Fjárfestingar á tímum viðskiptastríðs

Umræða | 4. maí 2025

Fjárfestingar á tímum viðskiptastríðs

Heimsmynd fjárfesta hefur breyst hratt á síðustu misserum. Í byrjun aprílmánaðar hóf ríkisstjórn Donalds Trumps umfangsmiklar tollaaðgerðir á innflutning frá Kína og fleiri ríkjum. Markmiðið er að styrkja bandaríska framleiðslu, en afleiðingarnar eru víðtækar og skapa aukna tortryggni milli ríkja, vaxandi viðskiptahindranir og aukna efnahagslega óvissu á heimsvísu.

Fjárfestingar á tímum viðskiptastríðs

Umræða | 4. maí 2025

Daði Kristjánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Visku Digital Assets.
Daði Kristjánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Visku Digital Assets.

Heims­mynd fjár­festa hef­ur breyst hratt á síðustu miss­er­um. Í byrj­un apr­íl­mánaðar hóf rík­is­stjórn Don­alds Trumps um­fangs­mikl­ar tollaaðgerðir á inn­flutn­ing frá Kína og fleiri ríkj­um. Mark­miðið er að styrkja banda­ríska fram­leiðslu, en af­leiðing­arn­ar eru víðtæk­ar og skapa aukna tor­tryggni milli ríkja, vax­andi viðskipta­hindr­an­ir og aukna efna­hags­lega óvissu á heimsvísu.

Heims­mynd fjár­festa hef­ur breyst hratt á síðustu miss­er­um. Í byrj­un apr­íl­mánaðar hóf rík­is­stjórn Don­alds Trumps um­fangs­mikl­ar tollaaðgerðir á inn­flutn­ing frá Kína og fleiri ríkj­um. Mark­miðið er að styrkja banda­ríska fram­leiðslu, en af­leiðing­arn­ar eru víðtæk­ar og skapa aukna tor­tryggni milli ríkja, vax­andi viðskipta­hindr­an­ir og aukna efna­hags­lega óvissu á heimsvísu.

Fryst­ing doll­ara og tolla­stríð draga úr trausti

Farið er að bera á djúp­stæðu van­trausti á Banda­rík­in sem ör­ugg­an áfangastað fyr­ir fjár­magn. Sú þróun hófst ekki nú í apríl 2025, held­ur má rekja upp­haf henn­ar til ákvörðunar stjórn­valda í Washingt­on í mars 2022 þegar rík­is­stjórn Joes Bidens frysti doll­ara­eign­ir rúss­neska seðlabank­ans í kjöl­far inn­rás­ar Rúss­lands í Úkraínu. Þessi ákvörðun opnaði augu þjóðríkja og fjár­festa fyr­ir því að eign­ir í doll­ur­um eru ekki leng­ur hafn­ar yfir póli­tíska áhættu.

Kína hef­ur í kjöl­farið dregið úr eign­ar­haldi sínu á banda­rísk­um rík­is­skulda­bréf­um og í staðinn keypt gull í stór­um stíl. Fleiri ríki hafa tekið sömu stefnu og leit­ast nú við að minnka vægi doll­ar­ans í sín­um vara­forða.

Með nýj­ustu tolla­stefnu sinni und­ir­strik­ar Trump enn frek­ar að Banda­rík­in eru til­bú­in að nota efna­hags­leg vopn til að verja eig­in hags­muni. Þetta magn­ar van­traust á banda­ríska fjár­mála­kerf­inu og minnk­ar aðdrátt­ar­afl banda­rískra rík­is­skulda­bréfa sem áður þóttu ör­ugg­asti fjár­fest­ing­ar­kost­ur í heimi. Þegar stærsta hag­kerfi heims­ins hag­ar sér með þess­um hætti neyðast fjár­fest­ar um all­an heim til að end­ur­meta áhættu sína og eigna­dreif­ingu.

Þrátt fyr­ir þessa þróun er stór hluti alþjóðlegra og ís­lenskra fjár­festa enn mjög út­sett­ur fyr­ir banda­rísk­um eign­um. Sér­stak­lega má nefna ís­lenska líf­eyr­is­sjóði, sem hafa mik­inn meiri­hluta af sín­um er­lendu eign­um í Banda­ríkj­un­um. Þetta mikla vægi á eins­leit­ar eign­ir eyk­ur kerf­isáhættu eigna­safna. Ef traust á Banda­ríkj­un­um held­ur áfram að minnka, hvort sem er vegna viðskipta­stefnu, póli­tísks óstöðug­leika eða veikr­ar skulda­stöðu rík­is­sjóðs, gæti það haft veru­leg áhrif á ávöxt­un þeirra sem eru hlut­falls­lega of þung­ir í doll­ara­eign­um.

Sam­fara auk­inni óvissu á alþjóðamörkuðum eykst einnig verðbólgu­áhætta. Þegar hag­kerfi heims­ins glíma við minnk­andi traust, aukn­ar viðskipta­hindr­an­ir og hæg­ari vöxt grípa stjórn­völd oft­ar til auk­inna rík­is­út­gjalda og örvun­araðgerða, sem yf­ir­leitt eru fjár­magnaðar með auknu pen­inga­magni.

Ný hugs­un um eigna­dreif­ingu

Í ljósi þessa þurfa fjár­fest­ar að huga bet­ur að raun­veru­legri eigna­dreif­ingu. Eitt er að dreifa áhætt­unni bet­ur milli landsvæða og hefðbund­inna mynt­kerfa en það eitt og sér dug­ir ekki til. Eign­ir sem eru sjálf­stæðar gagn­vart rík­is­áhættu og pen­inga­prent­un eins og gull, aðrar hrávör­ur og sta­f­ræn­ar eign­ir eins og bitco­in verða sí­fellt mik­il­væg­ari hluti fjár­fest­ing­ar­stefnu þeirra sem horfa til framtíðar.

Bitco­in hef­ur eig­in­leika sem gera eign­ina sér­stak­lega áhuga­verða í nú­ver­andi fjár­fest­ing­ar­um­hverfi. Útgáfa bitco­in er fyr­ir­framskil­greind og óbreyt­an­leg, aðeins 21 millj­ón ein­inga verður nokkru sinni til. Þetta fast­mótaða fram­boð er ákv­arðað með opn­um kóða og kerfið er tryggt með dreifðu neti millj­óna sjálf­stæðra þátt­tak­enda. Ólíkt hefðbundn­um gjald­miðlum, sem háðir eru póli­tísk­um ákvörðunum um pen­inga­magn og vexti, býður bitco­in upp á fyr­ir­sjá­an­legt, óháð og ósveigj­an­legt pen­inga­kerfi. Það ger­ir bitco­in að raun­veru­legri verðmæta­geymslu í heimi þar sem traust til yf­ir­valda er að dvína.

Fryst­ing doll­ara­eigna Rúss­lands og ný tolla­stefna Banda­ríkj­anna hafa breytt grund­vallar­for­send­um alþjóðlegra fjár­mála. Fjár­fest­ar þurfa að bregðast við minnk­andi trausti milli þjóða, auk­inni póli­tískri áhættu og sveiflu­kennd­ari heims­mynd með því að end­ur­skoða eigna­dreif­ingu sína og styrkja stöðu sína með óháðum og traust­um eign­um eins og gulli og bitco­in sem ekki er hægt að prenta eft­ir geðþótta stjórn­mála­manna.

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út sl. miðviku­dag.

mbl.is