Færri ferðamenn en meiri tekjur

Ferðamenn á Íslandi | 23. júní 2025

Færri ferðamenn en meiri tekjur

Færri ferðamenn heimsóttu Ísland fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Þó hafa bæði erlend kortavelta og útflutningstekjur af ferðaþjónustu aukist á sama tíma.

Færri ferðamenn en meiri tekjur

Ferðamenn á Íslandi | 23. júní 2025

Ferðamenn í Reykjavík.
Ferðamenn í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Færri ferðamenn heim­sóttu Ísland fyrstu fimm mánuði árs­ins en á sama tíma­bili í fyrra. Þó hafa bæði er­lend korta­velta og út­flutn­ings­tekj­ur af ferðaþjón­ustu auk­ist á sama tíma.

Færri ferðamenn heim­sóttu Ísland fyrstu fimm mánuði árs­ins en á sama tíma­bili í fyrra. Þó hafa bæði er­lend korta­velta og út­flutn­ings­tekj­ur af ferðaþjón­ustu auk­ist á sama tíma.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri Hag­sjá Lands­bank­ans.

Fleiri en 721.000 ferðamenn hafa komið til lands­ins á þessu ári, eða 3,9% færri en fyrstu fimm mánuði árs­ins 2024.

Ferðaþjón­ust­an skilaði meiri út­flutn­ings­tekj­um á sama tíma og er­lend­um ferðamönn­um fækkaði.

„Í stuttu máli benda gögn­in til þess að í fyrra hafi hver ferðamaður að meðaltali eytt frem­ur litl­um pen­ing hér á landi og gist skem­ur en áður. Í byrj­un þessa árs hafi neyslugleðin auk­ist þó nokkuð,“ seg­ir í grein­ingu Lands­bank­ans.

Korta­velta hvers og eins hafi þannig auk­ist nógu mikið á ár­inu til þess að skila aukn­um tekj­um af ferðaþjón­ustu á sama tíma og ferðamönn­um fækkaði.

Ferðamenn mögu­lega van­tald­ir

Þrátt fyr­ir þetta bend­ir ým­is­legt til þess að kom­ur er­lendra ferðamanna hafi verið van­tald­ar og ut­an­lands­ferðir Íslend­inga oftald­ar, að mati grein­ing­ar­deild­ar Lands­bank­ans.

Mögu­lega sé van­mat á fjölda er­lendra ferðamanna sem fer um Kefla­vík­ur­flug­völl en mat á þjóðerni bygg­ir á reglu­leg­um úr­taks­könn­un­um.

Gögn Isa­via benda til að sam­an­lögð um­ferð bæði Íslend­inga og út­lend­inga um Kefla­vík­ur­flug­völl hafi ekki verið meiri frá ár­inu 2018.

Um­ferð um vegi lands­ins hef­ur einnig auk­ist á milli ára í öll­um lands­hlut­um nema á Suður­landi. Gist­inæt­ur á Íslandi eru einnig fleiri fyrstu fjóra mánuði árs­ins en á sama tíma í fyrra en töl­ur um gist­inæt­ur eru ekki birt­ar eft­ir þjóðerni.

Að mati grein­inga­deild­ar Lands­bank­ans bend­ir þetta til auk­inna um­svifa í ferðaþjón­ustu á Íslandi.

mbl.is