Samtökin Palestine Action, sem til stendur að banna samkvæmt hryðjuverkalögum í Bretlandi, ætla að berjast af fullum krafti gegn fyrirhuguðu banni.
Samtökin Palestine Action, sem til stendur að banna samkvæmt hryðjuverkalögum í Bretlandi, ætla að berjast af fullum krafti gegn fyrirhuguðu banni.
Samtökin Palestine Action, sem til stendur að banna samkvæmt hryðjuverkalögum í Bretlandi, ætla að berjast af fullum krafti gegn fyrirhuguðu banni.
Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, tilkynnti í seinustu viku að leggja ætti bann á starfsemi samtakanna vegna skemmdarverka sem liðsmenn þeirra unnu á tveimur herflugvélum eftir að þeir brutust inn á Brize Norton-herstöð flughersins.
Samtökin ætla nú að láta reyna á lögmæti ákvörðunar ráðherrans fyrir dómstólum í Bretlandi en alþjóðasamtök á borð við Amnesty Internationial standa að baki málsókn samtakanna.
Huda Ammori, einn af stofnendum samtakanna, sendi frá sér yfirlýsingu í dag en þar segir að ákvörðun Cooper um að skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök muni hafa víðtæk áhrif á tjáningar- og fundafrelsi í Bretlandi.
Talið er að málið verði tekið fyrir af breskum dómstólum á föstudaginn næstkomandi.
Samtökin eru talin ætla að halda áfram að brjótast inn á herstöðvar og vinna þar skemmdarverk og eru herstöðvar í borginni Leicester taldar líkleg skotmörk.