Ísraelsher stöðvaði skútuna

Ísrael/Palestína | 9. júní 2025

Ísraelsher stöðvaði skútuna

Ísraelsmenn komu í veg fyrir að skúta Gretu Thunberg og ellefu annarra aðgerðarsinna kæmist í land á Gasaströndinni.

Ísraelsher stöðvaði skútuna

Ísrael/Palestína | 9. júní 2025

Utanríkisráðuneyti Ísrael birti þessa mynd af aðgerðarsinnunum á samfélagsmiðlum eftir …
Utanríkisráðuneyti Ísrael birti þessa mynd af aðgerðarsinnunum á samfélagsmiðlum eftir að skútan var stöðvuð. AFP/Utanríkisráðuneyti Ísrael

Ísra­els­menn komu í veg fyr­ir að skúta Gretu Thun­berg og ell­efu annarra aðgerðarsinna kæm­ist í land á Gasa­strönd­inni.

Ísra­els­menn komu í veg fyr­ir að skúta Gretu Thun­berg og ell­efu annarra aðgerðarsinna kæm­ist í land á Gasa­strönd­inni.

Madleen-skút­an lagði af stað frá Ítal­íu með hjálp­ar­gögn 1. júní.

AFP-frétta­veit­an missti sam­band við skút­una snemma í morg­un.

Greta Thunberg í myndskeiðinu sem Freedom Flotilla Coalition birtu.
Greta Thun­berg í mynd­skeiðinu sem Freedom Flotilla Coaliti­on birtu. AFP

Í til­kynn­ingu frá Freedom Flotilla Coaliti­on, sam­tök­un­um sem eiga skút­una, „stöðvuðu ísra­elsk­ar her­sveit­ir skút­una með valdi“ klukk­an 3:02 í nótt, klukk­an 1:02 á ís­lensk­um tíma, er hún nálgaðist Gasa.

„Ef þú sérð þetta mynd­skeið þá höf­um við verið stöðvuð og okk­ur rænt á alþjóðlegu hafsvæði,“ sagði Thun­berg í mynd­skeiði sem sam­tök­in birtu. Álíka mynd­skeið birt­ust af hinum aðgerðar­sinn­un­um. 

Hryðju­verka­sam­tök­in Ham­as for­dæmdu aðgerðir Ísra­els­manna og sögðu í til­kynn­ingu að skút­an hefði verið flutt til ísra­elsku hafn­ar­inn­ar Ashdod.

Isra­el Katz, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, skipaði hern­um að koma í veg fyr­ir að skút­an næði að Gasa í gær og hvatti aðgerðarsinn­ana til að snúa við.

Bann Ísra­els­manna á öll­um flutn­ing sjó­leiðina til Gasa hef­ur verið í gildi frá því áður en stríðið hófst, og sagði Katz það nauðsyn­legt til að koma í veg fyr­ir að palestínsk­ir víga­menn flyttu þannig inn vopn.

Örygg­ir og óslasaðir

Eft­ir að skút­an var stöðvuð birti ut­an­rík­is­ráðuneyti Ísra­el mynd af aðgerðar­sinn­un­um í björg­un­ar­vest­um þar sem var verið að bjóða þeim sam­lok­ur og vatn.

„All­ir farþegar „sjálfu skút­unn­ar“ eru ör­ugg­ir og óslasaðir,“ sagði í færslu ráðuneyt­is­ins. Þar stóð að bú­ist væri við að aðgerðarsinn­arn­ir myndu fara til síns heima.

„Það pínu­litla magn af hjálp­ar­gögn­um sem var um borð sem var ekki neytt af „fræga fólk­inu“ verður flutt til Gasa í gegn­um raun­veru­leg hjálp­ar­sam­tök.“

Frá Gasaströnd.
Frá Gasa­strönd. AFP

Eft­ir meira en tveggja mánaða bann heim­iluðu Ísra­els­menn ný­lega flutn­ing hjálp­ar­gagna til Gasa aft­ur í gegn­um ný sam­tök, Gaza Humanit­ari­an Foundati­on (GHF), sem eru studd af Banda­ríkja­mönn­um.

Mannúðarsam­tök hafa gagn­rýnt GHF og Sam­einuðu þjóðirn­ar neita að vinna með sam­tök­un­um vegna áhyggna af starfs­hátt­um þeirra og hlut­leysi.

Fjöldi fólks hef­ur lát­ist nærri dreif­ing­ar­stöðvum GHF síðan í lok maí, sam­kvæmt al­manna­varna­deild Gasa.

Deild­in greindi meðal ann­ars frá því að að minnsta kosti tíu lét­ust í árás í gær, þar á meðal fimm al­menn­ir borg­ar­ar sem urðu fyr­ir skot­um nærri dreif­ing­armiðstöð.

mbl.is