Ný skýrsla grefur undan árangri árásarinnar

Ný skýrsla grefur undan árangri árásarinnar

Árásir Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran tafði kjarnorkuáætlun Írana aðeins um nokkra mánuði, samkvæmt skýrslu bandarísku leyniþjónustustofnunar varnarmála (DIA), sem var lekið í fjölmiðla í nótt. Donald Trump Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir skýrsluna.

Ný skýrsla grefur undan árangri árásarinnar

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 25. júní 2025

Donald Trump Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir innihald skýrslunnar.
Donald Trump Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir innihald skýrslunnar. AFP/John Thys

Árás­ir Banda­ríkja­manna á kjarn­orku­innviði í Íran tafði kjarn­orku­áætlun Írana aðeins um nokkra mánuði, sam­kvæmt skýrslu banda­rísku leyniþjón­ustu­stofn­un­ar varn­ar­mála (DIA), sem var lekið í fjöl­miðla í nótt. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti gef­ur lítið fyr­ir skýrsl­una.

Árás­ir Banda­ríkja­manna á kjarn­orku­innviði í Íran tafði kjarn­orku­áætlun Írana aðeins um nokkra mánuði, sam­kvæmt skýrslu banda­rísku leyniþjón­ustu­stofn­un­ar varn­ar­mála (DIA), sem var lekið í fjöl­miðla í nótt. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti gef­ur lítið fyr­ir skýrsl­una.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að loft­árás­ir Banda­ríkja­manna hafi ekki eyðilagt all­ar birgðir Írana af auðguðu úrani.

Seg­ir þar að árás­irn­ar hafi lokað fyr­ir inn­ganga að nokkr­um kjarn­orku­innviðum án þess að eyðileggja neðanj­arðarbygg­ing­ar þar sem kjarn­orku­tengd starf­semi er hýst.  

Trump seg­ir um­fjöll­un banda­rísku fjöl­miðlanna CNN og New York Times um skýrsl­una vera til þess gerða að gera lítið úr árás­un­um. 

„KJARN­ORKU­INNVIÐIRN­IR Í ÍRAN ERU ALGJÖRLEGA EYÐILAGÐIR!“ skrifaði Trump með há­stöf­um á sam­fé­lags­miðli sín­um Truth social.

Staðfesti áreiðan­leika skýrsl­unn­ar

Karol­ine Lea­vitt, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins, staðfesti áreiðan­leika skýrslu DIA en sagði að hún væri al­gjör­lega röng og hafi verið bund­in mesta trúnaði en hafi samt verið lekið. Lek­inn hafi verið til­raun til að grafa und­an Trump og ófrægja hernaðaraðgerðina.

„All­ir vita hvað ger­ist þegar þú varp­ar fjór­tán 30.000 punda sprengj­um full­kom­lega á skot­mörk sín: Al­gjör eyðilegg­ing,“ skrifaði Lea­vitt á X.

mbl.is