Kjóllinn passaði ekki þremur vikum fyrir brúðkaup

Brúðkaup | 11. maí 2025

Kjóllinn passaði ekki þremur vikum fyrir brúðkaup

Rósa Signý Gísladóttir fékk loksins bónorð frá Bjarka Bergmann Gunnlaugssyni eftir nítján ára bið um mitt síðasta ár. Parið ákvað að gifta sig nokkrum mánuðum síðar svo tíminn sem þau höfðu til að skipuleggja brúðkaupið var naumur. Aðeins þremur vikum fyrir brúðkaupið var hún stödd í London og brúðarkjóllinn sem hún hafði pantað passaði ekki. Sem betur fer fannst draumakjóllinn í kjallara verslunarinnar sem síðan smellpassaði á hana.

Kjóllinn passaði ekki þremur vikum fyrir brúðkaup

Brúðkaup | 11. maí 2025

Rósa og Bjarki giftu sig eftir nítján ára samband.
Rósa og Bjarki giftu sig eftir nítján ára samband. Ljósmyndir/Baldur Kristjánsson

Rósa Signý Gísla­dótt­ir fékk loks­ins bón­orð frá Bjarka Berg­mann Gunn­laugs­syni eft­ir nítj­án ára bið um mitt síðasta ár. Parið ákvað að gifta sig nokkr­um mánuðum síðar svo tím­inn sem þau höfðu til að skipu­leggja brúðkaupið var naum­ur. Aðeins þrem­ur vik­um fyr­ir brúðkaupið var hún stödd í London og brúðar­kjóll­inn sem hún hafði pantað passaði ekki. Sem bet­ur fer fannst drauma­kjóll­inn í kjall­ara versl­un­ar­inn­ar sem síðan smellpassaði á hana.

Rósa Signý Gísla­dótt­ir fékk loks­ins bón­orð frá Bjarka Berg­mann Gunn­laugs­syni eft­ir nítj­án ára bið um mitt síðasta ár. Parið ákvað að gifta sig nokkr­um mánuðum síðar svo tím­inn sem þau höfðu til að skipu­leggja brúðkaupið var naum­ur. Aðeins þrem­ur vik­um fyr­ir brúðkaupið var hún stödd í London og brúðar­kjóll­inn sem hún hafði pantað passaði ekki. Sem bet­ur fer fannst drauma­kjóll­inn í kjall­ara versl­un­ar­inn­ar sem síðan smellpassaði á hana.

Rósa er dós­ent í mál­vís­ind­um, kenn­ir í Há­skóla Íslands og vinn­ur við rann­sókn­ir í Íslenskri erfðagrein­ingu. Hún hafði verið með breska tísku­húsið Gal­van í huga og hef­ur fylgst með því frá upp­hafi. Merkið er þekkt fyr­ir fágaða, klass­íska og el­eg­ant kjóla og dá­sam­lega brúðar­kjóla. List­rænn stjórn­andi merk­is­ins er Sóla Kára­dótt­ir, dótt­ir Kára Stef­áns­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar.

„Þegar ég fór að plana brúðkaupið þá langaði mig strax að kanna með Gal­van,“ seg­ir Rósa.

Varstu með sér­stak­an kjól í huga? „Já og nei. Ég hafði ákveðinn stíl í huga, míni­malískt út­lit. Við vor­um búin að ákveða að hafa lát­lausa og ein­falda veislu, bara að drífa í þessu og ég nennti ekki að of­hugsa þetta of mikið. Svo ég ákvað að skella mér í það að reyna að hafa uppi á kjól frá merk­inu.“

Hún seg­ist ekki hafa gert sér grein fyr­ir því hvað það gæti tekið lang­an tíma að finna sér kjól. „Nema hvað, ég átti ferð til London þrem­ur vik­um fyr­ir brúðkaupið af öðru til­efni, stutta ferð. Ég hugsaði með mér að ég ætti bara að panta tíma hjá Gal­van og græja þetta þar. Nokkr­um vik­um áður, þegar það var stutt í brúðkaupið fæ ég tölvu­póst þess efn­is að það sé búið að loka búðinni,“ seg­ir hún og hlær.

Í stærri brúðar­kjóla­versl­un­um er­lend­is verður að panta tíma með margra mánaða fyr­ir­vara. Þar eru ein­ung­is sýn­ing­arein­tök til að máta og kjóll­inn pantaður í kjöl­farið eft­ir mál­um, sem tek­ur nokkra mánuði.

„Þá byrjaði smá stress og ég fór að hugsa um hvernig ég ætti að finna þenn­an kjól.“

Rósa komst í sam­band við Sólu, sendi henni póst og fékk vin­gjarn­leg svör um að þau myndu reyna að finna lausn á mál­inu. Í millitíðinni, þegar hún var að vafra um á In­sta­gram, fann hún brúðar­kjóla­versl­un­ina The Fall Bri­de í London sem aug­lýsti kjóla frá Gal­van.

„Ég endaði með því í ein­hverju panikki að kaupa kjól frá þeim á net­inu og ætlaði þá bara að máta kjól­inn í búðinni og skipta ef hann passaði ekki,“ seg­ir hún.

„Ég skellti mér í búðina og kjóll­inn sem ég hafði pantað passaði ekki. Sniðið hentaði mér ekki. Lag­er­inn í versl­un­inni var miklu minni en heimasíðan gaf til kynna og það var lítið úr­val af kjól­um sem voru til­bún­ir. Þarna voru þrjár vik­ur í brúðkaupið.“

Fjölskyldan á brúðkaupsdaginn í Marshall-húsinu þar sem athöfnin og veislan …
Fjöl­skyld­an á brúðkaups­dag­inn í Mars­hall-hús­inu þar sem at­höfn­in og veisl­an var hald­in. Ljós­mynd/​Bald­ur Kristjáns­son
Athöfnin var í anda hjónanna sem héldu skemmtilegt matarboð fyrir …
At­höfn­in var í anda hjón­anna sem héldu skemmti­legt mat­ar­boð fyr­ir sína nán­ustu. Ljós­mynd­ir/​Bald­ur Kristjáns­son

Ætlaði sér aldrei að vera með slör

Til allr­ar ham­ingju fannst drauma­kjóll­inn ein­hvers staðar í kjall­ara versl­un­ar­inn­ar. Þetta var síður, ská­skor­inn silkisatínkjóll sem smellpassaði á hana. Kjóll­inn heit­ir Us­huaia og er gull­fal­leg­ur. Meg­h­an Markle klædd­ist kjóln­um í fag­ur­græn­um lit á forsíðu Variety-tíma­rits­ins árið 2022.

Rósa seg­ir það hafa verið skemmti­lega upp­lif­un að heim­sækja svona versl­un í London, þar fann hún auka­hluti sem hún hafði ekki hugsað sér að bera.

„Ég ætlaði mér aldrei að vera með slör því ég er ekki þessi prins­essutýpa og frek­ar míni­malísk. En ég sá svona lítið slör sem ég var hvött til að máta og ég var mjög ánægð með það.“

Varstu mjög ákveðin með allt fyr­ir­fram eða breytt­ist eitt­hvað?

„Ég var alltaf með sama út­litið í höfðinu. Ég vildi ein­fald­an, míni­malísk­an silkikjól og það breytt­ist ekki. En hvernig ég vildi hafa hárið breytt­ist því ég bætti við slöri.“

En hvað heillaði þig helst við kjól­inn?

„Það er hálf­gerð slæða utan um háls­inn sem hang­ir niður sem ég var hrif­in af. Það voru smá­atriðin sem mér fannst flott. Mig langaði alltaf í erma­laus­an kjól og þessi var hæfi­lega frum­leg­ur en samt frek­ar ein­fald­ur.“

Skömmu fyr­ir brúðkaupið upp­götvaðist blett­ur í kjóln­um og Rósa varð að koma hon­um í hreins­un. Í hreins­un­inni var hon­um bók­staf­lega hent í plast­körfu og slör­inu með.

„Ég hugsaði með mér, guð minn góður, þetta er silki og á eft­ir að eyðileggj­ast og krump­ast. Ég fékk í mag­ann við að horfa á hann í hrúgu,“ seg­ir hún.

„En svo kem ég að ná í hann og þau af­henda mér rang­an kjól. Þá hafði núm­erið mis­far­ist. En hann fannst, það var allt í lagi með hann og allt rosa­lega fínt. Enn og aft­ur kom upp eitt­hvert stress tengt kjóln­um, en þetta heppnaðist allt að lok­um og mér fannst ótrú­lega gam­an að vera í Gal­van.“

Rósa seg­ist eiga það til að of­hugsa hlut­ina en fyr­ir brúðkaupið fann hún ekki ork­una í það. „Það hjálpaði mér að ég hafði bitið það í mig að finna eitt­hvað frá Gal­van og ég var mjög þakk­lát Sólu fyr­ir að bjóðast til að hjálpa mér, hún hefði reddað þessu ef kjóll­inn hefði ekki fund­ist í búðinni.“

Held­urðu að það sé betra að stefna á eitt sér­stakt merki?

„Al­gjör­lega. Ann­ars get­ur maður týnt sér á In­sta­gram og fer ofan í ein­hverja kan­ínu­holu og eyðir allt of mikl­um tíma. Ég ákvað að hafa þetta ein­fald­ara.“

Rósa var með eitt fatamerki í huga fyrir brúðarkjólinn.
Rósa var með eitt fata­merki í huga fyr­ir brúðar­kjól­inn. Ljós­mynd/​Bald­ur Kristjáns­son
Þykkt satínefnið gerir kjólinn einstaklega fágaðan og fallegan.
Þykkt satí­n­efnið ger­ir kjól­inn ein­stak­lega fágaðan og fal­leg­an. Ljós­mynd/​Bald­ur Kristjáns­son

Ræðubann í veisl­unni

Hvað varð til að þið ákváðuð að gifta ykk­ur eft­ir öll þessi ár?

„Ætli það hafi ekki verið af því að ég tók smá bræðisk­ast á hann á ein­hverj­um tíma­punkti. Þá sá hann að sér,“ seg­ir hún og hlær.

„Við hefðum átt að gera þetta fyr­ir löngu svo sem. En þetta var ótrú­lega gam­an.“

Brúðkaupið var óhefðbundið. Veisl­an var hald­in á veit­ingastaðnum La Prima­vera í Mars­hall-hús­inu og var í raun og veru mat­ar­boð fyr­ir nán­ustu vini og ætt­ingja. „Það var ræðubann sem heppnaðist mjög vel. Það voru eng­in skemmti­atriði og eng­ar ræður held­ur var þetta skemmti­legt mat­ar­boð. Svo kom plötu­snúður í lok­in,“ út­skýr­ir hún.

„At­höfn­in fór fram á La Prima­vera á veg­um full­trúa Siðmennt­ar. Hann gaf okk­ur sam­an á staðnum, það var mjög skemmti­legt og mik­ill húm­or. Við erum með smá ógeð á væmn­um brúðkaup­um og við vild­um gera þetta á okk­ar hátt.“

Þetta hef­ur verið al­veg í ykk­ar anda?

„Já, það má segja það. Þetta var húm­or, flott­ur mat­ur og partí.“

Hún seg­ir að ræðubannið hafi heppn­ast mjög vel en for­eldr­ar henn­ar voru þau einu sem fengu leyfi til að segja nokk­ur orð. „Fólk gat spjallað og flakkað á milli borðanna. Okk­ur langaði að skemmta okk­ur með vin­um okk­ar og að fólk gæti sjálft verið að skemmta sér og spjalla án þess að það sé verið að brjóta upp flæðið með mörg­um ræðum.“

Hvað stóð upp úr á deg­in­um sjálf­um?

„Þetta skipti mann meira máli en ég hélt. Eft­ir á fannst okk­ur þetta rosa­lega góður og mik­il­væg­ur dag­ur. Ég hélt alltaf að þetta væri meira upp á sýn­ing­una og skír­teinið ligg­ur við, en þegar á hólm­inn var komið var þetta ótrú­lega stór stund.“

mbl.is