Bráð brisbólga algeng aukaverkun þyngdarstjórnunarlyfja

Heilsurækt | 26. júní 2025

Bráð brisbólga algeng aukaverkun þyngdarstjórnunarlyfja

Hundruðir notenda þyngdarstjórnunarlyfja hafa tilkynnt um vandamál í briskirtli sem má tengja notkun lyfjanna og sykursýkissprauta. Heilbrigðisfulltrúar í Bretlandi vinna nú að rannsóknum á þessum aukaverkunum.

Bráð brisbólga algeng aukaverkun þyngdarstjórnunarlyfja

Heilsurækt | 26. júní 2025

Breska lyfjaeftirlitið skoðar hugsanleg genatengsl aukaverkana af notkun þyngdarstjórnunarlyfja.
Breska lyfjaeftirlitið skoðar hugsanleg genatengsl aukaverkana af notkun þyngdarstjórnunarlyfja. Ani Kolleshi/Unsplash

Hundruðir not­enda þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyfja hafa til­kynnt um vanda­mál í bri­skirtli sem má tengja notk­un lyfj­anna og syk­ur­sýk­issprauta. Heil­brigðis­full­trú­ar í Bretlandi vinna nú að rann­sókn­um á þess­um auka­verk­un­um.

Hundruðir not­enda þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyfja hafa til­kynnt um vanda­mál í bri­skirtli sem má tengja notk­un lyfj­anna og syk­ur­sýk­issprauta. Heil­brigðis­full­trú­ar í Bretlandi vinna nú að rann­sókn­um á þess­um auka­verk­un­um.

Sum til­fell­anna sem tengj­ast lyf­inu GLP-1 hafa reynst ban­væn.

Lyfja­eft­ir­lits­stofn­un Bret­lands (MHRA) hef­ur tekið við fjölda til­kynn­inga er varða bráða bris­bólgu í tengsl­um við þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyf, en stofn­un­in hef­ur eft­ir­lit með auka­verk­un­um vegna lyfja og lækn­inga­tækja þar í landi.

Novo Nordisk hefur hagnast mikið á sölu Ozempic.
Novo Nordisk hef­ur hagn­ast mikið á sölu Ozempic. AFP/​Joel Sa­get

Bráð bris­bólga er skyndi­leg bólgu­mynd­un í bri­skirtli, sem staðsett­ur er aft­an við mag­ann og hjálp­ar til við melt­ingu. Oft er þörf á inn­lögn á sjúkra­hús vegna þessa. Ein­kenni eru m.a. mikl­ir kviðverk­ir, ógleði og hiti.

Í fylgiseðli lyfs­ins GLP-1 er bris­bólga sögð „óal­geng“ auka­verk­un sem kem­ur upp hjá ein­um af hverj­um hundrað sjúk­ling­um. Nú þegar hef­ur stofn­un­inni borist um 400 til­kynn­ing­ar um bráða bris­bólgu vegna inn­töku Mounjaro, Wegovy, Ozempic og Liragluti­de, þar af var 181 til­kynn­ing vegna Mounjaro. 

Einn fjórði til­kynn­inga hafa borist á þessu ári. Frá byrj­un árs 2025 hafa borist 22 til­kynn­ing­ar um bráða bris­bólgu eft­ir inn­töku Ozempic og Wegovy, og 101 til­kynn­ing vegna Mounjaro.

Forstjóri Novo Nordisk, Lars Fruergaard Jorgensen.
For­stjóri Novo Nordisk, Lars Fru­erga­ard Jor­gensen. AFP/​Chip Somodevilla

Auka­verk­an­ir gena­tengd­ar

Til­kynn­ing­um fjölg­ar í takt við aukna notk­un lyfj­anna en nú er Lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­in að skoða hvort auka­verk­an­ir af lyfj­un­um geti verið gena­tengd­ar, en gen geta ýtt und­ir auka­verk­an­ir af notk­un lyfja og hef­ur stofn­un­in hvatt alla þá sem fá bráða bris­bólgu og taka lyf­in um að til­kynna auka­verk­un­ina. Þeim mun verða boðið að taka þátt í rann­sókn­inni þar sem tekið verður munn­vatns­sýni sem skoðað verður af vís­inda­mönn­um. 

Þá seg­ir stjórn­andi Lyfja­stofn­un­ar­inn­ar, Dr. Al­i­son Cave, að í ein­hverj­um til­fell­um væri hægt að koma í veg fyr­ir auka­verk­an­ir með gena­próf­un­um.

Talskona Novo Nordisk UK, fram­leiðanda Ozempic og Wegovy, seg­ir: „Öryggi sjúk­linga er án efa mik­il­væg­asti þátt­ur­inn fyr­ir Novo Nordisk. Eins og með öll lyf, geta auka­verk­an­ir blossað upp og er það breyti­legt frá sjúk­lingi til sjúk­lings. Þekkt­ir áhættuþætt­ir og ávinn­ing­ur GLP-1-lyfj­anna er lýst í sam­an­tekt fylgiseðils­ins. Við mæl­um með því að sjúk­ling­ar taki þessi lyf vit­andi að eng­ar frá­bend­ing­ar séu við töku þeirra og und­ir ströngu eft­ir­liti heil­brigðis­starfs­fólks, sem get­ur einnig gefið ráðlegg­ing­ar varðandi hugs­an­leg­ar auka­verk­an­ir.“

The Guar­di­an

mbl.is