Hundruðir notenda þyngdarstjórnunarlyfja hafa tilkynnt um vandamál í briskirtli sem má tengja notkun lyfjanna og sykursýkissprauta. Heilbrigðisfulltrúar í Bretlandi vinna nú að rannsóknum á þessum aukaverkunum.
Hundruðir notenda þyngdarstjórnunarlyfja hafa tilkynnt um vandamál í briskirtli sem má tengja notkun lyfjanna og sykursýkissprauta. Heilbrigðisfulltrúar í Bretlandi vinna nú að rannsóknum á þessum aukaverkunum.
Hundruðir notenda þyngdarstjórnunarlyfja hafa tilkynnt um vandamál í briskirtli sem má tengja notkun lyfjanna og sykursýkissprauta. Heilbrigðisfulltrúar í Bretlandi vinna nú að rannsóknum á þessum aukaverkunum.
Sum tilfellanna sem tengjast lyfinu GLP-1 hafa reynst banvæn.
Lyfjaeftirlitsstofnun Bretlands (MHRA) hefur tekið við fjölda tilkynninga er varða bráða brisbólgu í tengslum við þyngdarstjórnunarlyf, en stofnunin hefur eftirlit með aukaverkunum vegna lyfja og lækningatækja þar í landi.
Bráð brisbólga er skyndileg bólgumyndun í briskirtli, sem staðsettur er aftan við magann og hjálpar til við meltingu. Oft er þörf á innlögn á sjúkrahús vegna þessa. Einkenni eru m.a. miklir kviðverkir, ógleði og hiti.
Í fylgiseðli lyfsins GLP-1 er brisbólga sögð „óalgeng“ aukaverkun sem kemur upp hjá einum af hverjum hundrað sjúklingum. Nú þegar hefur stofnuninni borist um 400 tilkynningar um bráða brisbólgu vegna inntöku Mounjaro, Wegovy, Ozempic og Liraglutide, þar af var 181 tilkynning vegna Mounjaro.
Einn fjórði tilkynninga hafa borist á þessu ári. Frá byrjun árs 2025 hafa borist 22 tilkynningar um bráða brisbólgu eftir inntöku Ozempic og Wegovy, og 101 tilkynning vegna Mounjaro.
Tilkynningum fjölgar í takt við aukna notkun lyfjanna en nú er Lyfjaeftirlitsstofnunin að skoða hvort aukaverkanir af lyfjunum geti verið genatengdar, en gen geta ýtt undir aukaverkanir af notkun lyfja og hefur stofnunin hvatt alla þá sem fá bráða brisbólgu og taka lyfin um að tilkynna aukaverkunina. Þeim mun verða boðið að taka þátt í rannsókninni þar sem tekið verður munnvatnssýni sem skoðað verður af vísindamönnum.
Þá segir stjórnandi Lyfjastofnunarinnar, Dr. Alison Cave, að í einhverjum tilfellum væri hægt að koma í veg fyrir aukaverkanir með genaprófunum.
Talskona Novo Nordisk UK, framleiðanda Ozempic og Wegovy, segir: „Öryggi sjúklinga er án efa mikilvægasti þátturinn fyrir Novo Nordisk. Eins og með öll lyf, geta aukaverkanir blossað upp og er það breytilegt frá sjúklingi til sjúklings. Þekktir áhættuþættir og ávinningur GLP-1-lyfjanna er lýst í samantekt fylgiseðilsins. Við mælum með því að sjúklingar taki þessi lyf vitandi að engar frábendingar séu við töku þeirra og undir ströngu eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, sem getur einnig gefið ráðleggingar varðandi hugsanlegar aukaverkanir.“