Árásir Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran tafði kjarnorkuáætlun Írana aðeins um nokkra mánuði, samkvæmt skýrslu bandarísku leyniþjónustustofnunar varnarmála (DIA), sem var lekið í fjölmiðla í nótt. Donald Trump Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir skýrsluna.
Árásir Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran tafði kjarnorkuáætlun Írana aðeins um nokkra mánuði, samkvæmt skýrslu bandarísku leyniþjónustustofnunar varnarmála (DIA), sem var lekið í fjölmiðla í nótt. Donald Trump Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir skýrsluna.
Árásir Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran tafði kjarnorkuáætlun Írana aðeins um nokkra mánuði, samkvæmt skýrslu bandarísku leyniþjónustustofnunar varnarmála (DIA), sem var lekið í fjölmiðla í nótt. Donald Trump Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir skýrsluna.
Í skýrslunni kemur fram að loftárásir Bandaríkjamanna hafi ekki eyðilagt allar birgðir Írana af auðguðu úrani.
Segir þar að árásirnar hafi lokað fyrir innganga að nokkrum kjarnorkuinnviðum án þess að eyðileggja neðanjarðarbyggingar þar sem kjarnorkutengd starfsemi er hýst.
Trump segir umfjöllun bandarísku fjölmiðlanna CNN og New York Times um skýrsluna vera til þess gerða að gera lítið úr árásunum.
„KJARNORKUINNVIÐIRNIR Í ÍRAN ERU ALGJÖRLEGA EYÐILAGÐIR!“ skrifaði Trump með hástöfum á samfélagsmiðli sínum Truth social.
Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, staðfesti áreiðanleika skýrslu DIA en sagði að hún væri algjörlega röng og hafi verið bundin mesta trúnaði en hafi samt verið lekið. Lekinn hafi verið tilraun til að grafa undan Trump og ófrægja hernaðaraðgerðina.
„Allir vita hvað gerist þegar þú varpar fjórtán 30.000 punda sprengjum fullkomlega á skotmörk sín: Algjör eyðilegging,“ skrifaði Leavitt á X.