Börn með alvarlegri vanda bíða lengur

Skólakerfið í vanda | 22. maí 2025

Börn með alvarlegri vanda bíða lengur

Allar líkur eru á því að barn með alvarlega málþroskaröskun eða frávik þurfi að bíða lengur eftir þjónustu talmeinafræðings á stofu, heldur en barn sem greinist með minniháttar frávik og getur fengið þjónustuna í nærumhverfinu, í skóla eða leikskóla. 

Börn með alvarlegri vanda bíða lengur

Skólakerfið í vanda | 22. maí 2025

Bryndís Guðmundsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga, segir félagsfólk ekki endilega sátt …
Bryndís Guðmundsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga, segir félagsfólk ekki endilega sátt við hvernig skiptingu þjónustunnar er háttað. Samsett mynd/Eggert/aðsend mynd

All­ar lík­ur eru á því að barn með al­var­lega málþroskarösk­un eða frá­vik þurfi að bíða leng­ur eft­ir þjón­ustu tal­meina­fræðings á stofu, held­ur en barn sem grein­ist með minni­hátt­ar frá­vik og get­ur fengið þjón­ust­una í nærum­hverf­inu, í skóla eða leik­skóla. 

All­ar lík­ur eru á því að barn með al­var­lega málþroskarösk­un eða frá­vik þurfi að bíða leng­ur eft­ir þjón­ustu tal­meina­fræðings á stofu, held­ur en barn sem grein­ist með minni­hátt­ar frá­vik og get­ur fengið þjón­ust­una í nærum­hverf­inu, í skóla eða leik­skóla. 

Al­mennt er þó löng bið eft­ir þjón­ustu tal­meina­fræðinga og dæmi eru um að börn bíði allt að þrjú ár eft­ir þjón­ustu sem þau eiga rétt á. Erfitt er hins veg­ar að segja ná­kvæm­lega til um fjölda barna sem bíða eft­ir þjón­ustu tal­meina­fræðinga, vegna þess hvernig fyr­ir­komu­lagi biðlista er háttað.

Þá eru mörg dæmi um að börn séu ekki grip­in nógu snemma inni í skóla­kerf­inu sem geri það að verk­um að þau fá þjón­ust­una mjög seint á sinni skóla­göngu. Þetta ger­ist þrátt fyr­ir aukna vit­und­ar­vakn­ingu um málþrosk­arask­an­ir inni í skól­um og að tal­meina­fræðing­ar reyni að auka skiln­ing á mik­il­vægi þess að grípa snemma inn í sé grun­ur um vanda.

Þetta seg­ir Bryn­dís Guðmunds­dótt­ir, formaður Fé­lags tal­meina­fræðinga, í sam­tali við mbl.is.

Ekki endi­lega sam­mála skipt­ing­unni

Bryn­dís seg­ir að tal­meina­fræðing­ar séu ekki endi­lega sam­mála þeirri skipt­ingu sem er á þjón­ustu við börn við sem þurfa á henni að halda. Skipt­ing­in er þannig að sveit­ar­fé­lög­in bera ábyrgð á talþjálf­un barna með minni­hátt­ar málþroska- og framb­urðarfrávik. Ríkið, í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands, greiðir aft­ur á móti fyr­ir þjón­ustu tal­meina­fræðinga við börn með al­var­legri frá­vik. 

Hef­ur þjón­ust­an við fyrri hóp­inn að ein­hverju leyti verið veitt inni í leik- og grunn­skól­um síðastliðin tíu ár, en í Reykja­vík er hún veitt í gegn­um þjón­ustumiðstöðvar hverf­anna. Síðari hóp­ur­inn þarf að sækja þjón­ust­una á stofu, þar sem biðin er gjarn­an lengri.

Fyrr í þess­um mánuði birt­ist viðtal við móður drengs á tólfta á ári í grunn­skóla í Reykja­vík sem beðið hef­ur í ár eft­ir þjón­ustu tal­meina­fræðings, sem hann á rétt á. Hann er með málþroskarösk­un og sér­tæk­an lestr­ar­vanda. Telst vandi hans al­var­leg­ur og þarf hann meiri þjón­ustu en sveit­ar­fé­lagið get­ur veitt. Hann get­ur því ekki fengið þjón­ustu tal­meina­fræðings í sín­um skóla og þarf að bíða eft­ir því að kom­ast að á stofu. Fyr­ir vikið má gera ráð fyr­ir því að hann þurfi að bíða leng­ur.

Bryn­dís seg­ir tal­meina­fræðinga bundna af því að því að veita þjón­ustu sam­kvæmt því sam­komu­lagi sem er til staðar við ríkið ann­ars veg­ar og sveit­ar­fé­lög­in hins veg­ar.

„Svaka­legt“ að dreng­ur­inn hafi ekki verið grip­inn

For­eldr­ar drengs­ins tjáðu kenn­ur­um ít­rekað áhyggj­ur sín­ar af málþroska hans og lestr­ar­vanda árum sam­an, eða nán­ast frá upp­hafi skóla­göng­unn­ar, áður en eitt­hvað gerðist. Það var ekki fyrr en móðirin fékk nóg og skrifaði harðorðan póst til skól­ans að hjól­in fóru að snú­ast og dreng­ur­inn komst loks í grein­ing­ar­viðtal hjá tal­meina­fræðingi.

Bryn­dís seg­ir það „svaka­legt“ að dreng­ur­inn hafi ekki verið grip­inn fyrr inni í skóla­kerf­inu þannig að mál hans kæm­ist í rétt­an far­veg og hann fengið þjón­ustu fyrr.

„Það er fræðsla inni í skól­un­um og leik­skól­um og alltaf verið að tala um málþroskarösk­un og vitn­eskju um málþroskarösk­un í skóla­kerf­inu. Það er verið að reyna að tala um hvað þetta er og auka skiln­ing inni í skól­un­um. Því fyrr, því betra, eins og við vit­um.“

Þegar búið er að meta börn geta bæði for­eldr­ar og starfs­fólk skól­anna nýtt sér ýms­ar ráðlegg­ing­ar og beitt aðferðum til að aðstoða börn­in á meðan beðið er eft­ir þjón­ustu tal­meina­fræðings.

„Tal­meina­fræðing­ar reyna eins og þeir geta til að fræða for­eldra og skóla. Það er hægt að gera ýms­ar æf­ing­ar í skól­an­um,“ seg­ir Bryn­dís, en þá skipti miklu máli að all­ir legg­ist á eitt við að aðstoða barnið.

Bregðast rangt við ef þau skilja ekki fyr­ir­mæli

Bryn­dís vinn­ur í dag sjálf með full­orðnum en vann áður með börn­um úti á landi og seg­ir hafa verið aðdá­un­ar­vert að sjá þegar all­ir gripu bolt­ann.

„Það var svo skemmti­legt, þá var þetta komið inn í hóp­astarf á leik­skól­an­um til dæm­is. Þá gerði maður kannski minnst sjálf­ur, en all­ir gripu bolt­ann. Nú er verið að setja svo mikið á kenn­ara en ef þeir hefðu tíma þá væri hægt að gera ým­is­legt.“

Bryn­dís seg­ir vanda­málið í raun tvíþætt, skort­ur sé á tal­meina­fræðing­um og þá þurfi meiri upp­lýs­ing­ar og þekk­ingu úti í sam­fé­lag­inu.

„Við get­um aðlagað um­hverfið og gert ým­is­legt. Til dæm­is barn sem skil­ur ekki fyr­ir­mæli, auðvitað bregst það við á rang­an hátt, eða á erfitt með að taka eft­ir, en ef það er hægt að aðlaga og það er það sem kenn­ar­ar eru stund­um að reyna, en stund­um er hraðinn í sam­fé­lag­inu of mik­ill.“

Hún seg­ir umræður hafa skap­ast á meðal tal­meina­fræðinga eft­ir að viðtal við móður drengs­ins birt­ist á mbl.is og að marg­ir hefðu sagt að þeir þekktu sam­bæri­leg­ar sög­ur af börn­um með málþroska­vanda sem ekki hefðu verið grip­in.

„Það eru oft ró­legu krakk­arn­ir sem læra alltaf heima. Þetta á ekki bara við um málþroska­vanda, þetta get­ur líka verið stærðfræði eða eitt­hvað annað,“ út­skýr­ir hún.

Vandi get­ur þró­ast yfir að vera al­var­leg­ur

Þeir sem eru með væg­ari vanda eiga rétt á að fá fjóra til sex tíma hjá tal­meina­fræðingi í nærum­hverf­inu, en Bryn­dís seg­ir það yf­ir­leitt ekki nóg. Oft sé óskað eft­ir fleiri tím­um en það er erfitt þar sem biðin eft­ir þjón­ust­unni er svo löng. Þá geti vandi sem í fyrstu tald­ist væg­ur verið skil­greind­ur sem al­var­leg­ur síðar meir.

Börn þurfi því oft líka að sækja þjón­ustu á stofu eft­ir að hafa fengið þjón­ustu í nærum­hverf­inu. Það sé því ekki al­veg svo klippt og skorið að börn fái annað hvort þjón­ustu í nærum­hverfi eða á stofu.

Tal­meina­fræðing­ar sleppi þó sjald­an hend­inni af börn­un­um eft­ir þessa fáu tíma og börn með fjölþætt­an vanda þurfi oft meiri þjón­ustu. Þá hverfi sér­tæk­ari málþrosk­arask­an­ir ekki sis­vona þegar barn nær full­orðins­aldri. 

Ekki hægt að sjá stöðuna á biðlist­um

Bryn­dís seg­ir erfitt að segja ná­kvæm­lega til um hvað bið eft­ir þjón­ustu tal­meina­fræðinga í nærum­hverf­inu er löng, en hún sé ekki ásætt­an­leg. Biðin sé mislöng eft­ir hverf­um borg­ar­inn­ar og eft­ir því hvar á land­inu barnið er statt. Það fari bæði eft­ir fjölda tal­meina­fræðinga sem starfa hjá þjón­ustumiðstöðinni, þar sem það á við, og fjölda barna sem þurfa á þjón­ust­unni að halda.

Tveir starfs­hóp­ar á veg­um rík­is­ins eru nú starf­andi með það huga að gera breyt­ing­ar, ann­ars veg­ar á skipt­ingu þjón­ust­unn­ar, þannig að tal­meina­fræðing­ar geti unnið að víðtæk­ari mál­um. Hins veg­ar við að skoða biðlista­mál­in.

Eins og fyr­ir­komu­lagið er í dag er eng­inn miðlæg­ur grunn­ur þar sem fólk skrá­ir sig á biðlista og get­ur fylgst með hvenær röðin kem­ur að því.

Fólk skrá­ir ein­fald­lega á sig á biðlista hjá sem flest­um tal­meina­fræðing­um í þeirri von um að kom­ast að, en eng­in leið er að vita, hvorki fyr­ir þá sem bíða eft­ir þjón­ust­unni né tal­meina­fræðing­ana, hve biðin er löng hjá hverj­um og ein­um.

Bryn­dís seg­ir það stund­um geta tekið lang­an tíma fyr­ir tal­meina­fræðinga að hringja í fólk þegar kem­ur að því, vegna þess að fólk dett­ur ekki sjálf­krafa út af biðlist­um annarra tal­meina­fræðinga þegar það kemst að ein­um stað.

„Vitn­eskj­an um það hve mörg börn eru á biðlist­um ligg­ur því ekki al­veg fyr­ir,“ seg­ir Bryn­dís.

mbl.is