„Náttúran er uppspretta ævintýra“

Fjallganga | 2. júní 2025

„Náttúran er uppspretta ævintýra“

Áður en Hákon Broder Lund ljósmyndari flutti til Íslands var hann skíðakennari í svissnesku Ölpunum. Hann elskar útiveru og er mikill náttúruunnandi og er á því að útivist sé allra meina bót og það sem við þurfum hvað mest á að halda núna.

„Náttúran er uppspretta ævintýra“

Fjallganga | 2. júní 2025

Hákon Broder Lund á íslenska móður og flutti til Íslands …
Hákon Broder Lund á íslenska móður og flutti til Íslands árið 2013. Ljósmynd/Aðsend

Áður en Há­kon Broder Lund ljós­mynd­ari flutti til Íslands var hann skíðakenn­ari í sviss­nesku Ölp­un­um. Hann elsk­ar úti­veru og er mik­ill nátt­úru­unn­andi og er á því að úti­vist sé allra meina bót og það sem við þurf­um hvað mest á að halda núna.

Áður en Há­kon Broder Lund ljós­mynd­ari flutti til Íslands var hann skíðakenn­ari í sviss­nesku Ölp­un­um. Hann elsk­ar úti­veru og er mik­ill nátt­úru­unn­andi og er á því að úti­vist sé allra meina bót og það sem við þurf­um hvað mest á að halda núna.

„Áður en ég flutti til Íslands var ég skíðakenn­ari í Ölp­un­um, í Ver­bier í Sviss. Þar er eitt besta bratta ut­an­braut­ar­skíðasvæðið sem aðgengi­legt er frá skíðalyft­um í Ölp­un­um,“ seg­ir Há­kon Broder Lund ljós­mynd­ari og eig­andi Nor­dr Agency.

„Útiver­an hentaði mér mjög vel en hún létt­ir byrðunum af herðum mér. Ég nýt þess að vera fjarri hávaðanum í borg­inni, að finna fyr­ir veðrinu og koma svo aft­ur inn í hlýj­una. Þetta snýst líka um sjálfs­björg. Við lif­um svo þægi­legu lífi að við þurf­um að tengj­ast nátt­úr­unni á ný. Lifa aðeins ein­fald­ara lífi, en lífi sem reyn­ir á okk­ur,“ seg­ir hann og bæt­ir við að það sé mik­il­vægt að taka nátt­úru­feg­urðina ekki sem sjálf­sagðan hlut. „Nátt­úr­an er einnig upp­spretta æv­in­týra og adrenalíns. Hún gef­ur okk­ur upp­lif­an­ir sem eru meira gef­andi en borg­ar­lífið að mínu mati,“ seg­ir Há­kon.

Hákon hefur fylgst vel með eldgosunum á Reykjanesi.
Há­kon hef­ur fylgst vel með eld­gos­un­um á Reykja­nesi. Ljós­mynd/​Aðsend

Há­kon á ræt­ur að rekja til Íslands, en fædd­ist í Nor­egi. Hann kom til Íslands til að læra jarðfræði og kynn­ast ís­lenska hluta fjöl­skyld­unn­ar sinn­ar bet­ur en móðir hans er Guðrún Elísa­bet Stef­áns­dótt­ir.

„Ég heim­sótti afa minn og ömmu, þau Stefán Páls­son og Arnþrúði Arn­órs­dótt­ur, í tvær til þrjár vik­ur á hverju sumri þegar ég var að al­ast upp sem barn. Ég flutti svo al­farið til Íslands árið 2013 meðan á námi mínu stóð til að kynn­ast þeim bet­ur. Síðan leiddi eitt af öðru og nú starfa ég hér,“ seg­ir Há­kon en þess má geta að Stefán Páls­son afi hans lést árið 2018 en hann var banka­stjóri Búnaðarbank­ans um langt skeið.

Var landa­mæra­vörður í norska hern­um

Há­kon er með gott jafn­vægi á milli vinnu og leiks í líf­inu og eign­ar norska hern­um margt af því sem hann hef­ur lært um sig sjálf­an á und­an­förn­um miss­er­um. „Í Nor­egi er her­skylda og það fylgdi því mik­il úti­vera að vera í norska hern­um. Her­inn er bæði krefj­andi og gef­andi. Ég vildi nýta tíma minn sem best á þess­um tíma og valdi því eina af erfiðari stöðunum, sem var að vera landa­mæra­vörður. Ég varð svo flokks­stjóri á landa­mær­um Nor­egs og Rúss­lands.

Meiri­hluta tím­ans var varið ut­an­dyra, sem ég kunni virki­lega vel að meta. Við vor­um á skíðum og vélsleða á vet­urna og í göngu­ferðum og á fjór­hjól­um á sumr­in. Þetta kenndi mér aga og sjálf­stæði sem ég er mjög þakk­lát­ur fyr­ir í dag.“

Í Nor­egi er hefðin sú að her­skyld­an hefst strax eft­ir fram­halds­skóla. „Fyr­ir flesta er þetta í fyrsta skipti sem þú býrð fjarri heim­il­inu í lengri tíma. Þú þarft að læra að bjarga þér sjálf­ur og lær­ir því mikið um þig í þessu ferli. Þá helst hversu langt þú get­ur ýtt þér, jafn­vel þótt þú telj­ir þig ekki hafa neina orku eft­ir. Þetta gef­ur manni líka tæki­færi til að end­ur­hugsa hver maður er,“ seg­ir Há­kon og út­skýr­ir að heima fyr­ir séu fjöl­skylda og vin­ir sem þekkja þig og hafa ákveðnar vænt­ing­ar til þín.

Áður en Hákon flutti til Íslands var hann skíðakennari í …
Áður en Há­kon flutti til Íslands var hann skíðakenn­ari í sviss­nesku Ölp­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þegar þú flyt­ur á nýj­an stað, eins og í her­inn, þekk­ir þig eng­inn né held­ur bak­grunn þinn. Þá get­ur þú ein­beitt þér að því að þroska hver þú raun­veru­lega ert, en ekki hvað annað fólk býst við af þér. Í þessu ferli, sem er svo dýr­mætt að mínu mati, lær­ir maður að bera kennsl á hvað maður vill fyr­ir sjálf­an sig og hvað maður svo ger­ir til að upp­fylla vænt­ing­ar annarra.“

Eng­in tré á Íslandi sem stoppa vind­inn

Há­kon seg­ir ákveðinn hrjúf­leika ein­kenna ís­lenska nátt­úru sem hon­um þykir ein­stakt. „Veðrið er einnig mis­kunn­ar­laus­ara hér en ég er van­ur þar sem eng­in tré eru, og ekk­ert sem stöðvar vind­inn. Styrk­leik­ar ís­lenskr­ar nátt­úru eru að það er alltaf gott út­sýni þegar maður fer í göngu­ferðir. Þar sem Ísland er mjög lítið eru marg­ir áhuga­menn um úti­vist, og ég upp­lifi þá annaðhvort heltekna af áhuga­máli sínu eða þeir eru það ekki. Það er smá allt-eða-ekk­ert í menn­ing­unni okk­ar hér. Það finnst mér geta verið styrk­ur okk­ar, því maður fer þá vana­lega í göngu­ferðir með fólki sem hef­ur virki­lega ástríðu fyr­ir því sem það er að gera.“

Með hverj­um ertu á fjalla­skíðum og í fjall­göng­um?

„Ég stunda úti­vist með fjöl­skyld­unni minni og vin­um. Sum­ir vin­ir mín­ir stunda skíðagöngu af kappi, svo við för­um sam­an á skíði þegar við höf­um tíma,“ seg­ir Há­kon.

Há­kon hef­ur frá því hann man eft­ir sér tekið mikið af ljós­mynd­um. Hann var einnig í skáta­hreyf­ing­unni í Nor­egi, sem hann seg­ir aðeins öðru­vísi en á Íslandi. „Skáta­hreyf­ing­in er mun stærri og skipu­lagðari í Nor­egi en hún er hér. Ef til vill því nátt­úr­an býður upp á fleiri tæki­færi til ým­issa at­hafna. Í skáta­hópn­um mín­um, sem ég tók þátt í að leiða áður en ég flutti til Íslands, höfðum við marg­ar hefðir. Þetta skapaði sterk vina­bönd sem enn standa traust­um fót­um í dag, jafn­vel þótt ég hafi flutt til Íslands. Eitt af mínu upp­á­haldi á stór­um skátaviðburðum var að byggja stór mann­virki úr trjá­bol­um og reip­um. Þá notaði maður enga nagla, en byggðum borð, turna, þvotta­stöðvar og hvað eina. Við höf­um mikið af trjám í Nor­egi, svo við höf­um mikið af efniviði til þess­ara verk­efna,“ seg­ir hann.

Hákon veit fátt betra en útivist og finnur sér tíma …
Há­kon veit fátt betra en úti­vist og finn­ur sér tíma reglu­lega til að fara út í nátt­úr­una með fjöl­skyldu og vin­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Nátt­úr­an kenn­ir okk­ur að njóta og lifa

Há­kon seg­ir í tísku í Nor­egi að vera úti­vist­arsinnaður. „Nátt­úr­an í Nor­egi er mjög mild og aðgengi­leg og veðrið er stöðugt, svo það er mjög ein­falt að fara í göngu­ferðir. Útivist­ar­fé­lög­in eru stór og með mjög mikið af skipu­lögðum göngu­leiðum um landið allt.“

Hvað hef­ur nátt­úr­an kennt þér?

„Hún hef­ur kennt mér mik­il­vægi þess að vera til staðar og því mæli ég með því fyr­ir alla að skilja blu­et­ooth-hátal­ar­ann eft­ir heima og njóta þess að hlusta á þögn­ina,“ seg­ir Há­kon og bæt­ir við að þar sem hann sé ljós­mynd­ari sé hann oft með litla sér­hæfða mynda­vél í vas­an­um að mynda nátt­úru­feg­urðina sem á vegi hans verður úti. „Þannig tek­ur maður ekki upp sím­ann og læt­ur ekki trufl­ast af til­kynn­ing­um frá öpp­um. Sér­hæfð mynda­vél, jafn­vel göm­ul sem þú færð notaða, tek­ur betri mynd­ir en sím­inn þinn að mínu mati. Ég mæli með að festa hana bara á bak­pok­ann með Peak Design-klemmu svo hún sé alltaf aðgengi­leg á bring­unni. Því ef hún er ekki auðveld­lega aðgengi­leg þá not­ar maður hana ekki,“ seg­ir Há­kon Broder Lund.

Hákon mælir með því við alla að fara út í …
Há­kon mæl­ir með því við alla að fara út í nátt­úr­una og slökkva á sím­an­um. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is