Yrði í fyrsta sinn í sögu mannkyns

Alþingi | 20. júní 2025

Yrði í fyrsta sinn í sögu mannkyns

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ein skýringin og kannski sú langlíklegasta fyrir veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sé „ESB-veiran”.

Yrði í fyrsta sinn í sögu mannkyns

Alþingi | 20. júní 2025

Hanna Katrín og Guðlaugur Þór á samsettri mynd.
Hanna Katrín og Guðlaugur Þór á samsettri mynd. mbl.is/Eggert Jóhannesson/Karítas

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að ein skýr­ing­in og kannski sú langlík­leg­asta fyr­ir veiðigjalda­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé „ESB-veir­an”.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að ein skýr­ing­in og kannski sú langlík­leg­asta fyr­ir veiðigjalda­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé „ESB-veir­an”.

„Svo að það sé al­veg skýrt. Ég ber ábyrgð á þeim orðum að þegar maður er að velta því fyr­ir sér af hverju menn eru að fara í þessa veg­ferð í rík­is­stjórn­inni þá er ein skýr­ing­in sem kem­ur og kannski langlík­leg­ust að ESB-veir­an, sem er skæð, að hún villi rík­is­stjórn­inni sýn,“ sagði Guðlaug­ur Þór und­ir dag­skrárliðnum störf þing­ins. 

Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tengdi einnig veiðigjalda­frum­varpið við ESB í ræðu sinni í morg­un. 

Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son á Alþingi. mbl.is/​Karítas

Ættu að fá Nó­bels­verðlaun­in

„Hér koma stjórn­ar­liðar í fullri al­vöru og segja við ætl­um að taka 8 þúsund millj­ón­ir, að vísu seg­ir Skatt­ur­inn 12 þúsund millj­ón­ir, á hverju ári í viðbót af at­vinnu­grein og það hef­ur eng­in áhrif á sam­keppn­is­hæfni, það hef­ur eng­in áhrif á byggðirn­ar. Ef þetta er rétt þá er þetta heims­sögu­leg­ur viðburður,” bætti Guðlaug­ur Þór við og sagði að þá yrði þetta í fyrsta sinn í sögu mann­kyns sem hægt væri að taka slík­ar upp­hæðir frá at­vinnu­grein­um án þess að hafa slík áhrif. 

„Vænt­an­lega fá for­svars­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar Nó­bels­verðlaun­in ef þetta er rétt. Við þurf­um að fá einka­leyfi á þeirri hug­mynd vegna þess að þetta leys­ir fjár­hags­vanda allra ríkja úti um all­an heim. Þetta er nátt­úru­lega því­lík­ur þvætt­ing­ur að það tek­ur engu tali. Þá spyr maður hvað get­ur legið til grund­vall­ar?” sagði Guðlaug­ur Þór jafn­framt.

„Dæmi um upp­lýs­inga­óreiðu“

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra steig síðar í pontu sagði töl­una 12 millj­arða sem Guðlaug­ur Þór nefndi vera dæmi um upp­lýs­inga­óreiðu og ein­göngu til í hug­ar­heimi ein­staka þing­manna minni­hlut­ans.

„Staðreynd­in er sú, við erum inn­an þeirra marka sem talað var um frá upp­hafi, inn­an 7 til 8 millj­arða sem miðar við tekj­ur út­gerðar­inn­ar árið 2023, sem eru þær töl­ur sem við miðum við,” sagði Hanna Katrín.

Hanna Katrín Friðriksson.
Hanna Katrín Friðriks­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Síðan þetta með sam­keppn­is­hæfn­ina. Þetta er auðlindar­enta sem mynd­ast vegna þess að ákveðin fyr­ir­tæki hafa aðgang að tak­mörkuðum auðlind­um í lokuðu hag­kerfi þar sem stjórn­völd hafa búið til kerfi sem ger­ir þeim kleift að auðgast vel. Auðlindar­enta, inn­an skyn­sam­legra marka, sirka 50 pró­sent tal­ar hag­fræðin um, skaðar ekki sam­keppn­is­hæfni,” hélt hún áfram og sagði rent­una vera sam­kvæmt lög­um í 30 pró­sent­um. 

„Við erum hins veg­ar að breyta því að það er miðað við markaðsverð en ekki eitt­hvað sem verður til í innri viðskipt­um fyr­ir­tækj­anna sjálfra sem aug­ljós­lega hafa, ég segi aug­ljós­lega og eðli­lega, hvata af því að halda því verði eins lágu og hægt er. Við erum að segja nei. Við ætl­um að leiðrétta þetta.”

mbl.is