„Neikvæðar afleiðingar fyrir íslensk heimili“

Vextir á Íslandi | 27. júní 2025

„Neikvæðar afleiðingar fyrir íslensk heimili“

Það er ekkert land í heiminum sem verður fyrir jafn miklum tilfærslum á fjármunum þegar verðbólgan rýkur upp, vegna þess að stór hluti skulda íslenskra fyrirtækja og heimila er verðtryggður. „Þetta hefur mikil og slæm áhrif og við erum ekki á réttri leið“.

„Neikvæðar afleiðingar fyrir íslensk heimili“

Vextir á Íslandi | 27. júní 2025

„Hún er bara eitur í íslensku samfélagi. Það dettur engri …
„Hún er bara eitur í íslensku samfélagi. Það dettur engri siðmenntaðri þjóð til hugar að vera með þetta fyrirkomulag sem við erum með,“ segir Vilhjálmur um verðtryggingu. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/Golli

Það er ekk­ert land í heim­in­um sem verður fyr­ir jafn mikl­um til­færsl­um á fjár­mun­um þegar verðbólg­an rýk­ur upp, vegna þess að stór hluti skulda ís­lenskra fyr­ir­tækja og heim­ila er verðtryggður. „Þetta hef­ur mik­il og slæm áhrif og við erum ekki á réttri leið“.

Það er ekk­ert land í heim­in­um sem verður fyr­ir jafn mikl­um til­færsl­um á fjár­mun­um þegar verðbólg­an rýk­ur upp, vegna þess að stór hluti skulda ís­lenskra fyr­ir­tækja og heim­ila er verðtryggður. „Þetta hef­ur mik­il og slæm áhrif og við erum ekki á réttri leið“.

Þetta er meðal þess sem Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, seg­ir í sam­tali við mbl.is, spurður álits á ný­legri verðbólgu­hækk­un.

„Þetta eru ekki góðar frétt­ir fyr­ir ís­lensk heim­ili. Þetta eru ekki góðar frétt­ir fyr­ir sveit­ar­fé­lög sem eru með mikið af verðtryggðum skuld­um. Þetta er ekki gott fyr­ir rík­is­sjóð. Þetta er ekki gott fyr­ir einn eða neinn.

Það þurfa all­ir að taka hönd­um sam­an í því að reyna að halda aft­ur af verðlagi til að við náum að vinna bug á þessu meini sem verðbólg­an er. Við erum ligg­ur við eina landið í heim­in­um þar sem áhrif­in af hækk­un á verðbólgu hafa jafn víðtæk áhrif vegna verðtrygg­ing­ar,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

„Aukn­ing upp á 75%“

„Þetta eru gríðarleg von­brigði. Það verður bara að segj­ast al­veg ná­kvæm­lega eins og það er,“ bæt­ir Vil­hjálm­ur við.

Verðbólg­an hef­ur nú hækkað um 0,84% á milli mánaða en á sama tíma í fyrra var hækk­un­in 0,48%. Þetta er aukn­ing upp á 75% miðað við sama tíma í fyrra. „Þannig að við erum ekki á réttri leið“.

„Þarna eru flug­far­gjöld að hækka um 12,7% og verð á hót­el­um og veit­inga­stöðum hækkaði um 2,3% í þess­um mánuði. Þannig að ferðaþjón­ust­an og henni tengt er að drífa verðbólg­una dá­lítið áfram núna. Þetta er ekki á réttri leið og þetta hef­ur mikl­ar, nei­kvæðar af­leiðing­ar fyr­ir ís­lensk heim­ili,“ seg­ir Vil­hjálm­ur jafn­framt.

Ein­falt dæmi um það sé að benda á að 50 millj­óna króna verðtryggt lán muni hækka um 420 þúsund krón­ur á milli mánaða. „Þetta er al­gjör­lega galið“.

„Fólk sem er að leigja á 250 þúsund krón­ur er að fara að fá hækk­un sem nem­ur 2.100 krón­um, bara vegna vísi­tölu­teng­inga.“

„Hún er bara eit­ur í ís­lensku sam­fé­lagi“

Spurður hvað sé til ráða, annað en að halda aft­ur af verðlagi, seg­ir Vil­hjálm­ur að í fyrsta lagi þurfi auðvitað að af­nema verðtrygg­ingu.

„Hún er bara eit­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Það dett­ur engri siðmenntaðri þjóð til hug­ar að vera með þetta fyr­ir­komu­lag sem við erum með,“ seg­ir hann.

„Þetta er fyrst og fremst til að verja fjár­mála­öfl­in í ís­lensku sam­fé­lagi, að vera með verðtrygg­ingu, og það er þess vegna sem það hitt­ir okk­ur svona ofboðslega illa þegar verðbólg­an er að hækka hér um tæpt 1% á milli mánaða.“

Nú velja flest­ir Íslend­ing­ar verðtryggð lán vegna þess að fáir ráða við greiðslu­byrðina sem óverðtryggð lán bjóða upp á. Megin­á­stæðan fyr­ir þessu er að sögn Vil­hjálms að ef Ísland væri ekki með verðtrygg­ingu þá væru vext­ir lægri.

„Ein­fald­lega vegna þess að það gæti eng­inn staðið und­ir slíkri greiðslu­byrði sem óverðtryggðir vext­ir bjóðast á í dag. Fólki er smalað þarna yfir, það er þvingað þarna yfir á. Meðal ann­ars til þess að geta viðhaldið hér háu vaxta­stigi og varið eig­end­ur og fjár­mála­fyr­ir­tæki.“

„Þá veit ég ekki al­menni­lega hvar við erum stödd“

Aðspurður seg­ir Vil­hjálm­ur þá aðila sem eru að varpa sín­um vanda út í verðlagið verða að axla sína ábyrgð, því að við náum verðbólg­unni ekki niður ef það taka ekki all­ir þátt.

„Ef það þykir bara eitt­hvað nátt­úru­lög­mál að verð á flug­far­gjöld­um hækki hér um tæp 13% á milli mánaða, ef mönn­um finnst þetta bara eðli­legt, þá veit ég ekki al­menni­lega hvar við erum stödd.

Það þurfa bara all­ir að taka þátt. Við náum verðbólg­unni ekki niður nema að all­ir axli sína ábyrgð í því. Það er ekki nóg að ís­lenskt launa­fólk sé til­búið til þess að ganga frá hófstillt­ari kjara­samn­ing­um til langs tíma, ef aðrir ætla ekki að fylgja með.“

mbl.is