Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, sagðist í sjónvarpsávarpi í dag ætla að stíga til hliðar eftir að þingið samþykkti að víkja honum úr embætti til þess að „pólitískri ringulreið“ yrði hætt.
Þetta kemur fram í frétt The Guardian.
Fyrr í vikunni var forsetinn settur í farbann af dómsmálaráðuneytinu, en lögreglan í landinu rannsakar hann vegna tilraunar til byltingar eftir að hann setti á herlög í landinu.
Lögreglan í Seúl hefur greint frá því að minnsta kosti 200.000 manns hafi safnast saman fyrir utan suðurkóreska þingið til að sýna stuðning við brottvikningu Yoon Suk Yeol.
„Þótt ég verði nú að stíga til hliðar um stund, þá verðum við að halda áfram í átt að framtíðinni,“ sagði hann í ávarpinu.
Kim Yong-Hyun, fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, sagði af sér embættinu í byrjun mánaðar vegna aðkomu sinni að herlögunum umdeildu.