Hlutfall erlendra ríkisborgara í fangelsum landsins hefur hækkað um 28 prósentustig síðasta áratuginn.
Hlutfall erlendra ríkisborgara í fangelsum landsins hefur hækkað um 28 prósentustig síðasta áratuginn.
Hlutfall erlendra ríkisborgara í fangelsum landsins hefur hækkað um 28 prósentustig síðasta áratuginn.
Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins, um erlenda ríkisborgara í fangelsum.
Spurði Bergþór út í fjölda erlendra fanga í fangelsum landsins, annars vegar þann 15. mars og hins vegar árið 2024.
Árið 2024 afplánaði að meðaltali 31 erlendur ríkisborgari fangelsisrefsingu á hverjum degi, en samtals hófu 218 erlendir ríkisborgarar afplánun eða gæsluvarðhald í fangelsi það ár. Þann 15. mars 2025 voru 32 erlendir ríkisborgarar í afplánun í fangelsinu.
Þá kemur fram að árið 2024 sátu að meðaltali 28 erlendir ríkisborgarar í gæsluvarðhaldi á hverjum degi samanborið við 37 þann 15. mars. Samtals hófu 208 erlendir ríkisborgarar gæsluvarðhald það ár og af þeim voru 63 í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. 15. mars voru fjórir í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga.
Bergþór spurði einnig út í hlutfall erlendra ríkisborgara af föngum í landinu árin 2024, 2019 og 2014 en það hlutfall hefur hækkað verulega.
Árið 2024 voru erlendir ríkisborgarar 42% fanga í fangelsum, árið 2019 voru erlendir ríkisborgarar 21% og 14% árið 2014.