Eldgosin tafið vaxtalækkanir um 6 til 12 mánuði

Spursmál | 7. júní 2025

Jarðeldar tafið vaxtalækkanir um 6 til 12 mánuði

Jarðhræringar á Reykjanesskaga höfðu mikil áhrif á fasteignamarkaðinn á Íslandi og líklega hafa afleiðingarnar orðið þær að tefja vaxtalækkanaferli Seðlabankans um sex til tólf mánuði.

Jarðeldar tafið vaxtalækkanir um 6 til 12 mánuði

Spursmál | 7. júní 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:42
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:42
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Jarðhrær­ing­ar á Reykja­nesskaga höfðu mik­il áhrif á fast­eigna­markaðinn á Íslandi og lík­lega hafa af­leiðing­arn­ar orðið þær að tefja vaxta­lækkana­ferli Seðlabank­ans um sex til tólf mánuði.

Jarðhrær­ing­ar á Reykja­nesskaga höfðu mik­il áhrif á fast­eigna­markaðinn á Íslandi og lík­lega hafa af­leiðing­arn­ar orðið þær að tefja vaxta­lækkana­ferli Seðlabank­ans um sex til tólf mánuði.

Þetta seg­ir Ásgeir Jóns­son, seðlabanka­stjóri, í ít­ar­legu viðtali á vett­vangi Spurs­mála.

Reynt að sigla hag­kerf­inu gegn­um ólgu­tíma

„Við höf­um verið að reyna að sigla hag­kerf­inu í gegn­um þessa ólgu­tíma, sem þeir hafa verið að mörgu leyti. Og mig lang­ar að nefna, bara á síðasta ári, rým­ing Grinda­vík­ur og upp­kaup á hús­næði þar var nýr skell­ur fyr­ir fast­eigna­markaðinn.“

Eitt pró­sent þjóðar­inn­ar end­ar á göt­unni.

„Já og við sjá­um það í töl­un­um núna að þetta var bara ansi mikið fyr­ir okk­ur að taka og ég held eins og ég hef sagt að þetta hafi tafið okk­ur um sex til tólf mánuði varðandi fram­kvæmd pen­inga­stefn­unn­ar.“

Gossprungur teygðu sig inn fyrir varnargarða og að byggðinni í …
Gossprung­ur teygðu sig inn fyr­ir varn­argarða og að byggðinni í Grinda­vík. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fast­eigna­verðbólg­an væri far­in úr kerf­inu

Grinda­víkurá­hrif­in.

„Já. Maður get­ur ekki sagt fyr­ir hvernig hlut­irn­ir væru en mér þætti mjög lík­legt að þessi fast­eigna­verðbólga væri far­in úr kerf­inu.“

Hvað myndi það þýða í vöxt­um. Þeir eru núna 7,5%. Væru þeir í 5%?

„Ég veit það ekki. Við vær­um vænt­an­lega lengra kom­in í vaxta­lækk­un­ar­ferl­inu. Við vær­um að sjá hag­kerfið kald­ara en svo eru ýms­ir aðrir hlut­ir sem ger­ast og það er mjög já­kvætt að það er mik­il auk­in fjár­fest­ing. Það ligg­ur fyr­ir auk­in fjár­fest­ing í land­eldi. Hún er já­kvæð að því leyti að við erum að auka út­flutn­ing á fiski. Ekki með því að veiða meira held­ur með því að ala meira. Það liggja einnig fyr­ir aukn­ar fjár­fest­ing­ar í orku og okk­ur vant­ar meiri orku. Þetta hef­ur áhrif.“

Viðtalið við Ásgeir Jóns­son má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is