„Þau dópa bara undir berum himni úti um allt“

„Þau dópa bara undir berum himni úti um allt“

Faðir 15 ára drengs með fíknivanda, sem vistaður hefur verið á Stuðlum samkvæmt dómsúrskurði, neyddist til að útskrifa son sinn af meðferðarheimilinu fyrr í þessum mánuði, þrátt fyrir að það sé eina skjólið sem honum býðst.

„Þau dópa bara undir berum himni úti um allt“

Neyðarástand í málefnum barna | 23. maí 2025

Drengurinn var vistaður á Stuðlum frá því í desember, þar …
Drengurinn var vistaður á Stuðlum frá því í desember, þar til nýlega. Samsett mynd/Colourbox/mbl.is/Karítas

Faðir 15 ára drengs með fíkni­vanda, sem vistaður hef­ur verið á Stuðlum sam­kvæmt dóms­úrsk­urði, neydd­ist til að út­skrifa son sinn af meðferðar­heim­il­inu fyrr í þess­um mánuði, þrátt fyr­ir að það sé eina skjólið sem hon­um býðst.

Faðir 15 ára drengs með fíkni­vanda, sem vistaður hef­ur verið á Stuðlum sam­kvæmt dóms­úrsk­urði, neydd­ist til að út­skrifa son sinn af meðferðar­heim­il­inu fyrr í þess­um mánuði, þrátt fyr­ir að það sé eina skjólið sem hon­um býðst.

Hann seg­ir allt vaðandi í grasi á Stuðlum og að dreng­irn­ir þar séu enda­laust und­ir áhrif­um. Fíkni­efn­um sé ít­rekað smyglað inn.

Ástandið á Stuðlum hafi verið þannig að það hafi í raun gert illt verra fyr­ir stöðu drengs­ins að vera þar.

Á Stuðlum var hann vistaður ásamt af­brota­mönn­um und­ir 18 ára og drengj­um í harðri neyslu, en dreng­ur­inn á ekki heima í þeim hópi, enda vandi hans mun væg­ari og af öðrum toga. Faðir­inn sagði í sam­tali við mbl.is fyrr á þessu ári að það væri al­gjört neyðarúr­ræði að hafa hann inni á Stuðlum, en á meðan hann væri í neyslu gætu þau ekki haft hann heima, enda fleiri börn á heim­il­inu.

Al­gjör óvissa fram und­an 

Barna- og fjöl­skyldu­stofa hafði tekið ákvörðun um að út­skrifa dreng­inn af Stuðlum þar sem ljóst væri að hann ætti ekki að heima þar. For­eldr­arn­ir voru hins veg­ar fyrri til því þau gátu ekki rétt­lætt það að hafa dreng­inn áfram í þessu um­hverfi.

Dreng­ur­inn lauk hefðbund­inni meðferð á Stuðlum síðasta haust en ljóst var að hann þurfti á lang­tímameðferð að halda í kjöl­farið. Slíkt úrræði var hins veg­ar ekki til staðar og því fór það svo að dreng­ur­inn var áfram vistaður á Stuðlum, enda skal hann, sam­kvæmt úr­sk­urði, vistaður utan heim­il­is þangað til í des­em­ber á þessu ári. En nú er hann kom­inn heim og al­gjör óvissa fram und­an fyr­ir fjöl­skyld­una.

Faðir­inn kall­ar eft­ir því að stjórn­völd komi á fót ein­hverju bráðabirgða meðferðarúr­ræði fyr­ir drengi með fjölþætt­an vanda sem þurfa að kom­ast í lang­tímameðferð, en slíkt úrræði hef­ur ekki verið í boði frá því Lækj­ar­bakka var lokað vegna myglu fyr­ir rúmu ári síðan. 

Skort­ur á úrræðum hef­ur aukið vand­ann 

Fram­kvæmda­stjóri Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur og skrif­stofu­stjóri Barna­vernd­ar í Kópa­vogi hafa í sam­töl­um við mbl.is lýst stöðunni sem mjög al­var­legri, þá sér­stak­lega hjá drengj­um. Staðan í mál­efn­um barna með fjölþætt­an vanda sé í raun verri núna en þegar talið var að botn­in­um væri náð árið 2023.

Hóp­ur barna sem glím­ir við al­var­leg­an fíkni- og hegðun­ar­vanda hef­ur stækkað meira en hann hefði þurft að gera og vandi barn­anna hef­ur þyngst, vegna skorts á viðeig­andi meðferðarúr­ræðum á veg­um Barna- og fjöl­skyldu­stofu síðustu ár. Eitt­hvað sem hefði ekki þurft að ger­ast ef börn­in hefðu verið grip­in fyrr og unnið mar­kvisst í vanda þeirra.

Til­kynn­ing­um til barna­vernd­ar vegna af­brota, sjálfsskaða og neyslu barna og ung­menna hef­ur fjölgað til muna vegna þessa.

Í yngsta hópn­um, meðal barna í áhættu­hegðun, eru börn á grunn­skóla­aldri sem sækja ekki skóla og eru jafn­vel í útigangi.  

Auðveld­ara að ná í dóp en að panta pitsu

Faðir­inn seg­ir að í raun seg­ir sé hægt að heim­færa stöðu son­ar hans yfir á hvaða barn sem er sem glím­ir við sam­bæri­leg­an vanda.

Biðin eft­ir því að meðferðar­heim­ilið Lækj­ar­bakki verði opnað á ný sé of löng. Mikið sé í húfi, ekki bara fyr­ir hann, heldu líka hin börn­in sem bíða og fjöl­skyld­ur þeirra.

Til stend­ur að að færa starf­semi Lækj­ar­bakka í Gunn­ars­holt á Rangár­völl­um, en úrræðið verður í fyrsta lagi tekið í notk­un í lok sept­em­ber eða byrj­un októ­ber. Greint var frá því á mbl.is fyrr í vik­unni að asbest hefði fund­ist við fram­kvæmd­ir í hús­næðinu, en sam­kvæmt mennta- og barna­málaráðuneyt­inu mun það ekki tefja fram­kvæmd­ir, sem sagðar eru á áætl­un.

Það eru því að minnsta kosti fjór­ir mánuðir þar til hægt verður að bjóða aft­ur upp á lang­tímameðferð fyr­ir drengi og fram und­an er sum­arið, þegar er það hvað auðveld­ast fyr­ir börn að þvæl­ast úti og án eft­ir­lits.

„Sum­arið er eft­ir, all­ar hátíðarn­ar, all­ur þessi los­ara­brag­ur, það er eng­inn skóli og ekki all­ir sem fá vinnu. Hvað eiga þess­ir krakk­ar að gera? Í góðu veðri þurfa þau ekki einu sinni að finna sér húsa­skjól. Þau dópa bara und­ir ber­um himni úti um allt. Og það er nóg af dópi hérna. Það er auðveld­ara að fá sér dóp held­ur en að panta pitsu,“ seg­ir faðir­inn í sam­tali við mbl.is

Enga trú á að opnað verði í haust

Það þurfi eitt­hvað úrræði strax sem geti brúað bilið þangað til opnað verður á Lækj­ar­bakka á ný. Sjálf­ur hef­ur hann enga trú á að opnað verði í haust og seg­ist hafa heyrt það frá þeim sem þekki til að raun­hæft sé að horfa til þess að opnað verði á nýju ári. Hann er brennd­ur af því að hafa ít­rekað fengið upp­lýs­ing­ar frá Barna- og fjöl­skyldu­stofu um úrræði fyr­ir son­inn sem ekki hafi staðist.

„Ég geri mér grein fyr­ir því að það geta verið sex mánuðir, jafn­vel heilt ár. Það þarf ekk­ert að vera mikið lengra. En bráðabirgðaúr­ræði er bara svo mik­il­vægt upp á að ein­hvers staðar verðum við að byrja,“ seg­ir hann. Þá sé mik­il­vægt að fá fólk til starfa sem brenn­ur fyr­ir því sem það ger­ir og hann nefn­ir að jafn­vel megi reyna að kalla til ein­stak­linga sem hafi kynnst meðferðar­kerf­inu af eig­in raun.

Hann bend­ir á að í covid-far­aldr­in­um hafi verið hægt að koma á fót sótt­varn­ar­hót­el­um með skömm­um fyr­ir­vara og því hljóti að vera hægt að koma ein­hverju úrræði á lagg­irn­ar til bráðabirgða. Sér­stak­lega í ljósi þess að um neyðarástand sé að ræða í mál­efn­um barna með fjölþætt­an vanda, líkt og ít­rekað hef­ur verið lýst yfir, meðal ann­ars af umboðsmanni barna, ráðamönn­um og starfs­fólki barna­vernd­arþjón­ust­unn­ar.

Ávís­un á meira rugl að fara inn á Stuðla

Barna­vernd í sveit­ar­fé­lagi drengs­ins þarf að finna fyr­ir hann annað vist­unar­úr­ræði, en ljóst er að það er ekki til staðar, að minnsta kosti ekki á veg­um hins op­in­bera. Hann gæti hugs­an­lega kom­ist inn í einka­rekið úrræði, en biðin eft­ir því get­ur verið löng.

„Ég er með hann heima þangað til eitt­hvað skýrist og er að vona að hann haldi sig á mott­unni með ákveðna hluti svo ég geti haft hann heima. Ef hann fer í eitt­hvað rugl þá er það bara upp á Stuðla,“ seg­ir faðir­inn.

Að setja barnið á Stuðla sé þó ávís­un á meira rugl, en á sama tíma sé ekki ann­ar kost­ur í stöðunni. Það sé mjög erfitt fyr­ir for­eldra að standa frammi fyr­ir því.

Það sé al­veg viðbúið að þau þurfi að bíða að minnsta kosti fram á haust með að koma drengn­um í eitt­hvert úrræði, þrátt fyr­ir úr­sk­urðinn sem þau hafa í hönd­un­um. 

„Þá þurf­um við að taka stöðuna hvernig sum­arið hef­ur verið, hvort hann sé til­bú­inn að fara í skóla. Ef þetta geng­ur vel, þá vilj­um við auðvitað hafa hann heima. Ef hann fer eft­ir regl­um og er ekki í neyslu þá er eng­in ástæða til að hann fari út af heim­il­inu.“


Vill að stjórn­end­ur verði dregn­ir til ábyrgðar

Hann vill að stjórn­end­ur Barna- og fjöl­skyldu­stofu verði dregn­ir til ábyrgðar, enda beri þeir ábyrgð á stöðunni eins og hún í er núna. Það sé kom­inn of lang­ur tími af aðgerða- og úrræðal­eysi. Allt líti mögu­lega vel út á yf­ir­borðinu en raun­in sé allt önn­ur.

„Það er al­veg sama hvar þú ferð, það er ekk­ert sem und­ir­strik­ar það að eitt­hvað sé að virka þarna. Ekki neitt. Þetta er bara glans­mynd en eng­in inni­stæða og þar ber þetta fólk mesta ábyrgð.“

Mik­il­vægt sé að hafa fjöl­breytt úrræði í boði fyr­ir mis­mun­andi skjól­stæðinga. Það þurfi úrræði fyr­ir börn sem eru að leiðast inn á ranga braut, svo lokað úrræði fyr­ir þau sem eru kom­in í neyslu og annað fyr­ir þau sem þurfa á lengri meðferð að halda. Þá þurfi úrræði fyr­ir börn með geðræn­an vanda sem einnig eru í neyslu. Ekki sé hægt að blanda þess­um hóp­um sam­an, líkt og hef­ur verið gert.

Barna­vernd­arþjón­ust­an hef­ur ein­mitt bent á mik­il­vægi þess að hafa fjöl­breytt úrræði fyr­ir börn með mis­mun­andi þarf­ir.

Faðir­inn seg­ir að mik­il­vægt sé að grípa börn­in strax, greina vanda þeirra rétt og koma í viðeig­andi úrræði. Ekki láta þau bíða. Það hafi skaðleg áhrif.

Þá sé ekki hægt að bjóða starfs­fólki upp á það vinnu­um­hverfi eins og það er á Stuðlum. 

Hann vís­ar til brun­ans á Stuðlum í októ­ber, þegar 17 ára dreng­ur lést. Þar hafi eng­inn verið dreg­inn til ábyrgðar, eng­um hafi verið sagt upp og eng­inn hafi sagt af sér.

„Ef þess­ir aðilar þurfa ekki að axla ábyrgð, hvað þá ef eitt­hvað svipað ger­ist aft­ur?“

Meðferðarúr­ræði þurfi að vera úti á landi 

Fram­kvæmda­stjóri Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur sagði í viðtali við mbl.is fyrr á þessu ári að flækj­u­stigið við að finna hús­næði und­ir meðferðarúr­ræði væri óþarf­lega mikið. Þá hef­ur verið talað um að leit að hent­ugu hús­næði hafi tekið lengri tíma en ella því ekki séu all­ir til­bún­ir að hafa meðferðar­heim­ili í sínu nærum­hverfi.

„Það kem­ur í ljós þegar verið er að leita eft­ir úrræðum að það eru bæj­ar­fé­lög, land­eig­end­ur og sum­ar­bú­staðaeig­end­ur sem eru mót­fall­in því að svona eitt­hvað sé ná­lægt þeirra fal­lega garði,“ seg­ir faðir­inn.

Að hans mati er mik­il­vægt að meðferðar­heim­ili fyr­ir börn og ung­linga séu fjarri höfuðborg­ar­svæðinu og helst fjarri þétt­býli. Það dragi úr aðgengi að fíkni­efn­um og minnki lík­ur á stroki.

Þetta hef­ur líka inn­an­búðarfólk á Stuðlum bent á og kom Jón Gn­arr, þingmaður Viðreisn­ar, með þá hug­mynd að opna aft­ur meðferðar­heim­ili í Há­holti í Skagaf­irði, en því úrræði var lokað árið 2017. Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra, sló hug­mynd­ina hins veg­ar út af borðinu. Sagði hún að Há­holt hentaði ekki, meðal ann­ars vegna fjar­lægðar frá höfuðborg­ar­svæðinu. Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, nú­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra, hef­ur tekið und­ir þau sjón­ar­mið.

„Hérna vilj­um við alls ekki hafa meðferðarúr­ræði, þar sem það er stutt í vini, stutt í neyslu, stutt í allt það sem þau þurfa. Úti á landi ferð þú ekki neitt. Ef þú ætl­ar að fara eitt­hvert, ertu tvo tíma að kom­ast út á veg og þá er búið að til­kynna þig. Það verður líka að vera ein­hver virkni, til dæm­is að vera með dýr og gefa þeim kost á að læra eitt­hvað. Ekki endi­lega eitt­hvað bók­legt, það er hægt að læra ýmis störf,“ seg­ir faðir­inn.

Gætu lent á kerf­inu út lífið

Hann bend­ir á að þetta snú­ist ekki bara um börn­in og hvernig þeim vegn­ar, held­ur líka um allt fólkið í kring­um um þau. For­eldra, systkini, ömm­ur, afa og vini. Það hafi áhrif á stór­an hóp fólks þegar barn er í neyslu og af­brot­um og fær ekki viðeig­andi aðstoð.

„Ef það er ekki gert eitt­hvað strax þá eru þess­ir krakk­ar svo fljót­ir að fara í eitt­hvað sem þau ráða ekki við og svo í al­gjört rugl og al­veg á botn­inn. Annaðhvort skemma þessi börn sig það mikið að þau verða á kerf­inu út lífið og það kost­ar ansi mikið, svo er það sjálfs­vígs­hætta, eða það ger­ist eitt­hvað eins og í fyrra, þau skemma ekki bara sitt líf, held­ur þau skaða aðra. Þá ertu kom­in með enn aðra fjöl­skyldu sem þarf að líða fyr­ir það,“ seg­ir hann og vís­ar til hnífstungu­árás­ar á Menn­ing­arnótt í fyrra þegar 16 ára pilt­ur varð 17 ára stúlku að bana.

„Kerfið er meingallað en við skul­um ekki gleyma því að að það er fólk á bak við kerfið sem ber ábyrgð á því. Það fólk þarf að draga til ábyrgðar.“

mbl.is