Tillögur Trumps: Engin NATO-aðild fyrir Úkraínu

Úkraína | 21. apríl 2025

Tillögur Trumps: Engin NATO-aðild fyrir Úkraínu

Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur lagt fram tillögur til að stilla til friðar á milli Rússlands og Úkraínu sem fela meðal annars í sér að Úkraína fái ekki aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO).

Tillögur Trumps: Engin NATO-aðild fyrir Úkraínu

Úkraína | 21. apríl 2025

Trump hefur lagt mikla áherslu á að ná samkomulagi um …
Trump hefur lagt mikla áherslu á að ná samkomulagi um frið á milli stríðandi fylkinga. Hann hét því í kosningabaráttunni að binda endi á stríðið á fyrsta degi í embætti, en það gekk ekki eftir. AFP/Samsett mynd

Rík­is­stjórn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta hef­ur lagt fram til­lög­ur til að stilla til friðar á milli Rúss­lands og Úkraínu sem fela meðal ann­ars í sér að Úkraína fái ekki aðild að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO).

Rík­is­stjórn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta hef­ur lagt fram til­lög­ur til að stilla til friðar á milli Rúss­lands og Úkraínu sem fela meðal ann­ars í sér að Úkraína fái ekki aðild að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO).

Rúss­ar segj­ast ánægðir með þá til­lögu en vilja að öðru leyti ekk­ert tjá sig um þann tíma sem þarf til að ná friðarsamn­ing­um.

Wall Street Journal (WSJ) grein­ir frá.

Fundað í Lund­ún­um

Marco Ru­bio ut­an­rík­is­ráðherra kynnti hug­mynd­ina sem hluta af til­lögupakka á fundi í Par­ís í Frakklandi í síðustu viku, sam­kvæmt heim­ild­um WSJ, með úkraínsk­um og evr­ópsk­um emb­ætt­is­mönn­um í síðustu viku.

Banda­rík­in bíða nú viðbragða frá Úkraínu­mönn­um, en þeirra er vænst á fundi með úkraínsk­um og evr­ópsk­um emb­ætt­is­mönn­um í Lund­ún­um síðar í vik­unni.

Ef Banda­rík­in, Evr­ópu­leiðtog­ar og Úkraína sam­mæl­ast um til­lög­urn­ar gætu þær síðan verið form­lega kynnt­ar fyr­ir Rúss­um.

Marco Rubio ásamt Donald Trump.
Marco Ru­bio ásamt Don­ald Trump. AFP/​Brend­an Smialowski

Hafa heyrt frá Banda­ríkj­un­um að aðild komi ekki til greina

„Við höf­um heyrt frá Washingt­on á ýms­um stig­um að aðild Úkraínu að NATO komi ekki til greina,“ sagði Dímítrí Peskov, talsmaður rúss­nesku stjórn­ar­inn­ar, við blaðamenn á mánu­dag.

„Þetta er eitt­hvað sem við erum sátt við og sam­svar­ar okk­ar af­stöðu.“

Peskov neitaði hins veg­ar að tjá sig um lík­ur á friðarsam­komu­lagi og „sér­stak­lega ekki um tím­aramma.“

Don­ald Trump sagði á sunnu­dag að hann vonaðist að Úkraína og Rúss­land næðu sam­komu­lagi í þess­ari viku.

Dímítrí Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar.
Dímítrí Peskov, talsmaður rúss­nesku stjórn­ar­inn­ar. AFP/​Yuri Kochet­kov

Viður­kenna inn­limun Rússa á Krímskaga

Auk þess að úti­loka aðild Úkraínu að NATO fela til­lög­ur Trump-stjórn­ar­inn­ar í sér mögu­leika á að Banda­rík­in viður­kenni inn­limun Rússa á Krímskaga árið 2014.

Önnur til­laga frá Banda­ríkj­un­um geng­ur út á að gera svæðið í kring­um kjarn­orku­ver­ið í Sa­porisjía-héraði, sem er nú und­ir yf­ir­ráðum Rússa, að hlut­lausu svæði sem gæti verið und­ir banda­rískri stjórn.

Fyrr í dag sagði Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, að rúss­nesk stjórn­völd hefðu „já­kvætt viðhorf“ til allra friðar­til­lagna, en bætti við að Úkraínu­menn þyrftu að sýna sam­bæri­leg­an vilja.

Rúss­ar sem halda stríðinu gang­andi

Volodomír Selenskí, for­seti Úkraínu, sagði í dag að hann hefði rætt við Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, fyr­ir fund­inn sem fer fram á miðviku­dag­inn í Lund­ún­um.

Hann sagði Úkraínu vera reiðubúna til að fara upp­byggi­leg­ar viðræður um að binda endi á átök­in.

„Skil­yrðis­laust vopna­hlé verður að vera fyrsta skrefið í átt að friði, og þessi páska­hátíð sýndi skýrt að það eru aðgerðir Rúss­lands sem halda stríðinu gang­andi,“ sagði Selenskí í færslu á X.

mbl.is