Það er ekkert land í heiminum sem verður fyrir jafn miklum tilfærslum á fjármunum þegar verðbólgan rýkur upp, vegna þess að stór hluti skulda íslenskra fyrirtækja og heimila er verðtryggður. „Þetta hefur mikil og slæm áhrif og við erum ekki á réttri leið“.
Það er ekkert land í heiminum sem verður fyrir jafn miklum tilfærslum á fjármunum þegar verðbólgan rýkur upp, vegna þess að stór hluti skulda íslenskra fyrirtækja og heimila er verðtryggður. „Þetta hefur mikil og slæm áhrif og við erum ekki á réttri leið“.
Það er ekkert land í heiminum sem verður fyrir jafn miklum tilfærslum á fjármunum þegar verðbólgan rýkur upp, vegna þess að stór hluti skulda íslenskra fyrirtækja og heimila er verðtryggður. „Þetta hefur mikil og slæm áhrif og við erum ekki á réttri leið“.
Þetta er meðal þess sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir í samtali við mbl.is, spurður álits á nýlegri verðbólguhækkun.
„Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir íslensk heimili. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir sveitarfélög sem eru með mikið af verðtryggðum skuldum. Þetta er ekki gott fyrir ríkissjóð. Þetta er ekki gott fyrir einn eða neinn.
Það þurfa allir að taka höndum saman í því að reyna að halda aftur af verðlagi til að við náum að vinna bug á þessu meini sem verðbólgan er. Við erum liggur við eina landið í heiminum þar sem áhrifin af hækkun á verðbólgu hafa jafn víðtæk áhrif vegna verðtryggingar,“ segir Vilhjálmur.
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Það verður bara að segjast alveg nákvæmlega eins og það er,“ bætir Vilhjálmur við.
Verðbólgan hefur nú hækkað um 0,84% á milli mánaða en á sama tíma í fyrra var hækkunin 0,48%. Þetta er aukning upp á 75% miðað við sama tíma í fyrra. „Þannig að við erum ekki á réttri leið“.
„Þarna eru flugfargjöld að hækka um 12,7% og verð á hótelum og veitingastöðum hækkaði um 2,3% í þessum mánuði. Þannig að ferðaþjónustan og henni tengt er að drífa verðbólguna dálítið áfram núna. Þetta er ekki á réttri leið og þetta hefur miklar, neikvæðar afleiðingar fyrir íslensk heimili,“ segir Vilhjálmur jafnframt.
Einfalt dæmi um það sé að benda á að 50 milljóna króna verðtryggt lán muni hækka um 420 þúsund krónur á milli mánaða. „Þetta er algjörlega galið“.
„Fólk sem er að leigja á 250 þúsund krónur er að fara að fá hækkun sem nemur 2.100 krónum, bara vegna vísitölutenginga.“
Spurður hvað sé til ráða, annað en að halda aftur af verðlagi, segir Vilhjálmur að í fyrsta lagi þurfi auðvitað að afnema verðtryggingu.
„Hún er bara eitur í íslensku samfélagi. Það dettur engri siðmenntaðri þjóð til hugar að vera með þetta fyrirkomulag sem við erum með,“ segir hann.
„Þetta er fyrst og fremst til að verja fjármálaöflin í íslensku samfélagi, að vera með verðtryggingu, og það er þess vegna sem það hittir okkur svona ofboðslega illa þegar verðbólgan er að hækka hér um tæpt 1% á milli mánaða.“
Nú velja flestir Íslendingar verðtryggð lán vegna þess að fáir ráða við greiðslubyrðina sem óverðtryggð lán bjóða upp á. Meginástæðan fyrir þessu er að sögn Vilhjálms að ef Ísland væri ekki með verðtryggingu þá væru vextir lægri.
„Einfaldlega vegna þess að það gæti enginn staðið undir slíkri greiðslubyrði sem óverðtryggðir vextir bjóðast á í dag. Fólki er smalað þarna yfir, það er þvingað þarna yfir á. Meðal annars til þess að geta viðhaldið hér háu vaxtastigi og varið eigendur og fjármálafyrirtæki.“
Aðspurður segir Vilhjálmur þá aðila sem eru að varpa sínum vanda út í verðlagið verða að axla sína ábyrgð, því að við náum verðbólgunni ekki niður ef það taka ekki allir þátt.
„Ef það þykir bara eitthvað náttúrulögmál að verð á flugfargjöldum hækki hér um tæp 13% á milli mánaða, ef mönnum finnst þetta bara eðlilegt, þá veit ég ekki almennilega hvar við erum stödd.
Það þurfa bara allir að taka þátt. Við náum verðbólgunni ekki niður nema að allir axli sína ábyrgð í því. Það er ekki nóg að íslenskt launafólk sé tilbúið til þess að ganga frá hófstilltari kjarasamningum til langs tíma, ef aðrir ætla ekki að fylgja með.“