Fall Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, var óhugsandi fyrir aðeins viku, þegar uppreisnarmenn hófu ótrúlega herferð sína frá bækistöð sinni í Idlib, í norðvesturhluta Sýrlands. Hann er sagður hafa flúið frá Sýrlandi í nótt eftir að uppreisnarmenn náðu völdum í höfuðborginni Damaskus.
Bashar al-Assad, sem er fæddur 11. september 1965 í Damaskus í Sýrlandi, er einn alræmdasta einræðisherra heims sem hefur stjórnað Sýrlandi í yfir tvo áratugi. Hann hefur setið á forsetastól frá árinu 2000 þegar hann tók við af föður sínum, Hafez al-Assad, árið 1971. Stjórn hans hefur einkennst af hörku og ásökunum um stríðsglæpi.
Reyndar var það bróðir Bashars, Basil, sem átti að taka við af föður sínum, en hann lést í umferðarslysi árið 1994.
Árið 2011, innblásin af arabíska vorinu, varð uppreisn gegn stjórninni í Sýrlandi sem leiddi til borgarastyrjaldar eftir að al-Assas réðst harkalega gegn uppreisnarmönnum. Á næstu árum notaði stjórn Assads meðal annars eiturgas til að ráðast gegn uppreisninni. Þetta hafa rannsakendur Sameinuðu þjóðanna meðal annars staðfest.
Árið 2015 réðust Rússar inn til að aðstoða Assad, sem síðan hefur einnig fengið aðstoð frá Íran og Hezbollah til að halda yfirráðum yfir landinu.
Bashar al-Assad útskrifaðist sem augnlæknir árið 1988 og starfaði á hersjúkrahúsi í Damaskut áður en hann flutti til London árið 1992 til frekari náms. Ásamt eiginkonu sinni, Asma al-Assad, á hann þrjú börn.