Andrés Bretaprins er enn á ný undir smásjá fjölmiðla vegna hneyklismáls. Nú er hann sagður hafa boðið kínverskum njósnara í Buchingham-höll og haft í nánum samskiptum við hann.
Sjálfur viðurkennir Andrés að hafa hitt manninn en fullyrðir að engin viðkvæm málefni hefðu verið rædd og að hann væri ekki í neinum tengslum við hann í dag.
Njósnarinn er sagur hafa áunnið sér traust Andrésar undir því yfirskyni að hann væri kaupsýslumaður. Í yfirlýsingu frá Buckhingham-Höll er áréttað að Andrés sinni ekki neinum konunglegum skyldum.
Njósnarinn sem nefndur er í dómskjölum sem H6 og er sagður hafa m.a. fengið boð í afmæli Andrésar ári 2020. Bauðst hann til þess að vera talsmaður Andrésar ef og þegar kæmi að samskiptum við mögulega fjárfesta frá Kína.
Njósnarinn var yfirheyrður árið 2021 og lét af hendi fjölda raftækjum sem yfirvöld fóru yfir.
Ekki er sagt frá því hvað fannst í rafrænum gögnum njósnarans en þó er því haldið fram að breska leyniþjónustan hafi lýst áhyggjum af því sem þar fannst.
Kínverska sendiráðið í London sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það neitar nokkrum tengslum við H6 og að það styddi eðlileg samskipti fólks á milli menningarheima. Þá hvatti sendiráðið Breta til þess að hætta að deila sögum af meintri ógn kínverja.