Sækja fjóra til saka vegna MH17

Wilber Paulissen á blaðamannafundinum í dag.
Wilber Paulissen á blaðamannafundinum í dag. AFP

Alþjóðlegt teymi rann­sak­enda sem unnið hef­ur að rann­sókn á árás­inni á flug­vél Malaysi­an Air­lines yfir aust­ur­hluta Úkraínu árið 2014 hef­ur farið fram á hand­töku fjög­urra manna sem tald­ir eru bera ábyrgð á ódæðinu, þriggja Rússa og eins Úkraínu­manns. Þetta var til­kynnt á blaðamanna­fundi í Hollandi í dag.

Rann­sókn­ar­nefnd­in, sem leidd er af Hol­lend­ing­um, hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að Rúss­arn­ir Igor Girk­in, Ser­gey Dubin­skíj og Oleg Pu­latov auk Úkraínu­manns­ins Leonid Kharchen­ko, beri ábyrgð á því að BUK Tel­ar-flug­skeytið sem grandaði flug­vél­inni hafi verið flutt yfir landa­mæri Rúss­lands til Úkraínu.

Nefnd­in hafði áður kom­ist að þeirri niður­stöðu að flug­skeytið sem grandaði flugi MH17, með þeim af­leiðing­um að 298 manns lét­ust, væri rúss­neskt og að 53. her­deild rúss­neska land­hers­ins hefði haft það til umráða. Því hafa rúss­nesk yf­ir­völd staðfast­lega neitað.

 „Í dag send­um við út alþjóðleg­ar hand­töku­skip­an­ir á hend­ur fyrstu sak­born­ing­un­um sem við ætl­um að sækja til saka,“ sagði Wil­bert Paulis­sen, yf­ir­maður hjá hol­lensku lög­regl­unni á blaðamanna­manna­fundi.

Mennirnir fjórir sem rannsóknarnefndin segir ábyrga fyrir því að flugskeytið …
Menn­irn­ir fjór­ir sem rann­sókn­ar­nefnd­in seg­ir ábyrga fyr­ir því að flug­skeytið var fært frá Rússlandi og yfir á yf­ir­ráðasvæði upp­reisn­ar­manna í Aust­ur-Úkraínu. AFP

Ætt­ingj­ar fórn­ar­lamba árás­ar­inn­ar hafa sam­kvæmt frétt AFP um málið tjáð fjöl­miðlum að rétt­ar­höld yfir mönn­un­um fjór­um muni hefjast í mars á næsta ári, en lík­legt þykir að þau fari fram að þeim fjar­stödd­um, þar sem Rúss­ar fram­selja ekki borg­ara sína í hend­ur er­lendra yf­ir­valda. Þá segja rann­sak­end­ur að ekki sé vitað hvar Úkraínumaður­inn Kharchen­ko sé stadd­ur.

Einn grunaðra sver af sér sak­ir

Igor Girk­in, sem nú hef­ur verið ákærður fyr­ir sinn þátt í ódæðinu, neitaði því í sam­tali við rúss­nesku frétta­veit­una In­terfax í dag að upp­reisn­ar­menn í Aust­ur-Úkraínu hefðu átt nokk­urn þátt í því að skjóta vél­ina niður.

„Ég get bara sagt að upp­reisn­ar­menn­irn­ir skutu ekki niður Boeing-vél­ina,“ sagði Girk­in við In­terfax.

Igor Girkin, einnig þekktur sem Igor Strelkov, hefur verið leiðtogi …
Igor Girk­in, einnig þekkt­ur sem Igor Strel­kov, hef­ur verið leiðtogi herafla upp­reisn­ar­manna í Aust­ur-Úkraínu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert