Stórfelldar árásir Rússa á orkumannvirki

Orkuver í Kænugarði eftir loftárásir Rússa.
Orkuver í Kænugarði eftir loftárásir Rússa. AFP

Rússar hafa í nótt og í morgun gert harðar loftárásir á fjölda staða í Úkraínu og hafa orkuinnviðir orðið fyrir barðinu á þeim. Rafmagnslaust hefur verið í höfuðborginni Kænugarði og loftárásarviðvaranir hafa hljómað víðs vegar um Úkraínu í morgun.

Herman Halushchenko, orkumálaráðherra Úkraínu, segir að Rússar hafi gert árásir á orkuver í landinu og tilkynnt hefur verið um fyrirhugaðar neyslutakmarkanir en Rússar hafa á undanförnum dögum aukið árásir sínar á orkumannvirki í Úkraínu.

Úkraínskir ​​embættismenn hafa ítrekað fordæmt árásirnar á orkukerfið sem tilraunir til að brjóta siðferðiskennd íbúa landsins og hafa hvatt bandamenn til að senda fleiri loftvarnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert