Einungis fengið heimsóknir frá lögmanninum

Fjölskylda Rex Heuermann hefur ekki heimsótt hann í fangelsi.
Fjölskylda Rex Heuermann hefur ekki heimsótt hann í fangelsi. Samsett mynd

Rex Heu­er­mann hef­ur aðeins fengið heim­sókn­ir frá lög­manni sín­um á þeim tveim­ur vik­um sem hann hef­ur verið vistaður í fanga­klefa.

Hann er á sjálfs­vígs­vakt og er því vistaður einn í klefa.

Heu­er­mann hef­ur verið ákærður fyr­ir morð á þrem­ur kon­um sem fund­ust látn­ar við Gil­go-strönd á Long Is­land árið 2010. 

Ara­grúi sönn­un­ar­gagna

Greint var frá því í gær að lög­regl­an í Su­ffolk hefði fundið ara­grúa sönn­un­ar­gagna í kjöl­far hús­leit­ar á heim­ili Heu­er­manns, sem hann deil­ir með eig­in­konu sinni, hinni ís­lensku Ásu Ell­erup og börn­um þeirra.

Varði lög­regl­an tólf dög­um í að grandskoða hí­býl­in og fund­ust 200 skot­vopn heima hjá fjöl­skyld­unni. Þótti lög­regl­unni því til­efni til þess að rann­saka aft­ur mál kvenn­anna fjög­urra í Atlantic City, en þær voru á ald­urs­bil­inu 19-42 ára. Er talið að þær hafi starfað sem vænd­is­kon­ur líkt og kon­urn­ar fjór­ar sem fund­ust við Gil­go-strönd, en þær voru all­ar á þrítugs­aldri.

Ása, eig­in­kona hans, hef­ur þegar sótt um skilnað frá Heu­er­mann en hún hef­ur ekki tjáð sig op­in­ber­lega um málið. Fjöl­skyld­an er ekki tal­in hafa vitað af tvö­földu lífi Heu­er­manns, en hár úr Ásu fannst á a.m.k. einu fórn­ar­lambanna. Hún er aft­ur á móti ekki grunuð um aðkomu að morðunum.

Get­ur horft á sjón­varp

Í fang­els­inu hef­ur hann ekki aðgang að in­ter­net­inu, en get­ur horft á sjón­varp, þar á meðal á frétt­ir og einnig get­ur hann óskað eft­ir dag­blöðum.

„Við mun­um halda áfram að stöðva alla hreyf­ingu í fang­els­inu þegar hann er fyr­ir utan klef­ann sinn til að tryggja vernd yf­ir­manna okk­ar, hans og allra ein­stak­linga sem eru fang­elsaðir í fang­elsi Su­ffolk-sýslu,“ skrifaði Victoria Di­Stefano, talsmaður lög­reglu­stjór­ans í Su­ffolk-sýslu, í tölvu­pósti til New York Post.

Upp­fært: Í fyrri út­gáfu þess­ar­ar frétt­ar stóð að Heu­er­mann væri grunaður um morð á ell­efu manns. Sam­kvæmt New York Times hafa ell­efu lík fund­ist á svæðinu við Gil­go-stönd á ár­un­um 2010 til 2011. Heu­er­mann er ákærður fyr­ir morð á þrem­ur kon­um og er grunaður um eitt til viðbót­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert