Fólk er að deyja á biðlistunum

Dagmál | 30. júní 2025

Fólk er að deyja á biðlistunum

Meðferðarheimilið Krýsuvík er troðfullt og biðlistinn telur orðið yfir hundrað manns. Þrjátíu manns geta þegið þjónustu í einu og samtökin geta tekið inn um sjötíu manns á ári. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri á Krýsuvík og Dúa, Jónína Guðný Elísabetardóttir, teymisstjóri ráðgjafa eru gestir Dagmála Morgunblaðsins í dag.

Fólk er að deyja á biðlistunum

Dagmál | 30. júní 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Meðferðar­heim­ilið Krýsu­vík er troðfullt og biðlist­inn tel­ur orðið yfir hundrað manns. Þrjá­tíu manns geta þegið þjón­ustu í einu og sam­tök­in geta tekið inn um sjö­tíu manns á ári. Elías Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri á Krýsu­vík og Dúa, Jón­ína Guðný Elísa­bet­ar­dótt­ir, teym­is­stjóri ráðgjafa eru gest­ir Dag­mála Morg­un­blaðsins í dag.

    Meðferðar­heim­ilið Krýsu­vík er troðfullt og biðlist­inn tel­ur orðið yfir hundrað manns. Þrjá­tíu manns geta þegið þjón­ustu í einu og sam­tök­in geta tekið inn um sjö­tíu manns á ári. Elías Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri á Krýsu­vík og Dúa, Jón­ína Guðný Elísa­bet­ar­dótt­ir, teym­is­stjóri ráðgjafa eru gest­ir Dag­mála Morg­un­blaðsins í dag.

    Þegar rætt er um biðlist­ana, þá eru það ein­stak­ling­ar sem eru virk­ir á biðlista og eru að sækja reglu­lega um að kom­ast í það meðferðarúr­ræði sem Krýsu­vík býður upp á. „Það er búið að troðfylla húsið og nýta þar alla kima und­ir her­bergi fyr­ir skjól­stæðinga. Við náum að sinna því bara nokkuð vel og erum á góðri leið með að gera þokka­legt meðferðarpró­gramm. Hitt er að það eru ansi mikl­ir biðlist­ar. Það eru svona að jafnaði í dag, hundrað manns á biðlista,“ upp­lýs­ir Elías.

    „Er oft svo mik­ill óþarfi“

    Er fólkið ykk­ar sem er á biðlist­um að deyja?

    Þau svara bæði sam­tím­is. „Já.“

    „Það er kannski það erfiðasta í þessu. Sér­stak­lega þegar þetta er ungt fólk. Þetta er oft svo mik­ill óþarfi. Það er svona það sem mér hef­ur fund­ist taka mest á okk­ur í dag er álagið á biðstof­unni. Því fólk er að koma til okk­ar í mik­ill „despera­sjón.“ Við höf­um alltaf opið og tök­um á móti öll­um. Eig­um sam­tal við alla og nátt­úru­lega hvetj­um þau til að halda áfram og berj­ast og sýna sér mildi. En ein­hvern veg­inn er það þannig að þessi biðlisti bara eykst,“ seg­ir Elías.

    Þátt­ur­inn í heild sinni er aðgengi­leg­ur áskrif­end­um Morg­un­blaðsins með því að smella hér að neðan.

    mbl.is