Tollar gætu haft víðtæk áhrif

Tollar gætu haft víðtæk áhrif

Fleiri helstu viðskiptaríki Bandaríkjanna með sjávarfang verða fyrir barðinu á tollastríði Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna og gæti verð farið hækkandi vestra, sérstaklega á laxi. Ófyrirsjáanleikinn er þó allsráðandi.

Tollar gætu haft víðtæk áhrif

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 20. apríl 2025

Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur efnt til tollastríðs, en Bandaríkin …
Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur efnt til tollastríðs, en Bandaríkin kaupa meira af erlendu sjávarfangi en nokkurt annað ríki. AFP/Brendan Smialowski

Fleiri helstu viðskipta­ríki Banda­ríkj­anna með sjáv­ar­fang verða fyr­ir barðinu á tolla­stríði Don­alds Trumps for­seta Banda­ríkj­anna og gæti verð farið hækk­andi vestra, sér­stak­lega á laxi. Ófyr­ir­sjá­an­leik­inn er þó alls­ráðandi.

Fleiri helstu viðskipta­ríki Banda­ríkj­anna með sjáv­ar­fang verða fyr­ir barðinu á tolla­stríði Don­alds Trumps for­seta Banda­ríkj­anna og gæti verð farið hækk­andi vestra, sér­stak­lega á laxi. Ófyr­ir­sjá­an­leik­inn er þó alls­ráðandi.

Banda­rík­in eru mesta inn­flutn­ings­ríki sjáv­ar­fangs á heimsvísu og er heild­ar­verðmæti inn­fluttra sjáv­ar­af­urða til Banda­ríkj­anna ár­lega á bil­inu 25-28 millj­arðar banda­ríkja­dala, jafn­v­irði um 3.500-3.700 millj­arða ís­lenskra króna. Er mest keypt af rækju, laxi og til­apíu úr eldi víðs veg­ar um heim­inn.

Aðeins Evr­ópu­sam­bandið er stærri markaður ef inn­flutn­ing­ur aðild­ar­ríkja þeirra er lagður sam­an. Á eft­ir Banda­ríkj­un­um fylgja svo Kína, Jap­an, Suður-Kórea, Bret­land og Kan­ada.

mbl.is