Palestine Action láta reyna á ákvörðun ráðherra

Ísrael/Palestína | 30. júní 2025

Palestine Action láta reyna á ákvörðun ráðherra

Sam­tök­in Palest­ine Acti­on, sem til stend­ur að banna sam­kvæmt hryðju­verka­lög­um í Bretlandi, ætla að berjast af fullum krafti gegn fyrirhuguðu banni.

Palestine Action láta reyna á ákvörðun ráðherra

Ísrael/Palestína | 30. júní 2025

Kröftug mótmæli hafa verið í Bretlandi í nafni samtakanna þar …
Kröftug mótmæli hafa verið í Bretlandi í nafni samtakanna þar sem lögregla hefur þurft að kljást við ofbeldisfulla mótmælendur á vegum samtakanna. AFP

Sam­tök­in Palest­ine Acti­on, sem til stend­ur að banna sam­kvæmt hryðju­verka­lög­um í Bretlandi, ætla að berj­ast af full­um krafti gegn fyr­ir­huguðu banni.

Sam­tök­in Palest­ine Acti­on, sem til stend­ur að banna sam­kvæmt hryðju­verka­lög­um í Bretlandi, ætla að berj­ast af full­um krafti gegn fyr­ir­huguðu banni.

Yvette Cooper, inn­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, til­kynnti í sein­ustu viku að leggja ætti bann á starf­semi sam­tak­anna vegna skemmd­ar­verka sem liðsmenn þeirra unnu á tveim­ur herflug­vél­um eft­ir að þeir brut­ust inn á Brize Nort­on-her­stöð flug­hers­ins. 

Sam­tök­in ætla nú að láta reyna á lög­mæti ákvörðunar ráðherr­ans fyr­ir dóm­stól­um í Bretlandi en alþjóðasam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onial standa að baki mál­sókn sam­tak­anna. 

Huda Ammori, einn af stofn­end­um sam­tak­anna, sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í dag en þar seg­ir að ákvörðun Cooper um að skil­greina sam­tök­in sem hryðju­verka­sam­tök muni hafa víðtæk áhrif á tján­ing­ar- og funda­frelsi í Bretlandi. 

Talið er að málið verði tekið fyr­ir af bresk­um dóm­stól­um á föstu­dag­inn næst­kom­andi. 

Sam­tök­in eru tal­in ætla að halda áfram að brjót­ast inn á her­stöðvar og vinna þar skemmd­ar­verk og eru her­stöðvar í borg­inni Leicester tald­ar lík­leg skot­mörk.

mbl.is