Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ein skýringin og kannski sú langlíklegasta fyrir veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sé „ESB-veiran”.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ein skýringin og kannski sú langlíklegasta fyrir veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sé „ESB-veiran”.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ein skýringin og kannski sú langlíklegasta fyrir veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sé „ESB-veiran”.
„Svo að það sé alveg skýrt. Ég ber ábyrgð á þeim orðum að þegar maður er að velta því fyrir sér af hverju menn eru að fara í þessa vegferð í ríkisstjórninni þá er ein skýringin sem kemur og kannski langlíklegust að ESB-veiran, sem er skæð, að hún villi ríkisstjórninni sýn,“ sagði Guðlaugur Þór undir dagskrárliðnum störf þingins.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tengdi einnig veiðigjaldafrumvarpið við ESB í ræðu sinni í morgun.
„Hér koma stjórnarliðar í fullri alvöru og segja við ætlum að taka 8 þúsund milljónir, að vísu segir Skatturinn 12 þúsund milljónir, á hverju ári í viðbót af atvinnugrein og það hefur engin áhrif á samkeppnishæfni, það hefur engin áhrif á byggðirnar. Ef þetta er rétt þá er þetta heimssögulegur viðburður,” bætti Guðlaugur Þór við og sagði að þá yrði þetta í fyrsta sinn í sögu mannkyns sem hægt væri að taka slíkar upphæðir frá atvinnugreinum án þess að hafa slík áhrif.
„Væntanlega fá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar Nóbelsverðlaunin ef þetta er rétt. Við þurfum að fá einkaleyfi á þeirri hugmynd vegna þess að þetta leysir fjárhagsvanda allra ríkja úti um allan heim. Þetta er náttúrulega þvílíkur þvættingur að það tekur engu tali. Þá spyr maður hvað getur legið til grundvallar?” sagði Guðlaugur Þór jafnframt.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra steig síðar í pontu sagði töluna 12 milljarða sem Guðlaugur Þór nefndi vera dæmi um upplýsingaóreiðu og eingöngu til í hugarheimi einstaka þingmanna minnihlutans.
„Staðreyndin er sú, við erum innan þeirra marka sem talað var um frá upphafi, innan 7 til 8 milljarða sem miðar við tekjur útgerðarinnar árið 2023, sem eru þær tölur sem við miðum við,” sagði Hanna Katrín.
„Síðan þetta með samkeppnishæfnina. Þetta er auðlindarenta sem myndast vegna þess að ákveðin fyrirtæki hafa aðgang að takmörkuðum auðlindum í lokuðu hagkerfi þar sem stjórnvöld hafa búið til kerfi sem gerir þeim kleift að auðgast vel. Auðlindarenta, innan skynsamlegra marka, sirka 50 prósent talar hagfræðin um, skaðar ekki samkeppnishæfni,” hélt hún áfram og sagði rentuna vera samkvæmt lögum í 30 prósentum.
„Við erum hins vegar að breyta því að það er miðað við markaðsverð en ekki eitthvað sem verður til í innri viðskiptum fyrirtækjanna sjálfra sem augljóslega hafa, ég segi augljóslega og eðlilega, hvata af því að halda því verði eins lágu og hægt er. Við erum að segja nei. Við ætlum að leiðrétta þetta.”