Útlendingum í fangelsum fjölgað verulega

Fangelsismál | 23. júní 2025

Útlendingum í fangelsum fjölgað verulega

Hlutfall erlendra ríkisborgara í fangelsum landsins hefur hækkað um 28 prósentustig síðasta áratuginn.

Útlendingum í fangelsum fjölgað verulega

Fangelsismál | 23. júní 2025

Árið 2024 afplánaði að meðaltali 31 erlendur ríkisborgari fangelsisrefsingu á …
Árið 2024 afplánaði að meðaltali 31 erlendur ríkisborgari fangelsisrefsingu á hverjum degi. mbl.is/Hari

Hlut­fall er­lendra rík­is­borg­ara í fang­els­um lands­ins hef­ur hækkað um 28 pró­sentu­stig síðasta ára­tug­inn.

Hlut­fall er­lendra rík­is­borg­ara í fang­els­um lands­ins hef­ur hækkað um 28 pró­sentu­stig síðasta ára­tug­inn.

Þetta kem­ur fram í svari dóms­málaráðherra við fyr­ir­spurn frá Bergþóri Ólasyni, þing­flokks­for­manni Miðflokks­ins, um er­lenda rík­is­borg­ara í fang­els­um.

Spurði Bergþór út í fjölda er­lendra fanga í fang­els­um lands­ins, ann­ars veg­ar þann 15. mars og hins veg­ar árið 2024.

Árið 2024 afplánaði að meðaltali 31 er­lend­ur rík­is­borg­ari fang­els­is­refs­ingu á hverj­um degi, en sam­tals hófu 218 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar afplán­un eða gæslu­v­arðhald í fang­elsi það ár. Þann 15. mars 2025 voru 32 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar í afplán­un í fang­els­inu.

Hátt í helm­ing­ur fanga með er­lent rík­is­fang

Þá kem­ur fram að árið 2024 sátu að meðaltali 28 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar í gæslu­v­arðhaldi á hverj­um degi sam­an­borið við 37 þann 15. mars. Sam­tals hófu 208 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar gæslu­v­arðhald það ár og af þeim voru 63 í gæslu­v­arðhaldi á grund­velli út­lend­ingalaga. 15. mars voru fjór­ir í gæslu­v­arðhaldi á grund­velli út­lend­ingalaga.

Bergþór spurði einnig út í hlut­fall er­lendra rík­is­borg­ara af föng­um í land­inu árin 2024, 2019 og 2014 en það hlut­fall hef­ur hækkað veru­lega.

Árið 2024 voru er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar 42% fanga í fang­els­um, árið 2019 voru er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar 21% og 14% árið 2014.

mbl.is