Vilja koma á kærunefnd um leigubílstjóra

Alþingi | 7. júní 2025

Vilja koma á kærunefnd um leigubílstjóra

Leigubílafrumvarp er nú til umræðu á Alþingi. Fjölmargar umsagnir og álit um frumvarpið hafa borist úr ýmsum áttum og samkvæmt þeim eru skoðanir skiptar um málið.

Vilja koma á kærunefnd um leigubílstjóra

Alþingi | 7. júní 2025

Leigubílafrumvarpið er enn umdeilt og hinir ýmsu aðilar hafa sent …
Leigubílafrumvarpið er enn umdeilt og hinir ýmsu aðilar hafa sent inn umsögn um margs konar vankanta frumvarpsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leigu­bíla­frum­varp er nú til umræðu á Alþingi. Fjöl­marg­ar um­sagn­ir og álit um frum­varpið hafa borist úr ýms­um átt­um og sam­kvæmt þeim eru skoðanir skipt­ar um málið.

Leigu­bíla­frum­varp er nú til umræðu á Alþingi. Fjöl­marg­ar um­sagn­ir og álit um frum­varpið hafa borist úr ýms­um átt­um og sam­kvæmt þeim eru skoðanir skipt­ar um málið.

Neyt­enda­sam­tök­in koma með þá til­lögu að stofna sjálf­stæða úr­sk­urðar­nefnd fyr­ir kvart­an­ir um leigu­bíl­stjóra að danskri fyr­ir­mynd, nokk­urs kon­ar kær­u­nefnd. Til­lag­an geng­ur út á að gera far­veg fyr­ir kvart­an­ir yfir verði og gæðum þjón­ustu, sem myndi auka traust al­menn­ings til leigu­bílaþjón­ustu hér á landi.

Þar að auki und­ir­strika sam­tök­in mik­il­vægi þess að frum­varpið verði ekki til þess að aðgang­ur nýrra aðila að markaðnum verði tak­markaður og nefndu þar sér­stak­lega aðila eins og Bolt og Uber.

mbl.is