Kona handtekin fyrir að hóta sjúkratryggingarfyrirtæki

42 ára kona hefur verið handtekin fyrir að nota sama …
42 ára kona hefur verið handtekin fyrir að nota sama orðalag og grunaður morðingi forstjóra stærsta sjúkratryggingarfyrirtækis Bandaríkjanna. AFP

Kona frá Flórída hefur verið handtekin og ákærð fyrir að hafa hótað fulltrúa bandaríska sjúkratryggingarfyrirtækisins Blue Cross Blue Shield þegar lækniskröfunni hennar var hafnað. 

Notaði sömu orð og morðinginn

Hin 42 ára Briana Boston á að hafa notað sama orðalag og fannst skrifað á skotvopn sem fundust á vettvangi morðsins á forstjóra stærsta sjúkratryggingarfyrirtækis Bandaríkjanna: „Tafa, neita, afsetja“ (e.Delay, deny, depose). 

Þetta kemur fram í frétt The Guardian

Þá hélt hún áfram og sagði við fulltrúann: „Þið eruð næst“. 

Ákærð fyrir hótanir um hryðjuverk

Fólk hefur tengd setninguna við titil bókar frá 2010 skrifuð af Jay Feinman, prófessor emeritus við Rutgers Law School í New Jersey, sem heitir Delay, Deny, Defend: Why Insurance Companies Don´t Pay Claims and What You Can Do About It. 

Hinn 26 ára Luigi Mangione er grunaður um morðið á Brian Thompson, og á yfir höfði sér ákæru um manndráp. 

Þegar lögreglan í Lakeland talaði við Briönu, baðst hún afsökunar og sagðist „nota þessi orð vegna þess að hún sá þau í fréttunum“. 

Briana sagði lögreglunni að hún ætti engar byssur og væri ekki ógn, en hún var samt sem áður ákærð fyrir hótanir um fjöldaskotaárás eða hryðjuverk, enda sagði hún að heilbrigðisfyrirtæki sem þessi ættu skilið „karma“ og væri „vond“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka