Gerðu árásir á „tugi“ skotmarka Hisbollah

Frá árás Ísraelshers í suðurhluta Beirút, höfuðborgar Líbanon.
Frá árás Ísraelshers í suðurhluta Beirút, höfuðborgar Líbanon. AFP

Ísraelsher greindi frá því í dag að gerðar hefðu verið árásir á „tugi“ skotmarka Hisbollah í Líbanon, tveimur dögum eftir að leiðtogi samtakanna var veginn í loftárás hersins. 

Í yfirlýsingu á Telegram sagðist herinn hafa gert árásir á tugi skotmarka hryðjuverkamanna í Líbanon á síðustu klukkustundum. 

Að sögn hersins voru skotmörkin byggingar sem geymdu vopnabúr Hisbollah. 

Heil­brigðisráðuneyti Líb­anon grein­ir frá því að 700 hafi látið lífið í árás­um Ísra­els­hers í þess­ari viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert