Leita Madeleine í brunnum

Madeleine McCann hvarf 3. maí 2007.
Madeleine McCann hvarf 3. maí 2007. AFP

Portú­galska lög­regl­an leitaði á stöðum skammt frá þeim stað sem Þjóðverj­inn Christian Bru­eckner dvaldi í hús­bíl um skeið árið 2007 í liðinni viku. Hann ligg­ur und­ir grun um að hafa komið að hvarfi Madeleine McCann sem hvarf úr íbúð fjöl­skyld­unn­ar í Al­gar­ve-héraði í byrj­un maí 2007. Meðal ann­ars leitaði lög­regl­an með aðstoð kafara í brunn­um á svæðinu að því er seg­ir í frétt Guar­di­an.

Á vef Guar­di­an er meðal ann­ars vísað í frétt Mirr­or um að brunn­ar sem ekki eru leng­ur í notk­un hafi verið kannaðir klukku­tím­um sam­an á fimmtu­dag. Brunn­arn­ir eru í Vila do Bispo, sem er í um 16 km fjar­lægð frá hótel­íbúðinni í Praia da Luz þar sem Madeleine hvarf 3. maí 2007. Dýpsti brunn­ur­inn er um 13 metra djúp­ur.

Christian Brueckner.
Christian Bru­eckner. AFP

For­eldr­ar Madeleine, Kate og Gerry McCann, hafa ekki fengið nein­ar upp­lýs­ing­ar um hvers vegna lög­regl­an ákvað að leita í brunn­un­um.

Rann­sókn á hvarfi Madeleine hófst að nýju í júní þegar þýsk yf­ir­völd greindu frá því að Christian Bru­eckner væri grunaður um aðild að hvarf­inu. Fram hef­ur komið að Þjóðverj­inn, sem er 43 ára gam­all, hafi sagt öðrum manni þar sem þeir sátu á bar að hann hafi átt aðild að hvarfi Madeleine. Eins hafi hann sýnt fé­laga sín­um mynd­skeið af sér þar sem hann nauðgar 72 ára gam­alli konu í Al­gar­ve árið 2005.

Húsbíll Christian Brueckner.
Hús­bíll Christian Bru­eckner. AFP

Í des­em­ber var hann dæmd­ur fyr­ir þá árás og fékk hann sjö ára fang­els­is­dóm sem hann hef­ur áfrýjað. Hann afplán­ar nú dóm fyr­ir fíkni­efnaviðskipti en hef­ur áður verið dæmd­ur fyr­ir barn­aníð. Þýsk­ir sak­sókn­ar­ar telja að Madeleine sé lát­in og að sögn lög­reglu er hvarf henn­ar þar í landi rann­sakað sem morðrann­sókn.

Aft­ur á móti lít­ur breska lög­regl­an enn á málið sem manns­hvarf þar sem eng­ar ör­ugg­ar sann­an­ir hafa komið fram um hvort hún er á lífi eða lát­in.

Frá Praia da Luz.
Frá Praia da Luz. AFP

Sak­sókn­ari í Braunschweig, Hans Christian Wolters, seg­ir að Christian Bru­eckner sé kyn­ferðis­glæpa­maður sem hafi þegar verið dæmd­ur fyr­ir glæpi gegn litl­um stúlk­um og hann afpláni nú lang­an dóm. Wolters seg­ir að hann hafi dvalið reglu­lega í Al­gar­ve-héraði frá 1995 til 2007 og að mestu fram­fleytt sér með glæp­um, svo sem inn­brot­um á hót­el­um og íbúðum. Þýska lög­regl­an seg­ist ekki telja að morðið hafi verið skipu­lagt fyr­ir­fram.

Saksóknarinn sem stýrir rannsókninni, Hans Christian Wolters.
Sak­sókn­ar­inn sem stýr­ir rann­sókn­inni, Hans Christian Wolters. AFP

Sam­kvæmt Guar­di­an sýna gögn fram á að Christian Bru­eckner var í Al­gar­ve á þess­um tíma því hringt var í portú­galskt farsíma­núm­er hans um það bil klukku­stund áður en Madeleine hvarf. Sím­inn var í Praia da Luz þegar sím­talið barst og varði það í 30 mín­út­ur.

Kate og Gerry McCann hafa neitað því að hafa fengið bréf frá Wolters, sem stýr­ir rann­sókn­inni í Þýskalandi, um að sann­an­ir séu fyr­ir því að Madeleine sé lát­in. Þetta kem­ur fram á vefn­um Find Madeleine og segja þau að þetta hafi valdið fjöl­skyldu og vin­um óþarfa van­líðan. Wolters seg­ir aft­ur á móti að bréfið hafi verið skrifað til þeirra en hef­ur ekki upp­lýst um hvað standi í bréf­inu.

Wolter seg­ir að sak­sókn­ara­embættið hafi óyggj­andi sann­ir fyr­ir því, en ekki lík­ams­leif­ar því til sönn­un­ar, að Madeleine hafi verið drep­in af Christian Bru­eckner.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert