Kristrún: „Sterkasta varnarbandalag í heiminum“

Varnarmál Íslands | 25. júní 2025

Kristrún: „Sterkasta varnarbandalag í heiminum“

Einhugur og samstaða einkenndi leiðtogafund aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi, sem sóttur var af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Fundurinn var haldinn í skugga árásarstríðs Rússlands í Úkraínu og átaka fyrir botni Miðjarðarhafs.

Kristrún: „Sterkasta varnarbandalag í heiminum“

Varnarmál Íslands | 25. júní 2025

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræða við …
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ein­hug­ur og samstaða ein­kenndi leiðtoga­fund aðild­ar­ríkja Atlants­hafs­banda­lags­ins í Haag í Hollandi, sem sótt­ur var af Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra. Fund­ur­inn var hald­inn í skugga árás­ar­stríðs Rúss­lands í Úkraínu og átaka fyr­ir botni Miðjarðar­hafs.

Ein­hug­ur og samstaða ein­kenndi leiðtoga­fund aðild­ar­ríkja Atlants­hafs­banda­lags­ins í Haag í Hollandi, sem sótt­ur var af Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra. Fund­ur­inn var hald­inn í skugga árás­ar­stríðs Rúss­lands í Úkraínu og átaka fyr­ir botni Miðjarðar­hafs.

Að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins var í aðdrag­anda fund­ar­ins rætt um nauðsyn þess að auka fram­lög til varn­ar­mála til að efla sam­eig­in­leg­ar varn­ir banda­lags­ríkja. Leiðtog­arn­ir sam­mælt­ust um að auka bein fjár­fram­lög til varn­ar­mála úr 2% í 3,5% af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) og að því mark­miði verði náð árið 2035.

Því til viðbót­ar muni banda­lags­ríki verja 1,5% af VLF til varn­artengdra fjár­fest­inga og fram­laga sem styðja við áfallaþol, ör­yggi og varn­ir. Und­ir það geta fallið ým­is­kon­ar innviðir, sam­göngu­mann­virki, netör­yggi, lög­gæsla, land­helg­is­gæsla og eft­ir­lit á landa­mær­um svo dæmi séu nefnd.

„Við mun­um vinna mark­visst að því að efla innviði“

„Þetta var sögu­leg­ur leiðtoga­fund­ur. Það sem helst stend­ur upp úr er órjúf­an­leg samstaða aðild­ar­ríkja Atlants­hafs­banda­lags­ins sem er sterk­asta varn­ar­banda­lag í heim­in­um,“ er haft eft­ir for­sæt­is­ráðherra úr til­kynn­ing­unni.

„Varðandi fram­lög til varn­ar­mála þá er rík­ur skiln­ing­ur á sér­stöðu Íslands og þeirri staðreynd að við höf­um ekki her. Okk­ar fram­lag mun áfram fel­ast fyrst og fremst í því að veita aðstöðu, búnað og stuðning við banda­lags­ríki sem efla ör­yggi og varn­ir banda­lags­ríkja.

Við mun­um vinna mark­visst að því að efla innviði sem styðja við áfallaþol, ör­yggi og varn­ir Íslands, sam­kvæmt mark­miðinu um 1,5% af VLF til varn­artengdra verk­efna.“

Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, bjóða …
Dick Schoof, for­sæt­is­ráðherra Hol­lands, og Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, bjóða Kristrúnu Frosta­dótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, vel­komna á leiðtoga­fund­inn. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

„Fyr­ir ör­yggi og full­veldi allra Evr­ópu­ríkja og þar með talið okk­ar“

Á leiðtoga­fund­in­um var ít­rekaður ein­róma stuðning­ur aðild­ar­ríkj­anna við bar­áttu Úkraínu gegn grimmi­legri árás Rúss­lands.

„Það skipt­ir öllu máli að styðja við Úkraínu, sem berst ekki aðeins fyr­ir eig­in til­veru­rétti, lýðræði og frelsi, held­ur einnig fyr­ir ör­yggi og full­veldi allra Evr­ópu­ríkja og þar með talið okk­ar,“ er haft eft­ir ut­an­rík­is­ráðherra úr til­kynn­ing­unni.

„Úkraína hef­ur lýst yfir vilja til vopna­hlés og friðarviðræðna og ein­arður varn­arstuðning­ur trygg­ir sterk­ari samn­ing­stöðu Úkraínu.“

Frá leiðtogafundinum.
Frá leiðtoga­fund­in­um. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Áttu sam­töl um sam­starf Íslands á alþjóðavísu

Bæði for­sæt­is­ráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra nýttu tæki­færi sem gáf­ust á milli form­legra funda til að eiga sam­töl um sam­starf Íslands á alþjóðavísu. For­sæt­is­ráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra funduðu með leiðtog­um Kan­ada og Norður­landa um aukið sam­starf m.a. á norður­slóðum og ör­ygg­is­mál í Norður-Atlants­hafi.

Þá funduðu ut­an­rík­is­ráðherr­ar Norður­landa sín á milli um stuðning við Úkraínu og önn­ur sam­eig­in­leg verk­efni.

Sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu leiðtoga­fund­ar Atlant­ashafs­banda­lags­ins, sem samþykkt var ein­róma við lok fund­ar­ins, er að finna hér.

Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ásamt framkvæmdastjóranum Mark Rutte.
Leiðtog­ar aðild­ar­ríkja Atlants­hafs­banda­lags­ins ásamt fram­kvæmda­stjór­an­um Mark Rutte. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið
mbl.is