Vilja prófa munnvatnssýni úr íbúð McCann aftur

Húsið sem Christian B bjó í í Portúgal þegar McCann …
Húsið sem Christian B bjó í í Portúgal þegar McCann hvarf. AFP

Þýsk­ir rann­sókn­ar­lög­reglu­menn vilja að munn­vatns­sýni sem fannst í or­lofs­hús­inu þaðan sem Madeleine McCann hvarf sé skoðað á nýj­an leik. Portú­galsk­ir rann­sókn­ar­lög­reglu­menn hafa ekki fundið neitt DNA úr Christian B, þýska fang­an­um sem nú er grunaður um að hafa komið að hvarf­inu, sem teng­ir hann við málið.

Á þeim þrett­án árum sem liðið hafa síðan sýnið fannst hef­ur lög­regl­unni ekki tek­ist að finna neitt DNA í því. 

Mynd af hinum grunaða sem þýskir fjölmiðlar kalla Christian B.
Mynd af hinum grunaða sem þýsk­ir fjöl­miðlar kalla Christian B. AFP

Nauðsyn­legt sönn­un­ar­gagn

Þýsk yf­ir­völd telja að vís­inda­menn þeirra ættu að fram­kvæma sín­ar eig­in rann­sókn­ir á sýn­inu vegna þess að þeir telja að sýnið sé mögu­lega nauðsyn­legt sönn­un­ar­gagn sem geti hjálpað þeim að renna stoðum und­ir grun sinn um að Christian B sé sá seki. 

Portú­galska lög­regl­an er þó ólík­leg til að senda sýnið til Þýska­lands, meðal ann­ars vegna ný­legr­ar gagn­rýni Hans Christian Wolters, þýska sak­sókn­ar­ans í Braunschweig. 

Hann sagði í síðustu viku að portú­galska lög­regl­an teldi enn að for­eldr­ar McCann væru ábyrg­ir fyr­ir hvarfi dótt­ur sinn­ar. Hún hvarf úr or­lofs­í­búð þeirra í Portúgal árið 2003. Portú­galska lög­regl­an úti­lokaði for­eldr­ana þó sem grunaða árið 2008. 

Frétt Sky News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert