Skilyrði að NATO hætti að stækka til austurs

Úkraína | 28. maí 2025

Skilyrði að NATO hætti að stækka til austurs

Eitt af skilyrðum Vladimírs Pútín Rússlandsforseta fyrir því að binda enda á stríðið í Úkraínu er að leiðtogar Vesturlanda heiti því að hætta að stækka Atlantshafsbandalagið (NATO) til austurs og aflétti hluta af þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. 

Skilyrði að NATO hætti að stækka til austurs

Úkraína | 28. maí 2025

Reuters hefur skilyrði Pútíns eftir rússneskum heimildamönnum sínum.
Reuters hefur skilyrði Pútíns eftir rússneskum heimildamönnum sínum. AFP/Gavriil Grigoroc/Nhac Nguyen

Eitt af skil­yrðum Vla­dimírs Pútín Rúss­lands­for­seta fyr­ir því að binda enda á stríðið í Úkraínu er að leiðtog­ar Vest­ur­landa heiti því að hætta að stækka Atlants­hafs­banda­lagið (NATO) til aust­urs og aflétti hluta af þving­un­araðgerðum gegn Rússlandi. 

Eitt af skil­yrðum Vla­dimírs Pútín Rúss­lands­for­seta fyr­ir því að binda enda á stríðið í Úkraínu er að leiðtog­ar Vest­ur­landa heiti því að hætta að stækka Atlants­hafs­banda­lagið (NATO) til aust­urs og aflétti hluta af þving­un­araðgerðum gegn Rússlandi. 

Frá þessu er greint á Reu­ters en miðill­inn hef­ur þetta eft­ir rúss­nesk­um heim­ild­ar­mönn­um sín­um sem eru kunn­ug­ir samn­ingaviðræðum á milli Úkraínu og Rúss­lands. 

Heim­ilda­menn­irn­ir segja Pútín vilja skrif­leg lof­orð frá leiðtog­um vest­rænna ríkja um að Úkraína, Georgía og Moldóva muni ekki fá form­lega aðild að NATO. Eru þetta öll ríki sem voru hluti af Sov­ét­ríkj­un­um.

Auk­inn þungi í árás­um Rússa

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur lengi sagst vilja binda enda á inn­rás­ar­stríð Rússa í Úkraínu án ár­ang­urs. Í gær sagði hann Pútín „leika sér að eld­in­um“ með því að neita að taka þátt í vopna­hlésviðræðum við samn­inga­nefnd Úkraínu á meðan rúss­neski her­inn setti auk­inn þunga í árás­ir sín­ar. 

Yf­ir­völd í Úkraínu hafa ít­rekað sagt að Rúss­land ætti ekki að geta komið í veg fyr­ir að ríkið gangi í NATO. Banda­lagið hef­ur sömu­leiðis talað um að það vilji ekki breyta stefnu sinni vegna kröfu Pútíns en NATO hef­ur unnið eft­ir svo­kallaðri „opn­um dyr­um“ -stefnu sem þýðir að hvaða ríki sem er geti gengið í NATO svo lengi sem þau séu til­bú­in að fylgja skuld­bind­ing­um aðild­ar.

Geti haldið áfram stríðinu í mörg ár

„Pútín er reiðubú­inn að semja um frið en ekki á hvaða verði sem er,“ sagði einn heim­ild­armaður­inn. 

Ann­ar sagði að ef Pútín geri sér grein fyr­ir að hann muni ekki ná friðarsam­komu­lagi á eig­in for­send­um muni hann leit­ast við að sýna Úkraínu­mönn­um og Evr­ópu­bú­um hernaðarlega getu sína. Sagði hann jafn­framt að Pútín væri ekki til­bú­inn í mála­miðlan­ir hvað varðar landsvæði. 

Þá sagði ann­ar heim­ild­armaður að stjórn­völd í Rússlandi teldu sig geta haldið áfram hernaðaraðgerðum sín­um í mörg ár í viðbót, sama hvaða þving­un­araðgerðum Vest­ur­lönd­in myndu beita. 

mbl.is