spjall­rás­ar­inn­ar á Signal hafi lekið í kjöl­far um­fjöll­un­ar Atlantic. Hann hef­ur neitað að reka nokk­urn mann fyr­ir lek­ann og hef­ur frek­ar viljað ræða um hversu ár­ang­urs­rík­ar árás­ir hers­ins á Húta í Jemen hafa verið.

Þrír í leyfi frá Pentagon 

Þrír menn hafa verið send­ir í leyfi frá störf­um frá Pentagon und­an­farna viku vegna rann­sókn­ar á „ótil­greind­um leka“ úr varn­ar­málaráðuneyt­inu. 

Aðstoðar­starfs­manna­stjór­inn Dar­in Selnick, yf­ir­ráðgjafi Dan Caldwell og Col­in Carroll svöruðu fyr­ir sig um helg­ina og gáfu út yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir sögðu að Pentagon hafi ekki sagt þeim af hverju þeir séu til rann­sókn­ar. Þá hafi þeir ekki fengið upp­lýs­ing­ar um hvort rann­sókn­in standi enn yfir eða hvort raun­veru­lega sé verið að rann­saka leka. 

„Þó að þessi reynsla hafi verið óverj­andi, styðjum við áfram verk­efni Trump-Vance stjórn­ar­inn­ar um að gera Pentagon frá­bært á ný og ná fram friði í gegn­um styrk,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu þeirra.

mbl.is