Meðferðarheimilið Krýsuvík er troðfullt og biðlistinn telur orðið yfir hundrað manns. Þrjátíu manns geta þegið þjónustu í einu og samtökin geta tekið inn um sjötíu manns á ári. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri á Krýsuvík og Dúa, Jónína Guðný Elísabetardóttir, teymisstjóri ráðgjafa eru gestir Dagmála Morgunblaðsins í dag.
Meðferðarheimilið Krýsuvík er troðfullt og biðlistinn telur orðið yfir hundrað manns. Þrjátíu manns geta þegið þjónustu í einu og samtökin geta tekið inn um sjötíu manns á ári. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri á Krýsuvík og Dúa, Jónína Guðný Elísabetardóttir, teymisstjóri ráðgjafa eru gestir Dagmála Morgunblaðsins í dag.
Meðferðarheimilið Krýsuvík er troðfullt og biðlistinn telur orðið yfir hundrað manns. Þrjátíu manns geta þegið þjónustu í einu og samtökin geta tekið inn um sjötíu manns á ári. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri á Krýsuvík og Dúa, Jónína Guðný Elísabetardóttir, teymisstjóri ráðgjafa eru gestir Dagmála Morgunblaðsins í dag.
Þegar rætt er um biðlistana, þá eru það einstaklingar sem eru virkir á biðlista og eru að sækja reglulega um að komast í það meðferðarúrræði sem Krýsuvík býður upp á. „Það er búið að troðfylla húsið og nýta þar alla kima undir herbergi fyrir skjólstæðinga. Við náum að sinna því bara nokkuð vel og erum á góðri leið með að gera þokkalegt meðferðarprógramm. Hitt er að það eru ansi miklir biðlistar. Það eru svona að jafnaði í dag, hundrað manns á biðlista,“ upplýsir Elías.
Er fólkið ykkar sem er á biðlistum að deyja?
Þau svara bæði samtímis. „Já.“
„Það er kannski það erfiðasta í þessu. Sérstaklega þegar þetta er ungt fólk. Þetta er oft svo mikill óþarfi. Það er svona það sem mér hefur fundist taka mest á okkur í dag er álagið á biðstofunni. Því fólk er að koma til okkar í mikill „desperasjón.“ Við höfum alltaf opið og tökum á móti öllum. Eigum samtal við alla og náttúrulega hvetjum þau til að halda áfram og berjast og sýna sér mildi. En einhvern veginn er það þannig að þessi biðlisti bara eykst,“ segir Elías.
Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins með því að smella hér að neðan.